Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2019 22:44 Pence varaforseti (f.m.), Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra (t.v.) og Ja'Ron Smith, ráðgjafi Trump forseta, yfirgefa fund með fulltrúum demókrata í dag. Vísir/EPA Þriggja klukkustunda langur viðræðufundur Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna og aðstoðarmanna leiðtoga á Bandaríkjaþingi um opna alríkisstofnanir virðist engan árangur hafa borið. Ekki hefur tekist að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur stofnanna vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu til umdeilds landamæramúrs. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur nú verið lokaður í tvær vikur. Ástæðan er sú að Donald Trump forseti sagðist myndu beita neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um til að fjármagna rekstur þeirra tímabundið fyrir jól. Síðan þá hafa demókratar tekið við meirihluta í fulltrúadeildinni. Þar strandar á kröfu forsetans rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar hafa þvertekið fyrir að veita fé til múrsins. Trump hótaði því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust.Washington Post segir að Pence hafi ekki haft umboð til að leggja til nýjar hugmyndir eða upphæðir á fundinum í dag. Því hafi litlar væntingar verið gerðar til hans. Fulltrúar flokkanna ætla að funda aftur á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Demókratar í fulltrúadeildinni samþykktu útgjaldafrumvörp til að opna flestar alríkisstofnanir sem eru lokaðar í vikunni. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, vill hins vegar ekki taka nein frumvörp til umræðu nema ljóst sé að forsetinn sé tilbúinn að staðfesta þau sem lög. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heldur sig á Twitter og aðstoðarmenn telja það jákvætt Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. 30. desember 2018 09:36 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Sjá meira
Þriggja klukkustunda langur viðræðufundur Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna og aðstoðarmanna leiðtoga á Bandaríkjaþingi um opna alríkisstofnanir virðist engan árangur hafa borið. Ekki hefur tekist að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur stofnanna vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu til umdeilds landamæramúrs. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur nú verið lokaður í tvær vikur. Ástæðan er sú að Donald Trump forseti sagðist myndu beita neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um til að fjármagna rekstur þeirra tímabundið fyrir jól. Síðan þá hafa demókratar tekið við meirihluta í fulltrúadeildinni. Þar strandar á kröfu forsetans rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar hafa þvertekið fyrir að veita fé til múrsins. Trump hótaði því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust.Washington Post segir að Pence hafi ekki haft umboð til að leggja til nýjar hugmyndir eða upphæðir á fundinum í dag. Því hafi litlar væntingar verið gerðar til hans. Fulltrúar flokkanna ætla að funda aftur á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Demókratar í fulltrúadeildinni samþykktu útgjaldafrumvörp til að opna flestar alríkisstofnanir sem eru lokaðar í vikunni. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, vill hins vegar ekki taka nein frumvörp til umræðu nema ljóst sé að forsetinn sé tilbúinn að staðfesta þau sem lög.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heldur sig á Twitter og aðstoðarmenn telja það jákvætt Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. 30. desember 2018 09:36 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Sjá meira
Heldur sig á Twitter og aðstoðarmenn telja það jákvætt Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. 30. desember 2018 09:36
Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23
Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30