Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir Vestfirði, Norðurland og Miðhálendið þar sem gera á suðvestan hríð í kvöld og í nótt fram á morgundaginn. Spáð er vindhraða á bilinu 15-23 metrum á sekúndu og hvössum vindhviðum sem geta farið upp í allt að 35 metra á sekúndu við fjöll.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við talsverðum éljagangi með skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Líklegt sé að truflun verði á samgöngum og ferðalöngum bent á að sýna aðgát.
Víða er gert ráð fyrir éljum en léttskýjað á að vera austanlands. Síðdegis á morgun á að draga úr vindi og éljum en slyddu er spáð sunnan og vestantil annað kvöld. Hiti verður í kringum frostmark.

