Kúabændur byggja og byggja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2019 13:47 Afurðir hafa aukist síðustu árin þrátt fyrir fækkun kúabænda. Vísir/Magnús Hlynur Framkvæmdagleði ríkir hjá kúabændum landsins um þessar mundir því víða má sjá byggingakrana á sveitabæjum þar sem verið er að byggja ný fjós, ekki síst á Suðurlandi. Bændur eru einnig að byggja við eldri fjós. Á sama tíma fækkar kúabændum í landinu en afurðir aukast því kýrnar eru að mjólka miklu meira en þær gerðu til að mynda fyrir tuttugu árum síðan. Í dag eru tæplega sex hundruð kúabú í landinu. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda er ánægð með hvað kúabændur eru duglegir að byggja. „Já, það hefur verið töluverð framkvæmdagleði í kúabændum sem er mjög vel. Við sjáum það að það er mikill metnaður að uppfylla nýjar aðbúnaðarreglugerðir, við sáum það núna í byrjun árs að í fyrsta sinn eru lausagöngufjós, það er að segja fjós þar sem kýrnar ganga frjálsar um. Þau eru orðin fleiri heldur en hin hefðbundnu básafjós,“ segir Margrét. „Við erum að sjá að Íslendingar eiga heimsmet í mjólk sem kemur frá mjaltaþjónum svokölluðum, róbotum sem sjá um að mjólka og kýrnar fara sjálfar þegar þær vilja vera mjólkaðar svo þær geta ráðið því sjálfar.“ Fjós hafa stækkað mikið á síðustu árum, þau stærstu eru með yfir tvö hundruð kýr. Margrét segir slík fjós þó ekki flokkast sem verksmiðjufjós. „Það er ekki nema þrjú til fjögur fjós á Íslandi sem eru svona stór. Þá erum við að tala um að það eru 200 til 240 mjólkandi kýr. Þau eru ekki stærri en það og þau eru í rauninni langstærst. Meðal bústærðin er um 47 kýr í dag á Íslandi,“ segir Margrét Gísladóttir framkvæmdarstjóri Landssambands kúabænda. Landbúnaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Framkvæmdagleði ríkir hjá kúabændum landsins um þessar mundir því víða má sjá byggingakrana á sveitabæjum þar sem verið er að byggja ný fjós, ekki síst á Suðurlandi. Bændur eru einnig að byggja við eldri fjós. Á sama tíma fækkar kúabændum í landinu en afurðir aukast því kýrnar eru að mjólka miklu meira en þær gerðu til að mynda fyrir tuttugu árum síðan. Í dag eru tæplega sex hundruð kúabú í landinu. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda er ánægð með hvað kúabændur eru duglegir að byggja. „Já, það hefur verið töluverð framkvæmdagleði í kúabændum sem er mjög vel. Við sjáum það að það er mikill metnaður að uppfylla nýjar aðbúnaðarreglugerðir, við sáum það núna í byrjun árs að í fyrsta sinn eru lausagöngufjós, það er að segja fjós þar sem kýrnar ganga frjálsar um. Þau eru orðin fleiri heldur en hin hefðbundnu básafjós,“ segir Margrét. „Við erum að sjá að Íslendingar eiga heimsmet í mjólk sem kemur frá mjaltaþjónum svokölluðum, róbotum sem sjá um að mjólka og kýrnar fara sjálfar þegar þær vilja vera mjólkaðar svo þær geta ráðið því sjálfar.“ Fjós hafa stækkað mikið á síðustu árum, þau stærstu eru með yfir tvö hundruð kýr. Margrét segir slík fjós þó ekki flokkast sem verksmiðjufjós. „Það er ekki nema þrjú til fjögur fjós á Íslandi sem eru svona stór. Þá erum við að tala um að það eru 200 til 240 mjólkandi kýr. Þau eru ekki stærri en það og þau eru í rauninni langstærst. Meðal bústærðin er um 47 kýr í dag á Íslandi,“ segir Margrét Gísladóttir framkvæmdarstjóri Landssambands kúabænda.
Landbúnaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira