Lykilatkvæðagreiðslu um Brexit ekki frestað aftur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2019 12:44 Theresa May ræddi við Andrew Marr á BBC. Getty/Handout Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni „klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku. Atkvæðagreiðslunni var frestað á síðustu stundu í desember þar sem ljóst þótti að samningurinn yrði ekki samþykktur. Í nóvember kynnti May samning sem náðst hafði á milli yfirvalda í Bretlandi og Evrópusambandandsins um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB. Samningurinn féll hins vegar í grýttan jarðveg á meðal harðlínumanna í Íhaldsflokknum sem og fjölda þingmanna Verkamannaflokksins.Þrátt fyrir að May hafi staðið af sér vantrauststillögu samflokksmanna í Íhaldsflokknum þótti ljóst að nægjanlegur fjöldi þingmanna myndi ekki samþykkja samninginn. Var atkvæðagreiðslunni því frestað fram á nýtt ár og er líklegt að hún verði haldin 14. eða 15. janúar næstkomandi.Könnun sýnir að fleiri vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðsluÍ viðtali við BBC sagðist May vongóð um að hún gæti tryggt sér stuðning nægjanlegs fjölda þingmanna til að styðja samninginn. Ekki síst í ljósi þess að ESB hefði samþykkt ýmsar breytingar á samningnum sem þingmenn höfðu efasemdir um. Er þar um að ræða framtíðartillhögun landamæra Írlands, sem er í ESB, og N-Írlands, sem er á leið úr ESB. Þá sagði May að breytingarnar fælu í sér að þingmenn myndu hafa meira að segja en áður um samningaviðræður um framtíðartengsl Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hét því að kynna þessar breytingar á næstunni. Varaði hún við því að enginn myndi vita hvað væri í vændum myndu þingmenn hafna samningnum en Bretland mun yfirgefa ESB þann 29. mars næstkomandi, hvort sem að samningar nást eða ekki. Aukinn þrýstingur er á í Bretlandi að haldinn verði önnur atkvæðagreiðsla um hvort Bretland eigi að vera áfram í ESB eða ekki. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem YouGov framkvæmdi sýna að 41 prósent kjósenda vill að almenningur fái að ákveða hvort af verði af Brexit eða ekki, 36 prósent vilja að þingið ákveði það. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25 Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29 Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni „klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku. Atkvæðagreiðslunni var frestað á síðustu stundu í desember þar sem ljóst þótti að samningurinn yrði ekki samþykktur. Í nóvember kynnti May samning sem náðst hafði á milli yfirvalda í Bretlandi og Evrópusambandandsins um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB. Samningurinn féll hins vegar í grýttan jarðveg á meðal harðlínumanna í Íhaldsflokknum sem og fjölda þingmanna Verkamannaflokksins.Þrátt fyrir að May hafi staðið af sér vantrauststillögu samflokksmanna í Íhaldsflokknum þótti ljóst að nægjanlegur fjöldi þingmanna myndi ekki samþykkja samninginn. Var atkvæðagreiðslunni því frestað fram á nýtt ár og er líklegt að hún verði haldin 14. eða 15. janúar næstkomandi.Könnun sýnir að fleiri vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðsluÍ viðtali við BBC sagðist May vongóð um að hún gæti tryggt sér stuðning nægjanlegs fjölda þingmanna til að styðja samninginn. Ekki síst í ljósi þess að ESB hefði samþykkt ýmsar breytingar á samningnum sem þingmenn höfðu efasemdir um. Er þar um að ræða framtíðartillhögun landamæra Írlands, sem er í ESB, og N-Írlands, sem er á leið úr ESB. Þá sagði May að breytingarnar fælu í sér að þingmenn myndu hafa meira að segja en áður um samningaviðræður um framtíðartengsl Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hét því að kynna þessar breytingar á næstunni. Varaði hún við því að enginn myndi vita hvað væri í vændum myndu þingmenn hafna samningnum en Bretland mun yfirgefa ESB þann 29. mars næstkomandi, hvort sem að samningar nást eða ekki. Aukinn þrýstingur er á í Bretlandi að haldinn verði önnur atkvæðagreiðsla um hvort Bretland eigi að vera áfram í ESB eða ekki. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem YouGov framkvæmdi sýna að 41 prósent kjósenda vill að almenningur fái að ákveða hvort af verði af Brexit eða ekki, 36 prósent vilja að þingið ákveði það.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25 Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29 Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25
Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29
Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40