Darius Perkins, sem þekktastur var fyrir að leika Scott Robinson í Nágrönnum er látinn 54 ára að aldri.
Perkins lék hlutverk Scott Robinson í fyrstu þáttaröð Nágranna en vera hans á Ramsay Street var ekki löng. Vegna ósættis við leikstjóra og hegðunar Perkins var honum gert að hætta og Jason Donovan tók við hlutverki Robinson.
Perkins, sem einnig lék í sápuóperunni Home and Away sem sett var til höfuðs Nágrönnum hafði háð baráttu við krabbamein. Perkins lést af völdum krabbameinsins 2. janúar síðastliðinn
Darius Perkins úr Neighbours látinn
Andri Eysteinsson skrifar
