Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2018 10:13 Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun. Myndir/Facebook Norsk og dönsk lögregluyfirvöld hafa nú til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á annarri norrænu kvennanna sem fundust myrtar í Atlasfjöllunum í Marokkó á mánudagsmorgun. Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun.Sjá einnig: Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Vegfarandi gekk fram á lík Marenar Ueland og Louisu Vesterager Jespersen í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. Áverkar eftir eggvopn fundust á hálsi þeirra. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreift á samfélagsmiðlum Greint var frá því í gær að myndband, sem talið er sýna morðið á a.m.k. annarri konunni, hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur staðfesti á blaðamannafundi í morgun að lögregla í Danmörku hefði myndbandið til rannsóknar. Hvorki uppruni þess né lögmæti hafa þó fengist staðfest. Norska öryggislögreglan Kripos hefur einnig rannsakað myndbandið, að því er fram kemur í frétt norska miðilsins TV2.Lars Løkke á blaðamannafundinum í Kaupmannahöfn í morgun.AP/Philip DavaliLøkke sagði morðin á ungu konunum tveimur jafnframt „grimmileg“ og sagði dönsk yfirvöld taka málið afar alvarlega. Þá starfi danska lögreglan náið með yfirvöldum í Marokkó.Þrír handteknir til viðbótar Lögregla í Marokkó handtók í morgun þrjá menn til viðbótar í tengslum við málið, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Lögregla birti í gær myndir af þremur eftirlýstum mönnum vegna morðanna en ekki er ljóst hvort þremenningarnir séu þeir sömu og handteknir voru í dag. Áður höfðu þrír menn verið handteknir í tengslum við málið en aðeins einn þeirra er enn í haldi lögreglu. Í gær var greint frá því að morðin á Maren og Louisu beri þess öll merki að vera hryðjuverk, og séu skilgreind sem slíkt. Mennirnir sem grunaðir eru um verknaðinn eru taldir tengjast hryðjuverkasamtökum. Afríka Danmörk Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30 Gekk yfir Ísland áður en hún fór til Marokkó Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. 19. desember 2018 21:30 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Norsk og dönsk lögregluyfirvöld hafa nú til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á annarri norrænu kvennanna sem fundust myrtar í Atlasfjöllunum í Marokkó á mánudagsmorgun. Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun.Sjá einnig: Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Vegfarandi gekk fram á lík Marenar Ueland og Louisu Vesterager Jespersen í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. Áverkar eftir eggvopn fundust á hálsi þeirra. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreift á samfélagsmiðlum Greint var frá því í gær að myndband, sem talið er sýna morðið á a.m.k. annarri konunni, hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur staðfesti á blaðamannafundi í morgun að lögregla í Danmörku hefði myndbandið til rannsóknar. Hvorki uppruni þess né lögmæti hafa þó fengist staðfest. Norska öryggislögreglan Kripos hefur einnig rannsakað myndbandið, að því er fram kemur í frétt norska miðilsins TV2.Lars Løkke á blaðamannafundinum í Kaupmannahöfn í morgun.AP/Philip DavaliLøkke sagði morðin á ungu konunum tveimur jafnframt „grimmileg“ og sagði dönsk yfirvöld taka málið afar alvarlega. Þá starfi danska lögreglan náið með yfirvöldum í Marokkó.Þrír handteknir til viðbótar Lögregla í Marokkó handtók í morgun þrjá menn til viðbótar í tengslum við málið, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Lögregla birti í gær myndir af þremur eftirlýstum mönnum vegna morðanna en ekki er ljóst hvort þremenningarnir séu þeir sömu og handteknir voru í dag. Áður höfðu þrír menn verið handteknir í tengslum við málið en aðeins einn þeirra er enn í haldi lögreglu. Í gær var greint frá því að morðin á Maren og Louisu beri þess öll merki að vera hryðjuverk, og séu skilgreind sem slíkt. Mennirnir sem grunaðir eru um verknaðinn eru taldir tengjast hryðjuverkasamtökum.
Afríka Danmörk Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30 Gekk yfir Ísland áður en hún fór til Marokkó Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. 19. desember 2018 21:30 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30
Gekk yfir Ísland áður en hún fór til Marokkó Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. 19. desember 2018 21:30
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20