Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Kristján Már Unnarsson skrifar 3. janúar 2019 21:15 Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust. Grafík/Vegagerðin. Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. Ráðamenn annarra sveitarfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum óttast að slík niðurstaða þýði minnst fjögurra ára töf. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Vísir/Egill AðalsteinssonÞolinmæði Vestfirðinga að þurfa að búa áfram við þjóðveg eins og þann um Ódrjúgsháls er löngu brostin og svo uggandi eru ráðamenn Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps um þróun málsins að þeir báðu um sérstakan fund með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, sem fram fór í dag. „Okkur er fúlasta alvara. Það er bara þannig. Við getum ekki látið bjóða okkur þetta lengur. Þetta er bara skýrt. Okkur vantar veg og við þurfum veg strax,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar.Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, og formaður samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hreppsnefnd Reykhólahrepps stefnir að því á fundi þann 16. janúar að velja á milli ÞH-leiðar um Teigsskóg og R-leiðar með stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar og bendir flest til þess að Reykhólamenn velji R-leiðina. „Mér finnst það líklegra en það liggur alls ekki fyrir og sveitarstjórn á eftir að taka endanlega afstöðu,“ segir Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Fulltrúar Reykhólahrepps mættu fyrir þingnefndina til að færa rök fyrir því hversvegna hreppsnefndin stefnir að því velja R-leið fram yfir Teigsskógarleið, sem fyrri hreppsnefndir höfðu áður samþykkt. „Við erum bara miður okkar. Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vitum það bara af reynslu að við erum að tala um lágmark fjögur ár í skipulagsferli, umhverfismat, kæruferli, eignarnám,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þá er ljóst að tímafaktorinn er kominn algerlega upp í loft,“ segir Iða Marsibil. „Ég held að það sé rangt, eftir að hafa skoðað málin. Ég held að það sé hægt að ljúka R-leiðinni á ca þremur árum, hugsanlega fjórum árum. Sama gildir um ÞH-leiðina. Ég held það taki álíka tíma,“ segir Tryggvi.Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Þrír fulltrúar Reykhólahrepps til hægri.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Reykhólamenn eru sakaðir um að taka eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni annarra Vestfirðinga með því að láta þjóðveginn fara um Reykhóla. „Þarna var einungis litið til hagsmuna þeirra sem búa á Reykhólum eða þar í sveitinni. Og hvenær eru minni hagsmunir meiri?,“ spyr Iða Marsibil.Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég veit ekki hvort menn séu að tala um það þegar vegalengd skólabarna í Gufudal styttist um tólf kílómetra, eða tíu þúsund kílómetra á ári vegna skólaaksturs. Það getur vel verið að það séu einhverjir sérhagsmunir. En ég lít á það sem almannahagsmuni,“ svarar Tryggvi.Sendinefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps að loknum fundi með þingnefndinni í dag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ef R-leiðin verður ofaná, og tímafaktorinn er þar af leiðandi orðinn óljós, þá verðum við eiginlega að fara fram á það að sá vegur, sem nú þegar liggur þar í gegn, verði gerður sómasamlega,“ segir forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Tálknafjörður Teigsskógur Vesturbyggð Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Kristinn hneykslaður á "ótrúlegri sérhagsmunagæslu“ og segir skýrslu ekki pappírsins virði Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi Alþingismaður og ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði, segir nýja skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan um Vestfjarðaleið ekki pappírsins virði. 13. desember 2018 18:21 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. Ráðamenn annarra sveitarfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum óttast að slík niðurstaða þýði minnst fjögurra ára töf. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Vísir/Egill AðalsteinssonÞolinmæði Vestfirðinga að þurfa að búa áfram við þjóðveg eins og þann um Ódrjúgsháls er löngu brostin og svo uggandi eru ráðamenn Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps um þróun málsins að þeir báðu um sérstakan fund með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, sem fram fór í dag. „Okkur er fúlasta alvara. Það er bara þannig. Við getum ekki látið bjóða okkur þetta lengur. Þetta er bara skýrt. Okkur vantar veg og við þurfum veg strax,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar.Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, og formaður samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hreppsnefnd Reykhólahrepps stefnir að því á fundi þann 16. janúar að velja á milli ÞH-leiðar um Teigsskóg og R-leiðar með stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar og bendir flest til þess að Reykhólamenn velji R-leiðina. „Mér finnst það líklegra en það liggur alls ekki fyrir og sveitarstjórn á eftir að taka endanlega afstöðu,“ segir Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Fulltrúar Reykhólahrepps mættu fyrir þingnefndina til að færa rök fyrir því hversvegna hreppsnefndin stefnir að því velja R-leið fram yfir Teigsskógarleið, sem fyrri hreppsnefndir höfðu áður samþykkt. „Við erum bara miður okkar. Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vitum það bara af reynslu að við erum að tala um lágmark fjögur ár í skipulagsferli, umhverfismat, kæruferli, eignarnám,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þá er ljóst að tímafaktorinn er kominn algerlega upp í loft,“ segir Iða Marsibil. „Ég held að það sé rangt, eftir að hafa skoðað málin. Ég held að það sé hægt að ljúka R-leiðinni á ca þremur árum, hugsanlega fjórum árum. Sama gildir um ÞH-leiðina. Ég held það taki álíka tíma,“ segir Tryggvi.Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Þrír fulltrúar Reykhólahrepps til hægri.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Reykhólamenn eru sakaðir um að taka eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni annarra Vestfirðinga með því að láta þjóðveginn fara um Reykhóla. „Þarna var einungis litið til hagsmuna þeirra sem búa á Reykhólum eða þar í sveitinni. Og hvenær eru minni hagsmunir meiri?,“ spyr Iða Marsibil.Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég veit ekki hvort menn séu að tala um það þegar vegalengd skólabarna í Gufudal styttist um tólf kílómetra, eða tíu þúsund kílómetra á ári vegna skólaaksturs. Það getur vel verið að það séu einhverjir sérhagsmunir. En ég lít á það sem almannahagsmuni,“ svarar Tryggvi.Sendinefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps að loknum fundi með þingnefndinni í dag.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ef R-leiðin verður ofaná, og tímafaktorinn er þar af leiðandi orðinn óljós, þá verðum við eiginlega að fara fram á það að sá vegur, sem nú þegar liggur þar í gegn, verði gerður sómasamlega,“ segir forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Tálknafjörður Teigsskógur Vesturbyggð Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Kristinn hneykslaður á "ótrúlegri sérhagsmunagæslu“ og segir skýrslu ekki pappírsins virði Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi Alþingismaður og ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði, segir nýja skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan um Vestfjarðaleið ekki pappírsins virði. 13. desember 2018 18:21 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49
Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Kristinn hneykslaður á "ótrúlegri sérhagsmunagæslu“ og segir skýrslu ekki pappírsins virði Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi Alþingismaður og ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði, segir nýja skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan um Vestfjarðaleið ekki pappírsins virði. 13. desember 2018 18:21
Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00
Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15