Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2018 23:30 Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Markmið tilraunaverkefnisins er að leita nýrra leiða til að bregðast við húsnæðisvandanum sem ríkir víða á landsbyggðinni og í Hörgársveit eru menn klárir í slaginn að sögn sveitarstjórans Snorra Finnlaugssonar. „Við erum tilbúin með tvö þéttbýli þar sem við höfum skipulagt lóðir þannig að við erum mjög vel í stakk búin að taka þátt í svona verkefni,“ segir Snorri. Gert er ráð fyrir um níutíu íbúðum á Lónsbakka, rétt fyrir utan Akureyri og fimmtán íbúðum á Hjalteyri við Eyjafjörð. Reiknað er með að í vor hefjist framkvæmdir á þrjátíu til 45 íbúðum á Lónsbakka enda þörfin brýn. „Það hefur verið skortur á íbúðum hér á þessu svæði eins og víða annars staðar á landsbyggðinni og hefur staðið alls konar uppbyggingu fyrir þrifum að hafa ekki haft nóg af íbúðum.“ Seinni áfangi uppbyggingarinnar gerir ráð fyrir öðru eins byggingarmagni og gerir Snorri sér vonir um að tilraunaverkefnið muni liðka fyrir uppbyggingu seinni áfangans. „Það auðveldar á þann hátt að þegar kemur að seinni áfanganum þá horfa menn kannski frekar til þess að vera í samstarfi við leigufélög eða húsbyggingarfélög, eða húsnæðissamvinnufélög eða eitthvað slíkt um uppbyggingu smærri íbúða. Þetta svæði er einmitt skipulagt sem slíkt.“ Íbúar í Hörgársveit eru um sex hundruð en menn gera sér vonir um að rjúfa þúsund íbúa múrinn þegar áætlaðri uppbyggingu verði lokið. Standa vonir til þess að með því að byggja smærri íbúðir sé hægt að laða til sín yngra fólk. „Það eldist, samfélagið, þannig að við horfum svolítið til þess að fá yngra fólkið inn,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri. Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Markmið tilraunaverkefnisins er að leita nýrra leiða til að bregðast við húsnæðisvandanum sem ríkir víða á landsbyggðinni og í Hörgársveit eru menn klárir í slaginn að sögn sveitarstjórans Snorra Finnlaugssonar. „Við erum tilbúin með tvö þéttbýli þar sem við höfum skipulagt lóðir þannig að við erum mjög vel í stakk búin að taka þátt í svona verkefni,“ segir Snorri. Gert er ráð fyrir um níutíu íbúðum á Lónsbakka, rétt fyrir utan Akureyri og fimmtán íbúðum á Hjalteyri við Eyjafjörð. Reiknað er með að í vor hefjist framkvæmdir á þrjátíu til 45 íbúðum á Lónsbakka enda þörfin brýn. „Það hefur verið skortur á íbúðum hér á þessu svæði eins og víða annars staðar á landsbyggðinni og hefur staðið alls konar uppbyggingu fyrir þrifum að hafa ekki haft nóg af íbúðum.“ Seinni áfangi uppbyggingarinnar gerir ráð fyrir öðru eins byggingarmagni og gerir Snorri sér vonir um að tilraunaverkefnið muni liðka fyrir uppbyggingu seinni áfangans. „Það auðveldar á þann hátt að þegar kemur að seinni áfanganum þá horfa menn kannski frekar til þess að vera í samstarfi við leigufélög eða húsbyggingarfélög, eða húsnæðissamvinnufélög eða eitthvað slíkt um uppbyggingu smærri íbúða. Þetta svæði er einmitt skipulagt sem slíkt.“ Íbúar í Hörgársveit eru um sex hundruð en menn gera sér vonir um að rjúfa þúsund íbúa múrinn þegar áætlaðri uppbyggingu verði lokið. Standa vonir til þess að með því að byggja smærri íbúðir sé hægt að laða til sín yngra fólk. „Það eldist, samfélagið, þannig að við horfum svolítið til þess að fá yngra fólkið inn,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira