Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2019 00:01 Donald Trump Bandaríkjaforseti drekkur tugi "diet kók“ á hverjum degi. Vísir/afp Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þetta er meðal þess sem kemur fram að grein þriggja blaðamanna New York Times þar sem þeir reyna að kortleggja hefðbundinn vinnudag forsetans. Greinin er afrakstur þess að hafa rætt við um sextíu ráðgjafa, vini og samstarfsmenn forsetans, auk þingmanna. „Það sem fólk verður að gera sér grein fyrir er að hann var einstaklega óundirbúinn til að taka þetta að sér,“ segir Nacny Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, í samtali við blaðamennina. Niðurstaða blaðamanna New York Times virðist vera að forsetinn líti á sig sem utanveltumann sem háir daglega baráttu í tilraun til að verða tekinn alvarlega, fremur valdamesti maður heims.Vaknar hálf sex og kveikir á sjónvarpinu Á hefðbundnum degi vaknar Trump um klukkan hálf sex og kveikir á CNN í sjónvarpinu í svefnherbergi sínu í Hvíta húsinu. Hann horfir svo á Fox & Friends á uppáhaldssjónvarpsstöð sinni, Fox News. Stundum horfir hann einnig á þáttinn Morning Joe á MSNBC. Að loknu eða á meðan á sjónvarpsáhorfi stendur fer hann í símann sinn og stundum er hann búinn að birta fyrstu Twitter-færslu sína áður en hann er kominn fram úr rúminu. Í greininni kemur fram að áður en Trump tók við embætti forseta á hann að hafa sagt við samstarfsmenn sína að hver dagur í Hvíta húsinu eigi að vera eins og þáttur í sjónvarpsþáttaröð þar sem hann reynir að hafa betur gegn andstæðingum sínum.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á þessu ári.Vísir/AFPÞambar „diet kók“ Nánir samstarfsmenn forsetans segja hann verja að minnsta kosti fjórum tímum fyrir framan sjónvarpið á hverjum degi, stundum allt að átta tímum. Þá innbyrðir hann oft á annan tug dósa af „diet kóki“ yfir daginn. Hann fylgist vel með orðræðunni á stærstu sjónvarpsstöðvunum og þróun rannsóknar saksóknarans Robert Mueller á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikana fyrir Suður-Karólínu og vinur Trump, segir forsetann sannfærðan um að markmið vinstrimanna og fjölmiðla sé að fá hann til að hrökklast úr embætti.Reynir að draga úr Twitter-notkun forsetans John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefur reynt að stytta þann tíma sem forsetinn hefur til að gera það sem hann sjálfur vill. Þá hefur hann sömuleiðis reynt að draga úr Twitter-notkun forsetans. Þetta hefur hann gert með því að fá vinnudag forsetans til að byrja fyrr. Markmiðið sé að Trump sé mættur á skrifstofuna milli níu og hálf tíu. Á skrifstofunni bíða samstarfsmenn sem hafa fylgst vel með Fox and Friends til að vera reiðubúnir því sem koma skal þegar forsetinn mætir.Starfsmannastjórinn John Kelly reynir að hafa stjórn á forsetanum.Vísir/AFPTrump hefur sjálfur sagt að hann horfi ekki mikið á sjónvarp. „Þeir vilja segja að ég horfi mikið á sjónvarp. Fólk með falska heimildarmenn, þið vitið, falskir fréttamenn. En ég horfi ekki mikið á sjónvarp, fyrst og fremst vegna gagna. Ég les mikið af gögnum,“ sagði Trump við fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni í nýlegri Asíuferð forsetans.Hrópaði á þingmenn Forsetanum er lýst sem manni sem hafi ekki gert sér greint fyrir hvað fælist í og erfiðleikastigi starfsins. Times segir frá því á fyrstu mánuðum sínum í starfi á hann að hafa hrópað skipanir til öldungadeildarþingmanna. „Ég starfa ekki í þínu umboði,“ á Bob Corker, þingmaður Repúblikana, að hafa hrópað til baka. „Stóra vandamálið, það sem fólk verður að skilja, er að hann var einstaklega óundirbúinn fyrir þetta. Það er eins og að þú eða ég myndi fara inn í herbergi og verða beðið um að framkvæma heilaskurðaðgerð. Þegar þig skortir svo mikla þekkingu, þá getur það verið ruglingslegt,“ segir Pelosi í samtali við blaðið.Sefur fimm eða sex tíma Um helgar spilar forsetinn oft golf, en á virkum kvöldum á forsetinn það til að bjóða gestum í kvöldmat, oft milli klukkan hálf sjö og sjö. Að því loknu er kominn háttatími hjá forsetanum. Sefur hann í fimm eða sex tíma áður en kveikt er á sjónvarpinu og gripið er í símann á nýjan leik.Hér má lesa grein New York Times í heild sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þetta er meðal þess sem kemur fram að grein þriggja blaðamanna New York Times þar sem þeir reyna að kortleggja hefðbundinn vinnudag forsetans. Greinin er afrakstur þess að hafa rætt við um sextíu ráðgjafa, vini og samstarfsmenn forsetans, auk þingmanna. „Það sem fólk verður að gera sér grein fyrir er að hann var einstaklega óundirbúinn til að taka þetta að sér,“ segir Nacny Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, í samtali við blaðamennina. Niðurstaða blaðamanna New York Times virðist vera að forsetinn líti á sig sem utanveltumann sem háir daglega baráttu í tilraun til að verða tekinn alvarlega, fremur valdamesti maður heims.Vaknar hálf sex og kveikir á sjónvarpinu Á hefðbundnum degi vaknar Trump um klukkan hálf sex og kveikir á CNN í sjónvarpinu í svefnherbergi sínu í Hvíta húsinu. Hann horfir svo á Fox & Friends á uppáhaldssjónvarpsstöð sinni, Fox News. Stundum horfir hann einnig á þáttinn Morning Joe á MSNBC. Að loknu eða á meðan á sjónvarpsáhorfi stendur fer hann í símann sinn og stundum er hann búinn að birta fyrstu Twitter-færslu sína áður en hann er kominn fram úr rúminu. Í greininni kemur fram að áður en Trump tók við embætti forseta á hann að hafa sagt við samstarfsmenn sína að hver dagur í Hvíta húsinu eigi að vera eins og þáttur í sjónvarpsþáttaröð þar sem hann reynir að hafa betur gegn andstæðingum sínum.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á þessu ári.Vísir/AFPÞambar „diet kók“ Nánir samstarfsmenn forsetans segja hann verja að minnsta kosti fjórum tímum fyrir framan sjónvarpið á hverjum degi, stundum allt að átta tímum. Þá innbyrðir hann oft á annan tug dósa af „diet kóki“ yfir daginn. Hann fylgist vel með orðræðunni á stærstu sjónvarpsstöðvunum og þróun rannsóknar saksóknarans Robert Mueller á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikana fyrir Suður-Karólínu og vinur Trump, segir forsetann sannfærðan um að markmið vinstrimanna og fjölmiðla sé að fá hann til að hrökklast úr embætti.Reynir að draga úr Twitter-notkun forsetans John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefur reynt að stytta þann tíma sem forsetinn hefur til að gera það sem hann sjálfur vill. Þá hefur hann sömuleiðis reynt að draga úr Twitter-notkun forsetans. Þetta hefur hann gert með því að fá vinnudag forsetans til að byrja fyrr. Markmiðið sé að Trump sé mættur á skrifstofuna milli níu og hálf tíu. Á skrifstofunni bíða samstarfsmenn sem hafa fylgst vel með Fox and Friends til að vera reiðubúnir því sem koma skal þegar forsetinn mætir.Starfsmannastjórinn John Kelly reynir að hafa stjórn á forsetanum.Vísir/AFPTrump hefur sjálfur sagt að hann horfi ekki mikið á sjónvarp. „Þeir vilja segja að ég horfi mikið á sjónvarp. Fólk með falska heimildarmenn, þið vitið, falskir fréttamenn. En ég horfi ekki mikið á sjónvarp, fyrst og fremst vegna gagna. Ég les mikið af gögnum,“ sagði Trump við fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni í nýlegri Asíuferð forsetans.Hrópaði á þingmenn Forsetanum er lýst sem manni sem hafi ekki gert sér greint fyrir hvað fælist í og erfiðleikastigi starfsins. Times segir frá því á fyrstu mánuðum sínum í starfi á hann að hafa hrópað skipanir til öldungadeildarþingmanna. „Ég starfa ekki í þínu umboði,“ á Bob Corker, þingmaður Repúblikana, að hafa hrópað til baka. „Stóra vandamálið, það sem fólk verður að skilja, er að hann var einstaklega óundirbúinn fyrir þetta. Það er eins og að þú eða ég myndi fara inn í herbergi og verða beðið um að framkvæma heilaskurðaðgerð. Þegar þig skortir svo mikla þekkingu, þá getur það verið ruglingslegt,“ segir Pelosi í samtali við blaðið.Sefur fimm eða sex tíma Um helgar spilar forsetinn oft golf, en á virkum kvöldum á forsetinn það til að bjóða gestum í kvöldmat, oft milli klukkan hálf sjö og sjö. Að því loknu er kominn háttatími hjá forsetanum. Sefur hann í fimm eða sex tíma áður en kveikt er á sjónvarpinu og gripið er í símann á nýjan leik.Hér má lesa grein New York Times í heild sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira