Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. janúar 2019 19:00 Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi hvort flutningur bráðamóttöku hjartagáttar frá Landspítalanum við Hringbraut hafi gefist vel og hvort ástæða sér til þess að endurskoða þá ákvörðun miðað við það álag sem er á bráðamóttökunni í Fossvogi. Von er á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar frá Landlækni í komandi viku. Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi jókst til muna 1. desember síðastliðinn þegar bráðamóttaka hjartagáttar var færð frá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvog. Forstjóri spítalans hafði miklar áhyggjur af ástandinu í pistli sem hann skrifaði eftir að þjónustan var færð og í fyrstu viku desembermánaðar var rúmanýting 117% prósent.Í pistlinum sagði forstjórinn að við þær aðstæður sé augljóst að öryggi sjúklinga er ekki tryggt og því var Embætti landlæknis og Velferðarráðuneytinu gert viðvart. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraVísir/VilhelmVon á hlutaúttekt frá Embætti Landlæknis „Það er auðvitað bara grafalvarlegt ef svo er og er verkefni spítalans að horfast í augu þá stöðu ef hún er þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Rétt fyrir jól sendi Landlæknir frá sér drög að áliti vegna ástandsins en þar var bent á tiltekin atriði sem Landlæknir telur að ráðast megi strax í að laga.„Þetta er auðvitað miklu flóknara en svo að þetta snúist um einn eða tvo þætti eða eina eða tvær ákvarðanir,“ segir Svandís. Svandís segir að þetta snúist um mönnun, húsnæði, samskil og fráflæði til hjúkrunarheimila, viðveru sérfræðilækna, stöðu sjúkraliða og fjölda þeirra, samspil við heilsugæsluna og svo framvegis. Von er á að hlutaúttekt Landlæknis á starfsemi bráðamóttökunnar verði skilað í lokaútgáfu til ráðherra í komandi viku. Formaður hjartaheilla hefur lyst yfir miklum áhyggjum með þær breytingar sem gerðar hafa verið á bráðamóttöku hjartagáttar og segir þær tefja meðferð sjúklinga sem þurfa á sérhæfðri meðferð að halda. „Það er náttúrulega faglegt mat Landspítalans sem er lagt til grundvallar svona ákvörðun og það er eina leiðin fyrir okkur er að styðja það faglega mat. Ákvarðanir af þessu tagi, þær þurfa stöðugrar endurskoðunar við, og ég held að það sé mjög mikilvægt að það sé lagt mat á það, ekki of seint, hvernig þetta hefur gefist og hvort að breytingin hafi verið á kostnað þjónustunnar eða hvort hún sé jafn öflug og hún var þegar hún var við Hringbraut,“ segðir Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi hvort flutningur bráðamóttöku hjartagáttar frá Landspítalanum við Hringbraut hafi gefist vel og hvort ástæða sér til þess að endurskoða þá ákvörðun miðað við það álag sem er á bráðamóttökunni í Fossvogi. Von er á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar frá Landlækni í komandi viku. Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi jókst til muna 1. desember síðastliðinn þegar bráðamóttaka hjartagáttar var færð frá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvog. Forstjóri spítalans hafði miklar áhyggjur af ástandinu í pistli sem hann skrifaði eftir að þjónustan var færð og í fyrstu viku desembermánaðar var rúmanýting 117% prósent.Í pistlinum sagði forstjórinn að við þær aðstæður sé augljóst að öryggi sjúklinga er ekki tryggt og því var Embætti landlæknis og Velferðarráðuneytinu gert viðvart. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraVísir/VilhelmVon á hlutaúttekt frá Embætti Landlæknis „Það er auðvitað bara grafalvarlegt ef svo er og er verkefni spítalans að horfast í augu þá stöðu ef hún er þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Rétt fyrir jól sendi Landlæknir frá sér drög að áliti vegna ástandsins en þar var bent á tiltekin atriði sem Landlæknir telur að ráðast megi strax í að laga.„Þetta er auðvitað miklu flóknara en svo að þetta snúist um einn eða tvo þætti eða eina eða tvær ákvarðanir,“ segir Svandís. Svandís segir að þetta snúist um mönnun, húsnæði, samskil og fráflæði til hjúkrunarheimila, viðveru sérfræðilækna, stöðu sjúkraliða og fjölda þeirra, samspil við heilsugæsluna og svo framvegis. Von er á að hlutaúttekt Landlæknis á starfsemi bráðamóttökunnar verði skilað í lokaútgáfu til ráðherra í komandi viku. Formaður hjartaheilla hefur lyst yfir miklum áhyggjum með þær breytingar sem gerðar hafa verið á bráðamóttöku hjartagáttar og segir þær tefja meðferð sjúklinga sem þurfa á sérhæfðri meðferð að halda. „Það er náttúrulega faglegt mat Landspítalans sem er lagt til grundvallar svona ákvörðun og það er eina leiðin fyrir okkur er að styðja það faglega mat. Ákvarðanir af þessu tagi, þær þurfa stöðugrar endurskoðunar við, og ég held að það sé mjög mikilvægt að það sé lagt mat á það, ekki of seint, hvernig þetta hefur gefist og hvort að breytingin hafi verið á kostnað þjónustunnar eða hvort hún sé jafn öflug og hún var þegar hún var við Hringbraut,“ segðir Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45
Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58