Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu norðurskautið Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2019 22:30 Guðlaugur Þór og Mike Pompeo í Washington í kvöld. AP/Alex Brandon Yfirvöld Íslands og Bandaríkjanna ætla að kanna leiðir til að bæta viðskipti og fjárfestingar ríkja á milli og þar að auki auka samstarf varðandi öryggismál. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem utanríkisráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Mike Pompeo samþykktu eftir fund þeirra í Washington í dag. Á vef Stjórnarráðsins segir að viðskipti og varnar- og öryggismál hafi verið í brennidepli á fundinum.Einnig hafi ráðherrarnir rætt um málefni norðurskautsins og formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. „Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur alla tíð verið náið, meðal annars á sviði varnar- og öryggismála. Samstarf ríkjanna á því sviði stendur á traustum grunni varnarsamningsins og Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkin eru auk þess stærsti einstaki markaður Íslands, bæði þegar horft er til vöru- og þjónustuviðskipta og beinna fjárfestinga á Íslandi, svo ekki sé minnst á þann mikla fjölda bandarískra ferðamanna sem heimsækir Ísland ár hvert,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að fundinum loknum. „Þá deilum við hagsmunum á norðurslóðum og horfum til aukins samstarfs í Norðurskautsráðinu þegar Ísland tekur þar við formennsku í maí. Góð samskipti við okkar góðu granna í vestri eru því afar mikilvæg. Vilji Bandaríkjastjórnar til að efla samvinnuna við okkur enn frekar kom glögglega í ljós á fundinum í dag.” Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að breytingar á aðstæðum á norðurslóðum ítreki mikilvægi þess að Ísland og Bandaríkin starfi náið saman varðandi öryggismál. Þar segir að ríkin muni auka samstarf innan Atlantshafsbandalagsins og viðhalda varnarsáttmálanum á milli Íslands og Bandaríkjanna. Alþingi Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Sjá meira
Yfirvöld Íslands og Bandaríkjanna ætla að kanna leiðir til að bæta viðskipti og fjárfestingar ríkja á milli og þar að auki auka samstarf varðandi öryggismál. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem utanríkisráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Mike Pompeo samþykktu eftir fund þeirra í Washington í dag. Á vef Stjórnarráðsins segir að viðskipti og varnar- og öryggismál hafi verið í brennidepli á fundinum.Einnig hafi ráðherrarnir rætt um málefni norðurskautsins og formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. „Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur alla tíð verið náið, meðal annars á sviði varnar- og öryggismála. Samstarf ríkjanna á því sviði stendur á traustum grunni varnarsamningsins og Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkin eru auk þess stærsti einstaki markaður Íslands, bæði þegar horft er til vöru- og þjónustuviðskipta og beinna fjárfestinga á Íslandi, svo ekki sé minnst á þann mikla fjölda bandarískra ferðamanna sem heimsækir Ísland ár hvert,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að fundinum loknum. „Þá deilum við hagsmunum á norðurslóðum og horfum til aukins samstarfs í Norðurskautsráðinu þegar Ísland tekur þar við formennsku í maí. Góð samskipti við okkar góðu granna í vestri eru því afar mikilvæg. Vilji Bandaríkjastjórnar til að efla samvinnuna við okkur enn frekar kom glögglega í ljós á fundinum í dag.” Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að breytingar á aðstæðum á norðurslóðum ítreki mikilvægi þess að Ísland og Bandaríkin starfi náið saman varðandi öryggismál. Þar segir að ríkin muni auka samstarf innan Atlantshafsbandalagsins og viðhalda varnarsáttmálanum á milli Íslands og Bandaríkjanna.
Alþingi Bandaríkin Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Sjá meira