Sólveig Anna valin maður ársins af fréttastofunni 31. desember 2018 15:41 Sólveig Anna Jónsdóttir er maður ársins 2018 að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrir óvænta, einarða og hvassa verkalýðsbaráttu. Á árinu bauð hún sig fram sem óbreyttur félagsmaður til formennsku í næst fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, Eflingu, og hlaut yfirburðakosningu. Róttæk framganga hennar hefur vakið þjóðarathygli og ósveigjanleg kröfugerð, sem hún talar fyrir, getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífskjör þorra landsmanna. Sólveig mætti í Kryddsíldina og sagðist mjög upp með sér að hafa verið valin og hún tæki heiðrinum alvarlega. Sem formaður Eflingar sagði Sólveig að laun hinna lægst settu í íslensku samfélagi væru skelfilega lág. Nefndi hún sérstaklega laun leikskólakennara og sagðist hafa mikla reynslu þaðan. Ómögulegt væri að lifa á slíkum launum. Varðandi kjarabaráttuna sem stendur nú yfir sagði Sólveig að allir hljóti að sjá að þörf sé á að hækka lágmarkslaun og að krafa Eflingar um 425 þúsund króna lágmarkslaun, í lok samningstímabilsins, væri ófrávíkjanleg. „Við munum að sjálfsögðu berjast fyrir því að vinna fullnaðarsigur í þeirri baráttu,“ sagði Sólveig. Hún sagði mögulegt að ekki væri mjög langt í aðgerðir eins og verkföll. Sólveig var spurð að því hvernig hennar fyrirmyndarríki. „Mitt fyrirmyndarsamfélag væri samfélag réttlætis og jöfnuðar, þar sem allt fólk fengi að blómstra og rækta hæfileika sína og að fólk þyrfti ekki að lifa með skugga efnahagslegrar óvissu yfir sér. Ég held að slíkt samfélag sé besta mögulega samfélagið.“ Hún beindi orðum sínum einnig að forystufólki stjórnmálaflokka á Alþingi, sem einnig voru í salnum og spurði þau hvort þau treystu sér til að lifa á lægstu launum landsins. Hvort þau treystu sér til að tryggja efnahagslegt öryggis sitt og fjölskyldu þeirra á „þeim smánarlegu launum“ sem mörgum sé greitt. „Mig langar jafnframt að spyrja þau hvort þau sjái sér ekki fært að stíga fram og styðja við kröfuna okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun til handa þeirra sem hér vinna á lægstu laununum. Hvort við getum ekki sameinast í því í þessu ríka landi, sem vill kenna sig við lýðræði og mannréttindi, að tryggja öllum sem hér lifa og starfa efnahagslegt réttlæti og sanngirni?“ Fréttir ársins 2018 Kjaramál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir er maður ársins 2018 að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrir óvænta, einarða og hvassa verkalýðsbaráttu. Á árinu bauð hún sig fram sem óbreyttur félagsmaður til formennsku í næst fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, Eflingu, og hlaut yfirburðakosningu. Róttæk framganga hennar hefur vakið þjóðarathygli og ósveigjanleg kröfugerð, sem hún talar fyrir, getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífskjör þorra landsmanna. Sólveig mætti í Kryddsíldina og sagðist mjög upp með sér að hafa verið valin og hún tæki heiðrinum alvarlega. Sem formaður Eflingar sagði Sólveig að laun hinna lægst settu í íslensku samfélagi væru skelfilega lág. Nefndi hún sérstaklega laun leikskólakennara og sagðist hafa mikla reynslu þaðan. Ómögulegt væri að lifa á slíkum launum. Varðandi kjarabaráttuna sem stendur nú yfir sagði Sólveig að allir hljóti að sjá að þörf sé á að hækka lágmarkslaun og að krafa Eflingar um 425 þúsund króna lágmarkslaun, í lok samningstímabilsins, væri ófrávíkjanleg. „Við munum að sjálfsögðu berjast fyrir því að vinna fullnaðarsigur í þeirri baráttu,“ sagði Sólveig. Hún sagði mögulegt að ekki væri mjög langt í aðgerðir eins og verkföll. Sólveig var spurð að því hvernig hennar fyrirmyndarríki. „Mitt fyrirmyndarsamfélag væri samfélag réttlætis og jöfnuðar, þar sem allt fólk fengi að blómstra og rækta hæfileika sína og að fólk þyrfti ekki að lifa með skugga efnahagslegrar óvissu yfir sér. Ég held að slíkt samfélag sé besta mögulega samfélagið.“ Hún beindi orðum sínum einnig að forystufólki stjórnmálaflokka á Alþingi, sem einnig voru í salnum og spurði þau hvort þau treystu sér til að lifa á lægstu launum landsins. Hvort þau treystu sér til að tryggja efnahagslegt öryggis sitt og fjölskyldu þeirra á „þeim smánarlegu launum“ sem mörgum sé greitt. „Mig langar jafnframt að spyrja þau hvort þau sjái sér ekki fært að stíga fram og styðja við kröfuna okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun til handa þeirra sem hér vinna á lægstu laununum. Hvort við getum ekki sameinast í því í þessu ríka landi, sem vill kenna sig við lýðræði og mannréttindi, að tryggja öllum sem hér lifa og starfa efnahagslegt réttlæti og sanngirni?“
Fréttir ársins 2018 Kjaramál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira