Íslenska kvennalandsliðið í blaki spilaði í dag sinn síðasta leik í undanriðli EM kvenna 2019 þegar Belgar komu í heimsókn í Kópavoginn.
Belgíska liðið er eitt það besta í Evrópu og var þegar búið að tryggja sér sæti á toppi riðilsins. Gestirnir áttu ekki í vandræðum með að tryggja sér sigurinn í Digranesinu og unnu leikinn 3-0.
Hrinurnar enduðu 25-4, 25-7 og 25-6.
Ísland lýkur keppni án stiga en Belgar kláruðu riðilinn með fullt hús stiga. Slóvenía og Ísrael slást í kvöld um annað sætið og þar með sæti í lokakeppninni sem fram fer í haust.
