Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 09:02 Hvarf Önnu-Elisabethar er fyrirferðamikið á forsíðum norsku miðlanna. Ekkert hefur spurst til Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, húsmóður og eiginkonu eins ríkasta manns Noregs, í tíu vikur. Lögregla óttast að henni hafi verið rænt en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú.Krefjast milljarðs í rafmynt Norska dagblaðið Aftenposten greindi fyrst frá málinu í morgun. Í frétt blaðsins segir að Falkevik-Hagen hafi horfið af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi utan við Ósló þann 31. október síðastliðinn. Haft er eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að brotist hafi verið inn í húsið en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag. Þá hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Talið er að Falkevig-Hagen af verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi utan við Ósló fyrir tíu vikum síðan.Vísir/GettySamkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið rannsakað sem mannrán. Mannræningjarnir eru sagðir hafa haft samband við lögreglu í gegnum netið með kröfu um lausnargjald, níu milljónir evra í rafmynt sem jafngildir um milljarði íslenskra króna. Þá eru þeir sagðir hafa hótað Falkevig-Hagen grófum líkamsmeiðingum verði ekki orðið við kröfum þeirra.Ræningjarnir komust á sporið eftir umfjöllun um ríkidæmið Falkevik-Hagen er 68 ára gömul, gift norska milljarðamæringnum Tom Hagen og á með honum þrjú uppkomin börn. Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir 400 ríkustu einstaklinga Noregs. Í nýlegri umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv er greint frá því að Hagen hafi þénað milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Aftenposten heldur því fram að umfjöllunin hafi kveikt áhuga mannræningjanna á eiginkonu Hagens. Hann kveðst ekki vilja tjá sig um málið fyrr en síðar í dag.Blaðamannafundur um málið síðar í dag Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að alþjóðleg lögregluyfirvöld, Interpol og Europol, komi að rannsókn málsins. Þá er deild norsku lögreglunnar sem sérhæfir sig í mannránum og viðræðum við hryðjuverkamenn einnig viðriðin rannsóknina. Gengið er út frá því að Falkevig-Hagen hafi verið rænt af heimili sínu miðvikudaginn 31. október síðastliðinn. Þá byggir kenning lögreglu á því að ráðist hafi verið á hana inni á baðherbergi í húsinu. Samkvæmt frétt VG fundust skilaboð á vettvangi þar sem sagði að ef haft yrði samband við lögreglu yrði Falkevig-Hagen ráðinn bani. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er málið fyrsta sinnar tegundar í Noregi, þ.e. þar sem mannræningjar krefjast rafmyntar í lausnargjald. Norska lögreglan mun halda blaðamannafund vegna málsins klukkan ellefu í dag að norskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, húsmóður og eiginkonu eins ríkasta manns Noregs, í tíu vikur. Lögregla óttast að henni hafi verið rænt en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú.Krefjast milljarðs í rafmynt Norska dagblaðið Aftenposten greindi fyrst frá málinu í morgun. Í frétt blaðsins segir að Falkevik-Hagen hafi horfið af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi utan við Ósló þann 31. október síðastliðinn. Haft er eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að brotist hafi verið inn í húsið en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag. Þá hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Talið er að Falkevig-Hagen af verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi utan við Ósló fyrir tíu vikum síðan.Vísir/GettySamkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið rannsakað sem mannrán. Mannræningjarnir eru sagðir hafa haft samband við lögreglu í gegnum netið með kröfu um lausnargjald, níu milljónir evra í rafmynt sem jafngildir um milljarði íslenskra króna. Þá eru þeir sagðir hafa hótað Falkevig-Hagen grófum líkamsmeiðingum verði ekki orðið við kröfum þeirra.Ræningjarnir komust á sporið eftir umfjöllun um ríkidæmið Falkevik-Hagen er 68 ára gömul, gift norska milljarðamæringnum Tom Hagen og á með honum þrjú uppkomin börn. Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir 400 ríkustu einstaklinga Noregs. Í nýlegri umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv er greint frá því að Hagen hafi þénað milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Aftenposten heldur því fram að umfjöllunin hafi kveikt áhuga mannræningjanna á eiginkonu Hagens. Hann kveðst ekki vilja tjá sig um málið fyrr en síðar í dag.Blaðamannafundur um málið síðar í dag Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að alþjóðleg lögregluyfirvöld, Interpol og Europol, komi að rannsókn málsins. Þá er deild norsku lögreglunnar sem sérhæfir sig í mannránum og viðræðum við hryðjuverkamenn einnig viðriðin rannsóknina. Gengið er út frá því að Falkevig-Hagen hafi verið rænt af heimili sínu miðvikudaginn 31. október síðastliðinn. Þá byggir kenning lögreglu á því að ráðist hafi verið á hana inni á baðherbergi í húsinu. Samkvæmt frétt VG fundust skilaboð á vettvangi þar sem sagði að ef haft yrði samband við lögreglu yrði Falkevig-Hagen ráðinn bani. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er málið fyrsta sinnar tegundar í Noregi, þ.e. þar sem mannræningjar krefjast rafmyntar í lausnargjald. Norska lögreglan mun halda blaðamannafund vegna málsins klukkan ellefu í dag að norskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11