Dwyane Wade ætlaði aldrei að leyfa Harden að taka síðasta skotið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2018 07:30 Gerald Green og Dwyane Wade eftir leikinn. Vísir/Getty Nýliðinn Luca Doncic heldur áfram að leika listir sínar í NBA-deildinni en Slóveninn snjalli varð að sætta sig við tap í nótt þrátt fyrir nýtt persónulegt stigamet. Fimm leikja sigurganga Houston Rockets endaði líka í Miami og Houston liðið missti að auki einn sinn besta leikmann meiddan af velli.@gallinari8888 (season-high 32 PTS) & @luka7doncic (career-high 32 PTS) duel as the @LAClippers defeat DAL at home! #ClipperNationpic.twitter.com/63xHG8U7IA — NBA (@NBA) December 21, 2018Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Los Angeles Clippers vann 125-121 sigur á Dallas Mavericks. Clippers-liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð en tókst að landa sigri með góðum endaspretti. Dallas-liðið var 109-104 yfir þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en heimamenn fóru á flug í lokin, náði 15-2 spretti og unnu svo þessar síðustu fimm mínútur 21-12. Lou Williams kom með 26 stig inn af bekknum fyrir Los Angeles Clippers á aðeins 24 mínútum og annar maður af bekknum, Montrezl Harrell, skoraði 18 stig.Luka Doncic tallies a career-high 32 PTS for the @dallasmavs at Staples Center. #MFFL#NBARookspic.twitter.com/F9LmpczNty — NBA (@NBA) December 21, 2018Luka Doncic skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks og JJ Barea var með 19 stig. DeAndre Jordan bætti við 11 stigum og 22 fráköstum í sínum fyrsta leik í Staples Center eftir að hann yfirgaf Clippers-liðið. Doncic hefur nú skorað 20 stig eða meira í sextán leikjum á þessu tímabili en auk stiganna 32 var hann einnig með 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 fráköst. Hann hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum.@jrich23 (22 PTS, 7 AST, 6 REB) and Tyler Johnson (19 PTS) come up big as the @MiamiHEAT outlast Houston for their 3rd straight W! #HeatCulturepic.twitter.com/wFziOXAJUd — NBA (@NBA) December 21, 2018James Harden átti mjög góðan leik en tókst ekki að koma í veg fyrir tap á móti Miami Heat. Miami Heat vann 101-99 sigur á Houston Rockets og endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Houston. James Harden var með 35 stig og 12 stoðsendingar fyrir Houston og Eric Gordon skoraði 20 stig. Houston hitti úr 18 þriggja stiga skotum en tók líka 54 slík skot og nýtingin var því bara 33%. Josh Richardson skoraði 22 stig fyrir Miami og Tyler Johnson var með 19 stig en þetta var þriðji sigur liðsins í röð.Big plays on both ends from Tyler Johnson! #HeatCulture 99#Rockets 94 1:51 to go on @NBAonTNTpic.twitter.com/VoCGVjmMrW — NBA (@NBA) December 21, 2018Dwyane Wade og félagar ætluðu að passa upp á það að James Harden fengi ekki lokaskotið í leiknum og það tókst. Wade pressaði Harden til að senda frá sér boltann og Eric Gordon tók síðasta skotið og klikkaði. „Ef einhver annar myndi hitta hjá þeim þá tækjum við bara á því. Eitt var pottþétt James Harden átti ekki að fá að taka þetta skot,“ sagði Dwyane Wade eftir leikinn. Chris Paul tognaði aftan í læri í öðrum leikhluta þegar Houston var 45-38 yfir. Houston liðinu hefur gengið mjög illa án hans og hann gæti verið frá í einhvern tíma.Dwyane Wade uses the hesitation and attacks baseline for the SLAM in tonight's #KiaTopPlay! #HeatCulturepic.twitter.com/nvPdz1mvA5 — NBA (@NBA) December 21, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Houston Rockets 101-99 Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 125-121 NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Nýliðinn Luca Doncic heldur áfram að leika listir sínar í NBA-deildinni en Slóveninn snjalli varð að sætta sig við tap í nótt þrátt fyrir nýtt persónulegt stigamet. Fimm leikja sigurganga Houston Rockets endaði líka í Miami og Houston liðið missti að auki einn sinn besta leikmann meiddan af velli.@gallinari8888 (season-high 32 PTS) & @luka7doncic (career-high 32 PTS) duel as the @LAClippers defeat DAL at home! #ClipperNationpic.twitter.com/63xHG8U7IA — NBA (@NBA) December 21, 2018Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Los Angeles Clippers vann 125-121 sigur á Dallas Mavericks. Clippers-liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð en tókst að landa sigri með góðum endaspretti. Dallas-liðið var 109-104 yfir þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en heimamenn fóru á flug í lokin, náði 15-2 spretti og unnu svo þessar síðustu fimm mínútur 21-12. Lou Williams kom með 26 stig inn af bekknum fyrir Los Angeles Clippers á aðeins 24 mínútum og annar maður af bekknum, Montrezl Harrell, skoraði 18 stig.Luka Doncic tallies a career-high 32 PTS for the @dallasmavs at Staples Center. #MFFL#NBARookspic.twitter.com/F9LmpczNty — NBA (@NBA) December 21, 2018Luka Doncic skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks og JJ Barea var með 19 stig. DeAndre Jordan bætti við 11 stigum og 22 fráköstum í sínum fyrsta leik í Staples Center eftir að hann yfirgaf Clippers-liðið. Doncic hefur nú skorað 20 stig eða meira í sextán leikjum á þessu tímabili en auk stiganna 32 var hann einnig með 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 fráköst. Hann hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum.@jrich23 (22 PTS, 7 AST, 6 REB) and Tyler Johnson (19 PTS) come up big as the @MiamiHEAT outlast Houston for their 3rd straight W! #HeatCulturepic.twitter.com/wFziOXAJUd — NBA (@NBA) December 21, 2018James Harden átti mjög góðan leik en tókst ekki að koma í veg fyrir tap á móti Miami Heat. Miami Heat vann 101-99 sigur á Houston Rockets og endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Houston. James Harden var með 35 stig og 12 stoðsendingar fyrir Houston og Eric Gordon skoraði 20 stig. Houston hitti úr 18 þriggja stiga skotum en tók líka 54 slík skot og nýtingin var því bara 33%. Josh Richardson skoraði 22 stig fyrir Miami og Tyler Johnson var með 19 stig en þetta var þriðji sigur liðsins í röð.Big plays on both ends from Tyler Johnson! #HeatCulture 99#Rockets 94 1:51 to go on @NBAonTNTpic.twitter.com/VoCGVjmMrW — NBA (@NBA) December 21, 2018Dwyane Wade og félagar ætluðu að passa upp á það að James Harden fengi ekki lokaskotið í leiknum og það tókst. Wade pressaði Harden til að senda frá sér boltann og Eric Gordon tók síðasta skotið og klikkaði. „Ef einhver annar myndi hitta hjá þeim þá tækjum við bara á því. Eitt var pottþétt James Harden átti ekki að fá að taka þetta skot,“ sagði Dwyane Wade eftir leikinn. Chris Paul tognaði aftan í læri í öðrum leikhluta þegar Houston var 45-38 yfir. Houston liðinu hefur gengið mjög illa án hans og hann gæti verið frá í einhvern tíma.Dwyane Wade uses the hesitation and attacks baseline for the SLAM in tonight's #KiaTopPlay! #HeatCulturepic.twitter.com/nvPdz1mvA5 — NBA (@NBA) December 21, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Houston Rockets 101-99 Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 125-121
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira