Mestu jólahlýindi í þrettán ár Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2018 11:59 Hlýja loftið á leið til norðurs sést glöggt á korti Veðurstofunnar sem Einar birti með færslu sinni. Veðurstofan Milt loft fer nú yfir landið frá lægð sem fer vestur fyrir Ísland. Spáð er átta stiga hita í Reykjavík og samfelldri rigningu síðdegis. Viðlíka leysingu og almenn hlýindi hefur ekki gert á þessum tíma árs frá því á jóladag árið 2005. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ber veðrið nú saman við fyrri hlýindi á jólum í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að sjálf lægðin fari fyrir vestan landið án þess að valda stormi hér. Þó muni hvessa nokkuð víða sunnan- og vestanlands um tíma síðdegis í dag. Fyrir utan hlýindi og leysingu á jóladag árið 2005 þegar hitinn var níu stig í Reykjavík og tíu sig á Akureyri í hádeginu og eindregna þíðu á jóladag árið 1997 segir Einar að leita þurfi aftur til 1972 til að finna sambærilegan hita á jóladag. „Þau jól vekja reyndar upp allt aðrar minningar margra sem komnir eru á miðjan aldur og bjuggu þá sunnan- eða suðvestanlands vegna óveðurs sem gerði nokkrum dögum fyrir jól og hafði víðtækar samfélagslegar afleiðingar. Olli ótta, kapphlaupi og í sumum tilvikum örvæntingu,“ skrifar Einar. Nær öll Reykjavík varð rafmagnslaus eftir ofsaveður með þrumum og eldingum 20. desember árið 1972. Eldingu sló þá niður í Búrfellslínu þannig að eldingavarar við Búrfellsvirkjun eyðilögðust. Sló þá Sogsvirkjun út og þar með rafmagni í höfuðborginni. Daginn eftir slitnaði Búrfellslína 1 í óveðrinu og olli töluverðu tjóni í álverinu í Straumsvík. Grípa þurfti til rafmagnsskömmtunar í Reykjavík í kjölfarið. Eldingarnar kveiktu auk þess í tveimur bæjum í Rangárvallasýslu eins og Morgunblaðið rifjaði upp í frétt um aldamótin. Veður Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Milt loft fer nú yfir landið frá lægð sem fer vestur fyrir Ísland. Spáð er átta stiga hita í Reykjavík og samfelldri rigningu síðdegis. Viðlíka leysingu og almenn hlýindi hefur ekki gert á þessum tíma árs frá því á jóladag árið 2005. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ber veðrið nú saman við fyrri hlýindi á jólum í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að sjálf lægðin fari fyrir vestan landið án þess að valda stormi hér. Þó muni hvessa nokkuð víða sunnan- og vestanlands um tíma síðdegis í dag. Fyrir utan hlýindi og leysingu á jóladag árið 2005 þegar hitinn var níu stig í Reykjavík og tíu sig á Akureyri í hádeginu og eindregna þíðu á jóladag árið 1997 segir Einar að leita þurfi aftur til 1972 til að finna sambærilegan hita á jóladag. „Þau jól vekja reyndar upp allt aðrar minningar margra sem komnir eru á miðjan aldur og bjuggu þá sunnan- eða suðvestanlands vegna óveðurs sem gerði nokkrum dögum fyrir jól og hafði víðtækar samfélagslegar afleiðingar. Olli ótta, kapphlaupi og í sumum tilvikum örvæntingu,“ skrifar Einar. Nær öll Reykjavík varð rafmagnslaus eftir ofsaveður með þrumum og eldingum 20. desember árið 1972. Eldingu sló þá niður í Búrfellslínu þannig að eldingavarar við Búrfellsvirkjun eyðilögðust. Sló þá Sogsvirkjun út og þar með rafmagni í höfuðborginni. Daginn eftir slitnaði Búrfellslína 1 í óveðrinu og olli töluverðu tjóni í álverinu í Straumsvík. Grípa þurfti til rafmagnsskömmtunar í Reykjavík í kjölfarið. Eldingarnar kveiktu auk þess í tveimur bæjum í Rangárvallasýslu eins og Morgunblaðið rifjaði upp í frétt um aldamótin.
Veður Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira