Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 6. janúar 2019 21:45 vísir/bára Valur vann Hauka 102-92 í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var á Ásvöllum en með sigrinum ná Valsmenn níunda sæti í deildinni en Haukar fara niður í tíunda sæti. Þessi lið eru með jafn marga sigra og því var þetta algjör fjögurra stiga leikur. Valsmenn komu betur inn í leikinn en voru fljótlega komnir yfir 15-7. Kendall Anthony var stórkostlegur í fyrsta leikhluta en hann skoraði 10 stig og var með 5 stoðsendingar. Haukarnir réðu ekkert við Kendall og það hjálpaði liðsfélögum hans klárlega sóknarlega hvað hann dró mikla athygli. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-31 fyrir Val. Annar leikhluti var svipaður þeim fyrsta en Haukar réðu lítið við Kendall sem skoraði 10 stig í viðbót. Russell Woods leikmaður Hauka stimplaði sig inn í deildina með 8 stig í öðrum leikhluta eftir að skora einungis eina körfu í þeim fyrsta. Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var ekki ánægður með hvernig hans menn voru að stíga út en Valsmenn náðu 6 sóknarfráköstum í leikhlutanum og skoraði úr þeim auka sóknum 10 stig stig. Benedikt Blöndal fyrirliði Vals var fremstur í flokki í fráköstunum en hann náði í þrjú sóknar fráköst á stuttum tíma. Staðan í hálfleik 45-58 fyrir Val. Liðin skiptust á körfum í upphafi þriðja leikhluta. Um miðjan þriðja leikhluta kom hinsvegar smá áhlaup frá Haukunum og þeir náðu að minnka muninn niður í 6 stig í lok leikhlutans. Haukarnir fóru að setja niður þriggja stiga skotin sín og fóru að hirða sóknarfráköst eins og Valsmenn gerðu í fyrri hálfleik. Einungis sex stig á milli liðanna með einn leikhluta eftir og sást vel að það stefndi í spennuleik. Staðan eftir þriðja leikhluta var 72-78 fyrir Val. Haukar byrjuðu fjórða leikhluta vel og jöfnuðu leikinn 78-78 mjög fljótlega og Gústi neyddist til að taka leikhlé. Eftir leikhléið náðu Valsmenn aftur einbeitingunni og unnu leikinn 24-14. Valsmenn voru rólegri í mikilvægu sóknunum og náðu að finna betri færi. Gunnar Ingi Harðarson skoraði fimm stig í röð í stöðinni 87-88 og eftir það fór forysta Vals aldrei undir fimm stig. Undir lokin breyttist markmið liðanna svo aðeins þegar það sást að Valsmenn væru búnir að vinna leikinn. Þá áttuðu þjálfararnir sig á að Valsmenn gætu náð innbyrðisviðureignum yfir Hauka ef þú myndu vinna með 8 stigum eða meira. Báðir þjálfararnir tóku leikhlé í lokamínútunni til að teikna upp kerfi sem áttu að vinna inn innbyrðisviðureignina. Valsmenn náðu að klára sínar sóknir en ekki Haukar og því er Valur í níunda sæti deildarinnar en Haukar í tíunda.Af hverju vann Valur? Haukar mættu alls ekki tilbúnir til leiks í kvöld. Varnarleikurinn þeirra var mjög slakur og Valsmenn nýttu það vel. Sóknarleikur Hauka var á köflum tilviljanakenndur og menn voru að taka skot óþarflega snemma en Valsmenn lokuðu líka nokkuð vel á Haukana.Hverjar stóðu upp úr? Kendall Anthony Lamont er á leið til Frakklands og deildin er verri fyrir vikið. Gæinn er búinn að vera gjörsamlega geggjaður síðan að hann klæddi sig fyrst í Valstreyjuna og leikurinn í kvöld var engin undantekning. Kendall var allt í öllu í sóknarleik Vals í kvöld og skoraði 38 stig auk þess að vera með 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Risarnir tveir í teignum hjá Val, Ragnar Ágúst Nathaníelsson og Illugi Auðunsson voru flottir í kvöld. Báðir voru sterkir í fráköstum og lokuðu teignum vel varnarlega. Einnig voru þeir drjúgir nálægt körfunni sóknarlega og skoruðu samtals 24 stigum. Kristinn Marinósson var bestur í liði Hauka, hann skoraði 11 stig og kom með ágætis baráttu inn af bekknum.Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka var virkilega slæmur í dag. Þrátt fyrir að nýji leikmaður þeirra Russell Woods Jr. hafi skilað ágætis tölum sóknarlega verður að setja spurningarmerki við varnarleikinn hjá honum. Valsmenn komust alltof auðveldlega framhjá honum í teignum og hann átti erfitt með að safna fráköstum. Valsmenn voru með nokkuð góða forystu í miðjum þriðja leikhluta en köstuðu henni síðan frá sér. Valsmenn hafa verið dálítið í þessu að kasta frá sér forystum í vetur og er áhyggjuefni fyrir þá ef þeir ætla að halda því áfram.Tölfræði sem vakti athygli 38 stig og 32 framlagsstig hjá Kendall Anthony Lamont. Í þessum 8 leikjum sem spilaði í þessari deild var hann mesti maður deildarinnar. Það verður gríðarlega athyglisvert að fylgjast með hvort Valsmenn geti fundið leikmann til að fylla skarðið sem hann skilur eftir sig.Hvað gerist næst? Valsmenn eru að fara í skemmtilega rútuferð í Skagafjörðinn á fimmtudaginn. Haukarnir fara í Breiðholtið næsta föstudagskvöld þar sem þeir heimsækja ÍR. Sá leikur hefst klukkan 18:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Gústi: Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í deildinni í mörg ár „Spiluðum bara nokkuð vel á köflum. Síðustu mínúturnar í fjórða leikhluta fannst mér við vera að spila bara nokkuð fína vörn en hún var ekki alveg nógu góð hjá okkur í byrjun fjórða leikhluta,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals eftir leik kvöldsins. Illugi Auðunsson leikmaður Vals er búinn að vera meiddur mikið síðastliðin ár. Hann puttabrottnaði eftir fyrsta leikinn á þessu tímabili og er búinn að spila lítið fyrir Val það sem af er á tímabili. Gústi var eins og við mætti búast ánægður að fá flotta frammistöðu frá Illuga í kvöld. „Illugi er náttúrulega rosalega stór karakter. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli núna í einhver tvö ár. Hann sleit krossbönd og síðan brýtur hann fingur í fyrsta leik á tímabilinu gegn Haukum. Það er auðvitað erfitt að missa menn út en það kemur maður í manns stað. Við erum án Aleks í kvöld og Will er meiddur. Það kemur maður í manns stað og aðrir stíga upp.” Valur vann leikinn með 10 stigum og ná þannig innbyrðis viðureignum yfir Hauka en liðin eru nú jöfn í níunda sæti deildarinnar með 4 sigra. „Þessi sigur gefur okkur náttúrulega fyrst og fremst tvö stig en einnig innbyrðis en þessi lið eru hlið við hlið í töflunni svo nú erum við komnir fyrir ofan þá svo þetta skiptir rosalega miklu máli. Þetta getur talið rosa mikið í lokinn en við þurfum bara að klára okkar leiki. Það er náttúrulega fullt eftir, alveg tíu leikir. Maður veit ekki hvað þetta mun þýða nákvæmlega.” Körfuknattleiksdeild birti yfirlýsingu stuttu fyrir leik á Facebook um að Kendall Anthony væri á leiðinni frá liðinu. „Það er rétt að þetta er síðasti leikurinn hans Kendall. Við komumst að samkomulagi við lið í Frakklandi. Það er frábært tækifæri fyrir hann en auðvitað mikill missir fyrir okkur. Það er ekki hægt að standa í vegi fyrir svona tækifæri fyrir hann að fá að fara þangað. Við fáum nýjan mann núna sem verður vonandi klár fyrir næsta leik.” Er ekkert sérstakt komið í ljós varðandi nýjan mann í staðinn fyrir Kendall? „Nei við vitum lítið, það verður kannski bara að skoða það betur eftir næsta leik. Hann verður náttúrulega að fá einhverja leiki til að aðlagast liðinu og við honum en þetta er náttúrulega stórt skarð sem Kendall skilur eftir sig.” „Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í Dominos-deildinni í mörg ár.” Er eitthvað annað að frétta af leikmannamálum í þessum félagsskiptaglugga? „Það verður bara að koma í ljós. Ég veit það ekki alveg sjálfur. Will er búinn að glíma við meiðsli. Við vitum ekki hversu alvarleg þau eru. Hann er búinn að vera núna frá í nokkrar vikur.”Ívar: Barátta og vilji sem var ekki til staðar „Við byrjuðum eins og ég veit ekki hvað. Við vorum slakir varnarlega og sóknarlega var eins og allir ætluðu sér bara að vinna heiminn. Við vorum bara ekki góðir og fyrri hálfleikur var sérstaklega slakur. Við gáfum þeim trúnna, við lentum í hverri einustu hindrun. Þeir náðu fleiri fráköstum en við í fyrri hálfleik og það lýsir baráttunni.” „Það skipti engu máli hindrun hjá þeim við lentum í þeim öllum. Það lýsir vilja og baráttu og þessi atriði voru ekki til staðar í fyrri hálfleik,” sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka eftir leik kvöldsins.” Haukar voru undir með þrettán stigum í hálfleik en náði undir lok þriðja leikhluta að minnka muninn og síðan jafna leikinn í fjórða leikhluta. Ívar var ánægður með áhlaupið en ekki það sem gerðist eftir að Haukarnir jöfnuðu. „Við gerðum gott á hlaup í þriðja leikhluta, þar vorum við að leggja okkur fram og berjast. Fundum flæði í sókninni, fundum góð skot en svo um leið og þeir tóku leikhlé þar sem við tölum um að við þurfum að vera skynsamir í sókninni og láta boltann ganga þá ætla sér allir aftur að vinna heiminn.” Ívar bauð uppá þessar skýringar fyrir áhlaupinu og því sem tók við. „Við fórum að taka fráköst. Hjálmar dekkaði Kendall mjög vel í seinni hálfleik en hann dekkaði hann líka aðeins í öðrum leikhluta. Það var góð ákvörðun að láta hann dekka Kendall. Við fengum meiri baráttu í þriðja leikhluta sum um leið og við vorum komnir yfir datt niður. Svo vinna þeir leikinn eftir það.” Aleks Simeonov leikmaður Vals var í leikbanni í kvöld fyrir brot í leik Vals og Skallagríms fyrir áramót. „Ég held að leikmenn hafi haldið það að af því að það vantaði einn leikmann hjá þeim yrði þetta auðvelt. Russell Woods Jr. spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Hauka. Woods skoraði 20 stig og tók 5 fráköst í leiknum. „Hann þarf að bæta varnarfærslurnar sínar og hann þarf að taka fleiri fráköst. Sóknarlega er hann fínn en ég hefði viljað sjá bara miklu fleiri fráköst hjá honum. Menn keyrðu bara framhjá honum og skoruðu yfir hann. Þetta er það stór strákur að hann hefði alveg getað varið nokkur skot í kvöld.” „Hann lét Ragga bara lýta vel út. Ég hafði áhyggjur af því fyrir leik leikinn að hann væri ekki alveg nógu góður varnarlega. Ég hefði bara viljað sjá aðeins meiri baráttu frá öllum í kvöld.” Ori Garmizo var einnig að spila sinn fyrsta leik fyrir Haukana hér í kvöld. „Hann var svona svipaður og ég var búinn að búast við. Hann leggur sig fram og hann var inná þegar við vorum að ná þessu áhlaupi. Dominos-deild karla
Valur vann Hauka 102-92 í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var á Ásvöllum en með sigrinum ná Valsmenn níunda sæti í deildinni en Haukar fara niður í tíunda sæti. Þessi lið eru með jafn marga sigra og því var þetta algjör fjögurra stiga leikur. Valsmenn komu betur inn í leikinn en voru fljótlega komnir yfir 15-7. Kendall Anthony var stórkostlegur í fyrsta leikhluta en hann skoraði 10 stig og var með 5 stoðsendingar. Haukarnir réðu ekkert við Kendall og það hjálpaði liðsfélögum hans klárlega sóknarlega hvað hann dró mikla athygli. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-31 fyrir Val. Annar leikhluti var svipaður þeim fyrsta en Haukar réðu lítið við Kendall sem skoraði 10 stig í viðbót. Russell Woods leikmaður Hauka stimplaði sig inn í deildina með 8 stig í öðrum leikhluta eftir að skora einungis eina körfu í þeim fyrsta. Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var ekki ánægður með hvernig hans menn voru að stíga út en Valsmenn náðu 6 sóknarfráköstum í leikhlutanum og skoraði úr þeim auka sóknum 10 stig stig. Benedikt Blöndal fyrirliði Vals var fremstur í flokki í fráköstunum en hann náði í þrjú sóknar fráköst á stuttum tíma. Staðan í hálfleik 45-58 fyrir Val. Liðin skiptust á körfum í upphafi þriðja leikhluta. Um miðjan þriðja leikhluta kom hinsvegar smá áhlaup frá Haukunum og þeir náðu að minnka muninn niður í 6 stig í lok leikhlutans. Haukarnir fóru að setja niður þriggja stiga skotin sín og fóru að hirða sóknarfráköst eins og Valsmenn gerðu í fyrri hálfleik. Einungis sex stig á milli liðanna með einn leikhluta eftir og sást vel að það stefndi í spennuleik. Staðan eftir þriðja leikhluta var 72-78 fyrir Val. Haukar byrjuðu fjórða leikhluta vel og jöfnuðu leikinn 78-78 mjög fljótlega og Gústi neyddist til að taka leikhlé. Eftir leikhléið náðu Valsmenn aftur einbeitingunni og unnu leikinn 24-14. Valsmenn voru rólegri í mikilvægu sóknunum og náðu að finna betri færi. Gunnar Ingi Harðarson skoraði fimm stig í röð í stöðinni 87-88 og eftir það fór forysta Vals aldrei undir fimm stig. Undir lokin breyttist markmið liðanna svo aðeins þegar það sást að Valsmenn væru búnir að vinna leikinn. Þá áttuðu þjálfararnir sig á að Valsmenn gætu náð innbyrðisviðureignum yfir Hauka ef þú myndu vinna með 8 stigum eða meira. Báðir þjálfararnir tóku leikhlé í lokamínútunni til að teikna upp kerfi sem áttu að vinna inn innbyrðisviðureignina. Valsmenn náðu að klára sínar sóknir en ekki Haukar og því er Valur í níunda sæti deildarinnar en Haukar í tíunda.Af hverju vann Valur? Haukar mættu alls ekki tilbúnir til leiks í kvöld. Varnarleikurinn þeirra var mjög slakur og Valsmenn nýttu það vel. Sóknarleikur Hauka var á köflum tilviljanakenndur og menn voru að taka skot óþarflega snemma en Valsmenn lokuðu líka nokkuð vel á Haukana.Hverjar stóðu upp úr? Kendall Anthony Lamont er á leið til Frakklands og deildin er verri fyrir vikið. Gæinn er búinn að vera gjörsamlega geggjaður síðan að hann klæddi sig fyrst í Valstreyjuna og leikurinn í kvöld var engin undantekning. Kendall var allt í öllu í sóknarleik Vals í kvöld og skoraði 38 stig auk þess að vera með 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Risarnir tveir í teignum hjá Val, Ragnar Ágúst Nathaníelsson og Illugi Auðunsson voru flottir í kvöld. Báðir voru sterkir í fráköstum og lokuðu teignum vel varnarlega. Einnig voru þeir drjúgir nálægt körfunni sóknarlega og skoruðu samtals 24 stigum. Kristinn Marinósson var bestur í liði Hauka, hann skoraði 11 stig og kom með ágætis baráttu inn af bekknum.Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka var virkilega slæmur í dag. Þrátt fyrir að nýji leikmaður þeirra Russell Woods Jr. hafi skilað ágætis tölum sóknarlega verður að setja spurningarmerki við varnarleikinn hjá honum. Valsmenn komust alltof auðveldlega framhjá honum í teignum og hann átti erfitt með að safna fráköstum. Valsmenn voru með nokkuð góða forystu í miðjum þriðja leikhluta en köstuðu henni síðan frá sér. Valsmenn hafa verið dálítið í þessu að kasta frá sér forystum í vetur og er áhyggjuefni fyrir þá ef þeir ætla að halda því áfram.Tölfræði sem vakti athygli 38 stig og 32 framlagsstig hjá Kendall Anthony Lamont. Í þessum 8 leikjum sem spilaði í þessari deild var hann mesti maður deildarinnar. Það verður gríðarlega athyglisvert að fylgjast með hvort Valsmenn geti fundið leikmann til að fylla skarðið sem hann skilur eftir sig.Hvað gerist næst? Valsmenn eru að fara í skemmtilega rútuferð í Skagafjörðinn á fimmtudaginn. Haukarnir fara í Breiðholtið næsta föstudagskvöld þar sem þeir heimsækja ÍR. Sá leikur hefst klukkan 18:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Gústi: Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í deildinni í mörg ár „Spiluðum bara nokkuð vel á köflum. Síðustu mínúturnar í fjórða leikhluta fannst mér við vera að spila bara nokkuð fína vörn en hún var ekki alveg nógu góð hjá okkur í byrjun fjórða leikhluta,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals eftir leik kvöldsins. Illugi Auðunsson leikmaður Vals er búinn að vera meiddur mikið síðastliðin ár. Hann puttabrottnaði eftir fyrsta leikinn á þessu tímabili og er búinn að spila lítið fyrir Val það sem af er á tímabili. Gústi var eins og við mætti búast ánægður að fá flotta frammistöðu frá Illuga í kvöld. „Illugi er náttúrulega rosalega stór karakter. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli núna í einhver tvö ár. Hann sleit krossbönd og síðan brýtur hann fingur í fyrsta leik á tímabilinu gegn Haukum. Það er auðvitað erfitt að missa menn út en það kemur maður í manns stað. Við erum án Aleks í kvöld og Will er meiddur. Það kemur maður í manns stað og aðrir stíga upp.” Valur vann leikinn með 10 stigum og ná þannig innbyrðis viðureignum yfir Hauka en liðin eru nú jöfn í níunda sæti deildarinnar með 4 sigra. „Þessi sigur gefur okkur náttúrulega fyrst og fremst tvö stig en einnig innbyrðis en þessi lið eru hlið við hlið í töflunni svo nú erum við komnir fyrir ofan þá svo þetta skiptir rosalega miklu máli. Þetta getur talið rosa mikið í lokinn en við þurfum bara að klára okkar leiki. Það er náttúrulega fullt eftir, alveg tíu leikir. Maður veit ekki hvað þetta mun þýða nákvæmlega.” Körfuknattleiksdeild birti yfirlýsingu stuttu fyrir leik á Facebook um að Kendall Anthony væri á leiðinni frá liðinu. „Það er rétt að þetta er síðasti leikurinn hans Kendall. Við komumst að samkomulagi við lið í Frakklandi. Það er frábært tækifæri fyrir hann en auðvitað mikill missir fyrir okkur. Það er ekki hægt að standa í vegi fyrir svona tækifæri fyrir hann að fá að fara þangað. Við fáum nýjan mann núna sem verður vonandi klár fyrir næsta leik.” Er ekkert sérstakt komið í ljós varðandi nýjan mann í staðinn fyrir Kendall? „Nei við vitum lítið, það verður kannski bara að skoða það betur eftir næsta leik. Hann verður náttúrulega að fá einhverja leiki til að aðlagast liðinu og við honum en þetta er náttúrulega stórt skarð sem Kendall skilur eftir sig.” „Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í Dominos-deildinni í mörg ár.” Er eitthvað annað að frétta af leikmannamálum í þessum félagsskiptaglugga? „Það verður bara að koma í ljós. Ég veit það ekki alveg sjálfur. Will er búinn að glíma við meiðsli. Við vitum ekki hversu alvarleg þau eru. Hann er búinn að vera núna frá í nokkrar vikur.”Ívar: Barátta og vilji sem var ekki til staðar „Við byrjuðum eins og ég veit ekki hvað. Við vorum slakir varnarlega og sóknarlega var eins og allir ætluðu sér bara að vinna heiminn. Við vorum bara ekki góðir og fyrri hálfleikur var sérstaklega slakur. Við gáfum þeim trúnna, við lentum í hverri einustu hindrun. Þeir náðu fleiri fráköstum en við í fyrri hálfleik og það lýsir baráttunni.” „Það skipti engu máli hindrun hjá þeim við lentum í þeim öllum. Það lýsir vilja og baráttu og þessi atriði voru ekki til staðar í fyrri hálfleik,” sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka eftir leik kvöldsins.” Haukar voru undir með þrettán stigum í hálfleik en náði undir lok þriðja leikhluta að minnka muninn og síðan jafna leikinn í fjórða leikhluta. Ívar var ánægður með áhlaupið en ekki það sem gerðist eftir að Haukarnir jöfnuðu. „Við gerðum gott á hlaup í þriðja leikhluta, þar vorum við að leggja okkur fram og berjast. Fundum flæði í sókninni, fundum góð skot en svo um leið og þeir tóku leikhlé þar sem við tölum um að við þurfum að vera skynsamir í sókninni og láta boltann ganga þá ætla sér allir aftur að vinna heiminn.” Ívar bauð uppá þessar skýringar fyrir áhlaupinu og því sem tók við. „Við fórum að taka fráköst. Hjálmar dekkaði Kendall mjög vel í seinni hálfleik en hann dekkaði hann líka aðeins í öðrum leikhluta. Það var góð ákvörðun að láta hann dekka Kendall. Við fengum meiri baráttu í þriðja leikhluta sum um leið og við vorum komnir yfir datt niður. Svo vinna þeir leikinn eftir það.” Aleks Simeonov leikmaður Vals var í leikbanni í kvöld fyrir brot í leik Vals og Skallagríms fyrir áramót. „Ég held að leikmenn hafi haldið það að af því að það vantaði einn leikmann hjá þeim yrði þetta auðvelt. Russell Woods Jr. spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Hauka. Woods skoraði 20 stig og tók 5 fráköst í leiknum. „Hann þarf að bæta varnarfærslurnar sínar og hann þarf að taka fleiri fráköst. Sóknarlega er hann fínn en ég hefði viljað sjá bara miklu fleiri fráköst hjá honum. Menn keyrðu bara framhjá honum og skoruðu yfir hann. Þetta er það stór strákur að hann hefði alveg getað varið nokkur skot í kvöld.” „Hann lét Ragga bara lýta vel út. Ég hafði áhyggjur af því fyrir leik leikinn að hann væri ekki alveg nógu góður varnarlega. Ég hefði bara viljað sjá aðeins meiri baráttu frá öllum í kvöld.” Ori Garmizo var einnig að spila sinn fyrsta leik fyrir Haukana hér í kvöld. „Hann var svona svipaður og ég var búinn að búast við. Hann leggur sig fram og hann var inná þegar við vorum að ná þessu áhlaupi.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum