Ríkið dæmt til að greiða tíu milljónir vegna uppsagnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2018 09:11 Fréttablaðið/GVA Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni Kvennaskólans í Reykjavík tíu milljónir vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2016, sem hafði starfað í tólf ár við skólann sem umsjónarmaður húsakynna skólans. Málið má rekja til þess að nýr skólameistari tók til starfa við skólann árið 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að fljótlega eftir að hann hóf störf hafi hann kynnt sér aðstæður við skólann og talið „fljótlega að umsjón með húsum skólans og ræstingar væru ekki í nægilega góðu lagi“. Þar sem mörg verkefni hafi blasað við taldi hann þörf á því að gera miklar breytingar á starfslýsingu starfsmannsins og menntunarkröfu. Svo miklar að um nýtt starf í raun um að ræða. Í febrúar 2016, skömmu eftir að starfsmaðurinn fór í veikindaleyfi, var honum tilkynnt að starf hans yrði lagt niður og að óskað væri eftir starfslokum hans. Auglýsa átti nýtt starf umsjónarmanns fasteigna þar sem gerðar voru kröfur um að viðkomandi starfsmaður væri með iðnmenntun.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.Vísir/HannaFékk ekki skriflega áminningu Við þetta var starfsmaðurinn ósáttur og taldi að niðurlagning á starfi hennar væri tilbúningur af hálfu skólans auk þess sem að hann taldi sig geta sinnt starfinu áfram, þrátt fyrir auknar hæfniskröfur. Uppsögnin hafi einnig verið „sérstaklega meiðandi“ fyrir starfsmanninn þar sem ekki var óskað eftir því að hann ynni út sex mánaða uppsagnarfrest, og því hafi það litið út að viðkomandi hafi gerst sek um eitthvað sem verðskuldaði tafarlausan brottrekstur. Í dómi héraðdóms segir að miðað við málavexti verði ekki annað séð en að uppsögn starfsmannsins hafi átt rætur að rekja til raunverulegrar endurskipulagningar heldur megi fyrst og fremst rekja hana til persónu stefnanda og þess að skólameistari kaus að fá annan mann með meiri menntun til þess að gegna starfinu í þeirri von að betur tækist til við umsjón með húsnæði skólans. Starfsmaðurinn hafi ekki fengið skriflega áminningu eða áskorun um að standa sig betur í starfi, mál hennar hafi ekki verið sett í ferli. Ekki hafi verið rætt við starfsmanninn til þess að fara heildstætt yfir starf hennar og fyrirhugaðar breytingar á því. Þá liggi ekkert haldbært um að raunverulega hafi verið lagt mat á það hvort starfsmaðurinn gæti sinnt starfinu í hinni breyttu mynd áður en honum var sagt upp störfum. Í niðurstöðu dómsins segir að niðurlagning starfsins hafi verið meiðandi og í henni hafi falist ólögmæt meingerð í garð stefnanda. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða starfsmanninum tíu milljónir króna vegna uppsagnarinnar, þar af átta milljónir í skaðabætur, 700 þúsund í miskabætur og 1,3 milljónir í vangoldin laun í veikindaleyfi.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni Kvennaskólans í Reykjavík tíu milljónir vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2016, sem hafði starfað í tólf ár við skólann sem umsjónarmaður húsakynna skólans. Málið má rekja til þess að nýr skólameistari tók til starfa við skólann árið 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að fljótlega eftir að hann hóf störf hafi hann kynnt sér aðstæður við skólann og talið „fljótlega að umsjón með húsum skólans og ræstingar væru ekki í nægilega góðu lagi“. Þar sem mörg verkefni hafi blasað við taldi hann þörf á því að gera miklar breytingar á starfslýsingu starfsmannsins og menntunarkröfu. Svo miklar að um nýtt starf í raun um að ræða. Í febrúar 2016, skömmu eftir að starfsmaðurinn fór í veikindaleyfi, var honum tilkynnt að starf hans yrði lagt niður og að óskað væri eftir starfslokum hans. Auglýsa átti nýtt starf umsjónarmanns fasteigna þar sem gerðar voru kröfur um að viðkomandi starfsmaður væri með iðnmenntun.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.Vísir/HannaFékk ekki skriflega áminningu Við þetta var starfsmaðurinn ósáttur og taldi að niðurlagning á starfi hennar væri tilbúningur af hálfu skólans auk þess sem að hann taldi sig geta sinnt starfinu áfram, þrátt fyrir auknar hæfniskröfur. Uppsögnin hafi einnig verið „sérstaklega meiðandi“ fyrir starfsmanninn þar sem ekki var óskað eftir því að hann ynni út sex mánaða uppsagnarfrest, og því hafi það litið út að viðkomandi hafi gerst sek um eitthvað sem verðskuldaði tafarlausan brottrekstur. Í dómi héraðdóms segir að miðað við málavexti verði ekki annað séð en að uppsögn starfsmannsins hafi átt rætur að rekja til raunverulegrar endurskipulagningar heldur megi fyrst og fremst rekja hana til persónu stefnanda og þess að skólameistari kaus að fá annan mann með meiri menntun til þess að gegna starfinu í þeirri von að betur tækist til við umsjón með húsnæði skólans. Starfsmaðurinn hafi ekki fengið skriflega áminningu eða áskorun um að standa sig betur í starfi, mál hennar hafi ekki verið sett í ferli. Ekki hafi verið rætt við starfsmanninn til þess að fara heildstætt yfir starf hennar og fyrirhugaðar breytingar á því. Þá liggi ekkert haldbært um að raunverulega hafi verið lagt mat á það hvort starfsmaðurinn gæti sinnt starfinu í hinni breyttu mynd áður en honum var sagt upp störfum. Í niðurstöðu dómsins segir að niðurlagning starfsins hafi verið meiðandi og í henni hafi falist ólögmæt meingerð í garð stefnanda. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða starfsmanninum tíu milljónir króna vegna uppsagnarinnar, þar af átta milljónir í skaðabætur, 700 þúsund í miskabætur og 1,3 milljónir í vangoldin laun í veikindaleyfi.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira