Á rúmu ári – Verk Vinstri grænna í ríkisstjórn Steinar Harðarson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Fyrsta heila almanaksár ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er nú að baki. Þá er góð ástæða til að fara yfir verk stjórnarinnar og meta árangurinn. Þegar við Vinstri græn ákváðum í lok 2017 að taka þátt í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki mæltist það misjafnlega fyrir, bæði meðal okkar félaga og þó kannski ekki síst meðal annarra flokka sem telja sig talsmenn félagshyggju. Við fáum stundum spurninguna: Hvert er erindi VG? Við, Vinstri græn, vitum vel svarið við því. Náttúruvernd, kvenfrelsi, jafnrétti, öflug samfélagsþjónusta, framsækin menntastefna, sjálfstæð utanríkisstefna, friðarstefna, félagsleg alþjóðahyggja eru helstu áherslur okkar. Það eru ýmsar leiðir færar til að koma stefnumálum á framfæri og í framkvæmd, hafa áhrif á þróun samfélagsins. Það er m.a. hægt með öflugum málflutningi í samfélaginu, með öflugri stjórnarandstöðu á þingi, með þátttöku í ríkisstjórn. Þegar VG fyrir nær 20 árum hóf af alvöru umræðu um umhverfismál var reynt að gera okkur hlægileg, VG var sagður flokkur sérvitringa sem vildi bara tína fjallagrös. Nú er áhersla á náttúruvernd skrifuð í stefnu allra flokka. Svipuð þróun hefur orðið í kvenfrelsismálum, en þar hefur VG jafnan dregið þyngsta hlassið. Þegar við mynduðum núverandi ríkisstjórn höfðu margir miklar væntingar um betra samfélag, meiri jöfnuð. Með þessari ríkisstjórn er að því stefnt. Og hvað hefur áunnist? Nokkur atriði:Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna hækkað úr 25.000 krónum í 100.000. Eitt fyrsta verk stjórnarinnar.Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækkaðar úr 520.000 í 600.000 þann 1. janúar sl.Engin komugjöld verða innheimt af öryrkjum og öldruðum í heilsugæslu og hjá heimilislæknum frá 1. janúar 2019. Gjaldtöku fyrir vitjanir lækna til aldraðra og öryrkja hætt.Stofnstyrkir til byggingar félagslegs leiguhúsnæðis hækka um 800 milljónir á þessu ári og eftir það er gert ráð fyrir stofnstyrkjum til bygginga allt að 300 félagslegra leiguíbúða árlega.Aukin fjárframlög til umhverfismála um 35% frá því að ríkisstjórnin tók við í fjárlögum 2018 og fjármálaáætlun 2019-2023.Verulega aukin fjárframlög til reksturs og fjárfestinga í heilbrigðismálum, eða um 11% milli fjárlaga 2017 og 2018 og um önnur 19% á tímabili fjármálaáætlunar.Uppbygging innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði. Í heildina verður 2,1 milljarði varið í hana á næstu þremur árum.Hækkað kolefnisgjald um 50% og boðuð frekari hækkun um 20% á næstu árum.Atvinnuleysisbætur hafa hækkað í 90% af dagvinnutryggingu, úr 227.417 kr. í 270.000 kr. á mánuði.Fjármagnstekjuskattur hækkaður úr 20 í 22%. Stefnt að frekari hækkun.Breyttar úthlutunarreglur LÍN. Flóttafólk hefur nú aðgang að framfærslulánum í fyrsta sinn.Verulega aukið fjármagn til samgöngumála, bæði í fjárlögum yfirstandandi árs og í fjármálaáætlun. Fjárfest verður í uppbyggingu samgönguinnviða fyrir 124 milljarða á tímabili áætlunarinnar.Stórátak boðað í uppbyggingu hjúkrunarrýma. Rýmum verður fjölgað um 550 á næstu árum og aðbúnaður bættur við önnur 240. Þetta er bara hluti mála sem við höfum haft forgöngu um og hefðu tæplega orðið að veruleika ef við sætum ekki í þessari ríkisstjórn. Við eigum forsætisráðherra Íslands, verkstjóra og foringja ríkisstjórnarinnar, stjórnmálamann sem Íslendingar hafa á síðari tímum treyst langbest. Við eigum kraftmikinn heilbrigðisráðherra sem setur hagsmuni þjóðarinnar framar einkahagsmunum í heilbrigðisþjónustu og byggir upp hið opinbera heilbrigðiskerfi af festu og dugnaði. Og við eigum umhverfisráðherra sem lyft hefur umhverfisráðuneytinu á hærra plan og gert það að framsæknu, öflugu ráðuneyti. Það er nauðsynlegt að landsmenn kynni sér þau málefni og þær aðgerðir sem VG hefur áorkað á því rúma ári sem ríkisstjórnin hefur starfað. Við getum svarað ómálefnalegri gagnrýni með skýrum rökum. Við erum stolt af okkar verkum og höldum ótrauð áfram. Gerum enn betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta heila almanaksár ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er nú að baki. Þá er góð ástæða til að fara yfir verk stjórnarinnar og meta árangurinn. Þegar við Vinstri græn ákváðum í lok 2017 að taka þátt í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki mæltist það misjafnlega fyrir, bæði meðal okkar félaga og þó kannski ekki síst meðal annarra flokka sem telja sig talsmenn félagshyggju. Við fáum stundum spurninguna: Hvert er erindi VG? Við, Vinstri græn, vitum vel svarið við því. Náttúruvernd, kvenfrelsi, jafnrétti, öflug samfélagsþjónusta, framsækin menntastefna, sjálfstæð utanríkisstefna, friðarstefna, félagsleg alþjóðahyggja eru helstu áherslur okkar. Það eru ýmsar leiðir færar til að koma stefnumálum á framfæri og í framkvæmd, hafa áhrif á þróun samfélagsins. Það er m.a. hægt með öflugum málflutningi í samfélaginu, með öflugri stjórnarandstöðu á þingi, með þátttöku í ríkisstjórn. Þegar VG fyrir nær 20 árum hóf af alvöru umræðu um umhverfismál var reynt að gera okkur hlægileg, VG var sagður flokkur sérvitringa sem vildi bara tína fjallagrös. Nú er áhersla á náttúruvernd skrifuð í stefnu allra flokka. Svipuð þróun hefur orðið í kvenfrelsismálum, en þar hefur VG jafnan dregið þyngsta hlassið. Þegar við mynduðum núverandi ríkisstjórn höfðu margir miklar væntingar um betra samfélag, meiri jöfnuð. Með þessari ríkisstjórn er að því stefnt. Og hvað hefur áunnist? Nokkur atriði:Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna hækkað úr 25.000 krónum í 100.000. Eitt fyrsta verk stjórnarinnar.Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækkaðar úr 520.000 í 600.000 þann 1. janúar sl.Engin komugjöld verða innheimt af öryrkjum og öldruðum í heilsugæslu og hjá heimilislæknum frá 1. janúar 2019. Gjaldtöku fyrir vitjanir lækna til aldraðra og öryrkja hætt.Stofnstyrkir til byggingar félagslegs leiguhúsnæðis hækka um 800 milljónir á þessu ári og eftir það er gert ráð fyrir stofnstyrkjum til bygginga allt að 300 félagslegra leiguíbúða árlega.Aukin fjárframlög til umhverfismála um 35% frá því að ríkisstjórnin tók við í fjárlögum 2018 og fjármálaáætlun 2019-2023.Verulega aukin fjárframlög til reksturs og fjárfestinga í heilbrigðismálum, eða um 11% milli fjárlaga 2017 og 2018 og um önnur 19% á tímabili fjármálaáætlunar.Uppbygging innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði. Í heildina verður 2,1 milljarði varið í hana á næstu þremur árum.Hækkað kolefnisgjald um 50% og boðuð frekari hækkun um 20% á næstu árum.Atvinnuleysisbætur hafa hækkað í 90% af dagvinnutryggingu, úr 227.417 kr. í 270.000 kr. á mánuði.Fjármagnstekjuskattur hækkaður úr 20 í 22%. Stefnt að frekari hækkun.Breyttar úthlutunarreglur LÍN. Flóttafólk hefur nú aðgang að framfærslulánum í fyrsta sinn.Verulega aukið fjármagn til samgöngumála, bæði í fjárlögum yfirstandandi árs og í fjármálaáætlun. Fjárfest verður í uppbyggingu samgönguinnviða fyrir 124 milljarða á tímabili áætlunarinnar.Stórátak boðað í uppbyggingu hjúkrunarrýma. Rýmum verður fjölgað um 550 á næstu árum og aðbúnaður bættur við önnur 240. Þetta er bara hluti mála sem við höfum haft forgöngu um og hefðu tæplega orðið að veruleika ef við sætum ekki í þessari ríkisstjórn. Við eigum forsætisráðherra Íslands, verkstjóra og foringja ríkisstjórnarinnar, stjórnmálamann sem Íslendingar hafa á síðari tímum treyst langbest. Við eigum kraftmikinn heilbrigðisráðherra sem setur hagsmuni þjóðarinnar framar einkahagsmunum í heilbrigðisþjónustu og byggir upp hið opinbera heilbrigðiskerfi af festu og dugnaði. Og við eigum umhverfisráðherra sem lyft hefur umhverfisráðuneytinu á hærra plan og gert það að framsæknu, öflugu ráðuneyti. Það er nauðsynlegt að landsmenn kynni sér þau málefni og þær aðgerðir sem VG hefur áorkað á því rúma ári sem ríkisstjórnin hefur starfað. Við getum svarað ómálefnalegri gagnrýni með skýrum rökum. Við erum stolt af okkar verkum og höldum ótrauð áfram. Gerum enn betur!
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun