Dularfulla legsteinahvarfið enn óupplýst Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2019 10:12 Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði er enn ófundinn. Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði úti á Álftanesi er enn ófundinn. Vísir greindi frá þessu furðulega máli skömmu fyrir hátíðarnar en þegar fjölskylda vildi vitja grafar Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar. Þá kom í ljós að steinninn, sem vegur 180 kíló, var horfinn. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ sagði Einar Atli Júlíusson sölumaður, bróðir Lárusar Viðars. Hann og fjölskyldan höfðu þá leitað af sér allan grun, allra eðlilegra hugsanlegra skýringa á hinu dularfulla hvarfi áður en þau kærðu málið til lögreglu og auglýstu eftir steininum. Einar Atli telur ljóst að það þurfi verulega sjúkan huga til að standa í því að nema á brott legsteina úr kirkjugörðum. Einar Atli segir að ekkert hafi komið í ljós varðandi hinn horfna stein en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. „Þetta er dapurlegt mál,“ segir Einar Atli og bendir á að það hafi komið upp skömmu fyrir hátíðar sem gerir rannsókn málsins erfiðari viðureignar. Hann segir jafnframt furðulegt að steinninn skuli enn ófundinn, hann er fyrirferðarmikill og einhvers staðar þurfi að koma honum fyrir. Steinninn var keyptur hjá Granítsteinum, en þeir þar hafa farið á vettvang og skoðað aðstæður. Að sögn Einars Atla telja þeir engum blöðum um það að fletta að það hafi þurft sérstök tæki og bíl til að fjarlægja steininn. Málið vakti mikla athygli og Einari og fjölskyldu hafa borist, af góðum hug, margvísleg skilaboð en engin sem að gagni hafa komið. „Fólk er með ónot vegna þessa, hefur farið fyrr til að vitja leiða ættingja af ótta við að hugsanlega sé búið að nema steina á brott,“ segir Einar Atli. Garðabær Lögreglumál Tengdar fréttir Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði úti á Álftanesi er enn ófundinn. Vísir greindi frá þessu furðulega máli skömmu fyrir hátíðarnar en þegar fjölskylda vildi vitja grafar Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar. Þá kom í ljós að steinninn, sem vegur 180 kíló, var horfinn. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ sagði Einar Atli Júlíusson sölumaður, bróðir Lárusar Viðars. Hann og fjölskyldan höfðu þá leitað af sér allan grun, allra eðlilegra hugsanlegra skýringa á hinu dularfulla hvarfi áður en þau kærðu málið til lögreglu og auglýstu eftir steininum. Einar Atli telur ljóst að það þurfi verulega sjúkan huga til að standa í því að nema á brott legsteina úr kirkjugörðum. Einar Atli segir að ekkert hafi komið í ljós varðandi hinn horfna stein en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. „Þetta er dapurlegt mál,“ segir Einar Atli og bendir á að það hafi komið upp skömmu fyrir hátíðar sem gerir rannsókn málsins erfiðari viðureignar. Hann segir jafnframt furðulegt að steinninn skuli enn ófundinn, hann er fyrirferðarmikill og einhvers staðar þurfi að koma honum fyrir. Steinninn var keyptur hjá Granítsteinum, en þeir þar hafa farið á vettvang og skoðað aðstæður. Að sögn Einars Atla telja þeir engum blöðum um það að fletta að það hafi þurft sérstök tæki og bíl til að fjarlægja steininn. Málið vakti mikla athygli og Einari og fjölskyldu hafa borist, af góðum hug, margvísleg skilaboð en engin sem að gagni hafa komið. „Fólk er með ónot vegna þessa, hefur farið fyrr til að vitja leiða ættingja af ótta við að hugsanlega sé búið að nema steina á brott,“ segir Einar Atli.
Garðabær Lögreglumál Tengdar fréttir Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30