Dularfulla legsteinahvarfið enn óupplýst Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2019 10:12 Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði er enn ófundinn. Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði úti á Álftanesi er enn ófundinn. Vísir greindi frá þessu furðulega máli skömmu fyrir hátíðarnar en þegar fjölskylda vildi vitja grafar Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar. Þá kom í ljós að steinninn, sem vegur 180 kíló, var horfinn. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ sagði Einar Atli Júlíusson sölumaður, bróðir Lárusar Viðars. Hann og fjölskyldan höfðu þá leitað af sér allan grun, allra eðlilegra hugsanlegra skýringa á hinu dularfulla hvarfi áður en þau kærðu málið til lögreglu og auglýstu eftir steininum. Einar Atli telur ljóst að það þurfi verulega sjúkan huga til að standa í því að nema á brott legsteina úr kirkjugörðum. Einar Atli segir að ekkert hafi komið í ljós varðandi hinn horfna stein en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. „Þetta er dapurlegt mál,“ segir Einar Atli og bendir á að það hafi komið upp skömmu fyrir hátíðar sem gerir rannsókn málsins erfiðari viðureignar. Hann segir jafnframt furðulegt að steinninn skuli enn ófundinn, hann er fyrirferðarmikill og einhvers staðar þurfi að koma honum fyrir. Steinninn var keyptur hjá Granítsteinum, en þeir þar hafa farið á vettvang og skoðað aðstæður. Að sögn Einars Atla telja þeir engum blöðum um það að fletta að það hafi þurft sérstök tæki og bíl til að fjarlægja steininn. Málið vakti mikla athygli og Einari og fjölskyldu hafa borist, af góðum hug, margvísleg skilaboð en engin sem að gagni hafa komið. „Fólk er með ónot vegna þessa, hefur farið fyrr til að vitja leiða ættingja af ótta við að hugsanlega sé búið að nema steina á brott,“ segir Einar Atli. Garðabær Lögreglumál Tengdar fréttir Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði úti á Álftanesi er enn ófundinn. Vísir greindi frá þessu furðulega máli skömmu fyrir hátíðarnar en þegar fjölskylda vildi vitja grafar Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar. Þá kom í ljós að steinninn, sem vegur 180 kíló, var horfinn. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ sagði Einar Atli Júlíusson sölumaður, bróðir Lárusar Viðars. Hann og fjölskyldan höfðu þá leitað af sér allan grun, allra eðlilegra hugsanlegra skýringa á hinu dularfulla hvarfi áður en þau kærðu málið til lögreglu og auglýstu eftir steininum. Einar Atli telur ljóst að það þurfi verulega sjúkan huga til að standa í því að nema á brott legsteina úr kirkjugörðum. Einar Atli segir að ekkert hafi komið í ljós varðandi hinn horfna stein en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. „Þetta er dapurlegt mál,“ segir Einar Atli og bendir á að það hafi komið upp skömmu fyrir hátíðar sem gerir rannsókn málsins erfiðari viðureignar. Hann segir jafnframt furðulegt að steinninn skuli enn ófundinn, hann er fyrirferðarmikill og einhvers staðar þurfi að koma honum fyrir. Steinninn var keyptur hjá Granítsteinum, en þeir þar hafa farið á vettvang og skoðað aðstæður. Að sögn Einars Atla telja þeir engum blöðum um það að fletta að það hafi þurft sérstök tæki og bíl til að fjarlægja steininn. Málið vakti mikla athygli og Einari og fjölskyldu hafa borist, af góðum hug, margvísleg skilaboð en engin sem að gagni hafa komið. „Fólk er með ónot vegna þessa, hefur farið fyrr til að vitja leiða ættingja af ótta við að hugsanlega sé búið að nema steina á brott,“ segir Einar Atli.
Garðabær Lögreglumál Tengdar fréttir Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30