Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 9. janúar 2019 14:30 Guðmundur Guðmundsson þurfti að taka stórar ákvarðanir í gær. vísir/epa Þrír leikmenn sem ekki voru valdir í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta enduðu í sjálfum HM-hópnum sem var valinn í gær og hélt af stað til München í morgun þar sem ballið byrjar á föstudaginn gegn Króatíu. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson fengu meiri von eftir höfnunina um miðjan desember þegar þeir fóru með til Noregs á æfingamótið en Teitur Örn Einarsson fór ekki einu sinni með þangað. Hann var á endanum valinn fram yfir Rúnar Kárason. Strákarnir slökuðu á í Saga Lounge í Leifsstöð í morgun þar sem mátti enn greina smá spennu hjá sumum. Menn höfðu lítið sofið og rotuðust flestir í flugvélinni á leið til München og náðu þar kærkomnum blundi.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSvakaleg spenna „Ég svaf svona klukkutíma í nótt,“ sagði Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson sem var líklega óvæntasta nafnið í hópnum en þessi skotfasta skytta er á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð og er þar að spila í Meistaradeildinni. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson var búinn að gíra sig inn á að vera í fríi á Íslandi þegar Noregskallið kom og í framhaldinu boð um að fara á HM 2019 fyrir Aron Rafn Eðvarðsson sem er tæpur vegna meiðsla. „Þetta var rosaleg æfing í gær. Spennan var svakaleg. Maður vildi helst ekki að Gummi myndi tala við mann því það þýddi að maður væri ekki að fara á mótið. Ég er eiginlega enn í sjokki,“ sagði Ágúst Elí sem fór á sitt fyrsta stórmót í fyrra er íslenska liðið komst ekki upp úr riðli á EM 2018 í Króatíu.Ágúst Elí Björgvinsson var eiginlega enn þá að jafna sig í morgun.vísir/tomSkynja spennuna Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er eldri en tvævetur í bransanum og hann greindi spennuna líkt og leikmennirnir. Mikið hefur gengið á í undirbúningnum; meiðsli og veikindi, og því hefur aldrei verið 100 prósent ljóst hvernig hópurinn yrði. „Við þurftum að hafa svolítið stóran hóp vegna alls þess sem hefur verið í gangi en það þýddi að andrúmsroftið var rafmagnað á æfingunni,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn var svo uppgefinn á meiðslunum og valkvíðanum vegna þeirra að hann viðurkenndi að hann lét það vera að láta liðið spila á fullan völl í gær. Hann tók ekki áhættu á fleiri meiðslum, korter í mót. „Það var erfitt að velja þessa sextán plús einn. Þetta er líka erfitt fyrir okkur þjálfarana. Við skynjum alveg að menn eru spenntir og vilja vera hluti af þessum hópi. Þetta er samt bara hluti af pakkanum og líklega leiðinlegasti hlutinn af okkar starfi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Þrír leikmenn sem ekki voru valdir í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta enduðu í sjálfum HM-hópnum sem var valinn í gær og hélt af stað til München í morgun þar sem ballið byrjar á föstudaginn gegn Króatíu. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson fengu meiri von eftir höfnunina um miðjan desember þegar þeir fóru með til Noregs á æfingamótið en Teitur Örn Einarsson fór ekki einu sinni með þangað. Hann var á endanum valinn fram yfir Rúnar Kárason. Strákarnir slökuðu á í Saga Lounge í Leifsstöð í morgun þar sem mátti enn greina smá spennu hjá sumum. Menn höfðu lítið sofið og rotuðust flestir í flugvélinni á leið til München og náðu þar kærkomnum blundi.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSvakaleg spenna „Ég svaf svona klukkutíma í nótt,“ sagði Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson sem var líklega óvæntasta nafnið í hópnum en þessi skotfasta skytta er á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð og er þar að spila í Meistaradeildinni. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson var búinn að gíra sig inn á að vera í fríi á Íslandi þegar Noregskallið kom og í framhaldinu boð um að fara á HM 2019 fyrir Aron Rafn Eðvarðsson sem er tæpur vegna meiðsla. „Þetta var rosaleg æfing í gær. Spennan var svakaleg. Maður vildi helst ekki að Gummi myndi tala við mann því það þýddi að maður væri ekki að fara á mótið. Ég er eiginlega enn í sjokki,“ sagði Ágúst Elí sem fór á sitt fyrsta stórmót í fyrra er íslenska liðið komst ekki upp úr riðli á EM 2018 í Króatíu.Ágúst Elí Björgvinsson var eiginlega enn þá að jafna sig í morgun.vísir/tomSkynja spennuna Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er eldri en tvævetur í bransanum og hann greindi spennuna líkt og leikmennirnir. Mikið hefur gengið á í undirbúningnum; meiðsli og veikindi, og því hefur aldrei verið 100 prósent ljóst hvernig hópurinn yrði. „Við þurftum að hafa svolítið stóran hóp vegna alls þess sem hefur verið í gangi en það þýddi að andrúmsroftið var rafmagnað á æfingunni,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn var svo uppgefinn á meiðslunum og valkvíðanum vegna þeirra að hann viðurkenndi að hann lét það vera að láta liðið spila á fullan völl í gær. Hann tók ekki áhættu á fleiri meiðslum, korter í mót. „Það var erfitt að velja þessa sextán plús einn. Þetta er líka erfitt fyrir okkur þjálfarana. Við skynjum alveg að menn eru spenntir og vilja vera hluti af þessum hópi. Þetta er samt bara hluti af pakkanum og líklega leiðinlegasti hlutinn af okkar starfi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30
Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46
Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00
Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða