Amanda Nunes senuþjófurinn á UFC 232 – Jones með öruggan sigur Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. desember 2018 07:25 Jon Jones klárar Gustafsson í nótt. Vísir/Getty UFC 232 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Eftir umdeilda viku náði Jon Jones að endurheimta titilinn enn einu sinni. Jon Jones og Alexander Gustafsson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Barist var upp á léttþungavigtartitilinn en síðasti meistari, Daniel Cormier, lét beltið af hendi á dögunum en hann er þó enn ríkjandi þungavigtarmeistari. Fyrri bardagi Jones og Gustafsson var magnaður en þessi var öllu rólegri. Jones reyndi að taka Gustafsson snemma niður en Svíinn sýndi frábæra felluvörn. Báðir virtust ætla að taka sér sinn tíma til að finna taktinn og var fyrsta lota fremur róleg. Önnur lota var aðeins fjörugri en Jones var betri að stjórna fjarlægðinni núna heldur en í fyrri bardaga þeirra með spörkum og leyfði Gustafsson ekki að koma nálægt sér. Í 3. lotu náði Jones svo góðri fellu og var Gustafsson í vandræðum með að standa upp. Jones komst í yfirburðarstöðu í gólfinu og kláraði bardagann í gólfinu með höggum. Stærsta augnablik kvöldsins átti hins vegar Amanda Nunes. Hún mætti fjaðurvigtarmeistaranum Cris ‘Cyborg’ Justino í sannkölluðum ofurbardaga þar sem bantamvigtarmeistarinn Nunes fór upp í fjaðurvigt til að skora á Cyborg. Nunes náði snemma einu lágsparki og byrjuðu þær strax að skiptast á höggum. Cyborg réðst fram árásargjörn en Nunes svaraði vel fyrir sig. Cyborg át nokkur góð högg frá Nunes og féll niður en komst aftur upp. Nunes hélt áfram að hitta og endaði á að rota Cyborg eftir aðeins 51 sekúndu í 1. lotu. Mögnuð frammistaða hjá Nunes og er hún nú fyrsta konan til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum í UFC. Nunes kemst á spjöld sögunnar og er aðeins þriðji keppandinn í sögu UFC sem er ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Aðeins Conor McGregor og Daniel Cormier hafa náð að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma í UFC. Núna er Nunes með sigra gegn konum eins og Cyborg, Rondu Rousey, Mieshu Tate og Valentinu Shevchenko og hefur sennilega stimplað sig inn sem besta bardagakona allra tíma. Ótrúlegur sigur hjá Nunes. UFC 232 var ansi gott kvöld en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00 Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Sjá meira
UFC 232 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Eftir umdeilda viku náði Jon Jones að endurheimta titilinn enn einu sinni. Jon Jones og Alexander Gustafsson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Barist var upp á léttþungavigtartitilinn en síðasti meistari, Daniel Cormier, lét beltið af hendi á dögunum en hann er þó enn ríkjandi þungavigtarmeistari. Fyrri bardagi Jones og Gustafsson var magnaður en þessi var öllu rólegri. Jones reyndi að taka Gustafsson snemma niður en Svíinn sýndi frábæra felluvörn. Báðir virtust ætla að taka sér sinn tíma til að finna taktinn og var fyrsta lota fremur róleg. Önnur lota var aðeins fjörugri en Jones var betri að stjórna fjarlægðinni núna heldur en í fyrri bardaga þeirra með spörkum og leyfði Gustafsson ekki að koma nálægt sér. Í 3. lotu náði Jones svo góðri fellu og var Gustafsson í vandræðum með að standa upp. Jones komst í yfirburðarstöðu í gólfinu og kláraði bardagann í gólfinu með höggum. Stærsta augnablik kvöldsins átti hins vegar Amanda Nunes. Hún mætti fjaðurvigtarmeistaranum Cris ‘Cyborg’ Justino í sannkölluðum ofurbardaga þar sem bantamvigtarmeistarinn Nunes fór upp í fjaðurvigt til að skora á Cyborg. Nunes náði snemma einu lágsparki og byrjuðu þær strax að skiptast á höggum. Cyborg réðst fram árásargjörn en Nunes svaraði vel fyrir sig. Cyborg át nokkur góð högg frá Nunes og féll niður en komst aftur upp. Nunes hélt áfram að hitta og endaði á að rota Cyborg eftir aðeins 51 sekúndu í 1. lotu. Mögnuð frammistaða hjá Nunes og er hún nú fyrsta konan til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum í UFC. Nunes kemst á spjöld sögunnar og er aðeins þriðji keppandinn í sögu UFC sem er ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Aðeins Conor McGregor og Daniel Cormier hafa náð að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma í UFC. Núna er Nunes með sigra gegn konum eins og Cyborg, Rondu Rousey, Mieshu Tate og Valentinu Shevchenko og hefur sennilega stimplað sig inn sem besta bardagakona allra tíma. Ótrúlegur sigur hjá Nunes. UFC 232 var ansi gott kvöld en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00 Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Sjá meira
Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00
Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00