Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2018 09:00 Hópmynd af fjölskyldunni á Kleifum. Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar töpuðu máli gegn Blönduósbæ sem vill rifta lóðaleigusamningum við fjölskylduna og taka jörð þeirra eignarnámi. Fjölskyldan íhugar að óska eftir því við Hæstarétt að málið fái efnislega afgreiðslu fyrir Hæstarétti og telur bæinn ekki vera í rétti til að taka af þeim jörðina. Fjölskyldan og sveitarfélagið deila um jörðina Kleifar sem liggur að Blöndu sunnan við sjúkrahúsið á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dómari við Landsrétt, skilaði sératkvæði og taldi fjölskylduna vera í rétti í málinu. Vilhjálmur gagnrýnir í sératkvæði sínu að aðeins skuli vera talað um 12 hektara en jörðin sé sannarlega 18,1 hektari. Telur hann sveitarfélagið „ekki [hafa] sýnt fram á að hann eigi nein þau réttindi yfir þeim hluta lands jarðarinnar, sem erfðaleigusamningarnir ná yfir“.Yfirlitsmynd af Blönduósi, sjúkrahúsinu þar og húsunum á Kleifum.„Forsagan er sú að það er ágreiningur um eignarhald og ábúendur vildu ekki taka tilboði bæjarins um afmarkaða lóð fyrir eignir en bærinn á óumdeilt jörðina. Þetta er leigujörð,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi. „Þá var þetta eina leiðin að taka jörðina eignarnámi með eðlilegum bótum fyrir eignir. En þar á undan var búið að bjóða upp á að ábúendur fengju að halda húsum og fengju afmarkaða lóð út á það. og bærinn myndi síðan ráðstafa restinni af jörðinni undir framtíðar byggingarland.“ Hafi rökin verið sú að ekki hafi verið búið á jörðinni og enginn búskapur rekinn, telur Vilhjálmur það ekki vera nægilega sterk rök. „Þegar [sveitarfélagið] rifti byggingarbréfinu 22. desember 2009 voru liðin 15 ár frá því búskap lauk að Kleifum vegna riðuveiki sem upp kom á jörðinni. Fyrr en árið 2009 hafði stefndi aldrei gert neinar athugasemdir um vöntun á búskap eða stopula búsetu á jörðinni,“ segir í séráliti Vilhjálms. Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV í fyrra vegna menningarlífs á Kleifum og var stefnan sú að halda áfram á þeirri braut. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt því hér er um ævistarf afa míns að ræða sem verður tekið af okkur. Við munum nú senda bréf til Hæstaréttar um að fá málið tekið fyrir þar. Vonandi næst það,“ segir Áslaug. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar töpuðu máli gegn Blönduósbæ sem vill rifta lóðaleigusamningum við fjölskylduna og taka jörð þeirra eignarnámi. Fjölskyldan íhugar að óska eftir því við Hæstarétt að málið fái efnislega afgreiðslu fyrir Hæstarétti og telur bæinn ekki vera í rétti til að taka af þeim jörðina. Fjölskyldan og sveitarfélagið deila um jörðina Kleifar sem liggur að Blöndu sunnan við sjúkrahúsið á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dómari við Landsrétt, skilaði sératkvæði og taldi fjölskylduna vera í rétti í málinu. Vilhjálmur gagnrýnir í sératkvæði sínu að aðeins skuli vera talað um 12 hektara en jörðin sé sannarlega 18,1 hektari. Telur hann sveitarfélagið „ekki [hafa] sýnt fram á að hann eigi nein þau réttindi yfir þeim hluta lands jarðarinnar, sem erfðaleigusamningarnir ná yfir“.Yfirlitsmynd af Blönduósi, sjúkrahúsinu þar og húsunum á Kleifum.„Forsagan er sú að það er ágreiningur um eignarhald og ábúendur vildu ekki taka tilboði bæjarins um afmarkaða lóð fyrir eignir en bærinn á óumdeilt jörðina. Þetta er leigujörð,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi. „Þá var þetta eina leiðin að taka jörðina eignarnámi með eðlilegum bótum fyrir eignir. En þar á undan var búið að bjóða upp á að ábúendur fengju að halda húsum og fengju afmarkaða lóð út á það. og bærinn myndi síðan ráðstafa restinni af jörðinni undir framtíðar byggingarland.“ Hafi rökin verið sú að ekki hafi verið búið á jörðinni og enginn búskapur rekinn, telur Vilhjálmur það ekki vera nægilega sterk rök. „Þegar [sveitarfélagið] rifti byggingarbréfinu 22. desember 2009 voru liðin 15 ár frá því búskap lauk að Kleifum vegna riðuveiki sem upp kom á jörðinni. Fyrr en árið 2009 hafði stefndi aldrei gert neinar athugasemdir um vöntun á búskap eða stopula búsetu á jörðinni,“ segir í séráliti Vilhjálms. Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV í fyrra vegna menningarlífs á Kleifum og var stefnan sú að halda áfram á þeirri braut. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt því hér er um ævistarf afa míns að ræða sem verður tekið af okkur. Við munum nú senda bréf til Hæstaréttar um að fá málið tekið fyrir þar. Vonandi næst það,“ segir Áslaug.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira