Engin ABBA lengur í íslenska fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2019 14:30 Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson skorar úr víti í vítakeppninni. Vísir/Daníel ABBA spyrnuröð í vítaspyrnukeppnum heyrir nú sögunni til í íslenska fótboltanum eftir ákvörðun hjá dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands. Dómaranefnd KSÍ hefur ákveðið að ekki verði notast við ABBA-spyrnuröðina í öllum mótum frá og með 1. janúar 2019. Í stað þess verður notast við hið gamla hefðbundna fyrirkomulag við framkvæmd vítaspyrnukeppna. Þetta kemur fram á heimasíðu knattspyrnusambandsins. Einn bikarúrslitaleikur réðst eftir ABBA spyrnuröð en Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðasta sumar eftir 4-1 sigur á Breiðabliki í vítakeppni. Blikar tóku aðra og þriðju spyrnu sína hvora á fætur annarri og klikkuðu á þeim báðum. Önnur fór yfir en hin var varin. Blikar fóru líka í ABBA vítakeppni í undanúrslitaleiknum á móti Víkingi Ólafsvík og unnu hana 4-2.Hætt við ABBA spyrnuröð í vítaspyrnukeppnum.https://t.co/iPxoGCkqCX — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 3, 2019Alls fóru fram þrjár ABBA vítakeppnir í úrslitakeppni Mjólkurbikars karla sumarið 2018, ein í sextán liða úrslitum, ein í undanúrslitum og ein í bikarúrslitaleiknum. Ein ABBA vítakeppni fór fram í Mjólkurbikar kvenna og var hún í átta liða úrslitum keppninnar. IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) hefur hætt við fyrirætlan sína um að innleiða svokallaða ABBA-spyrnuröð í vítaspyrnukeppnum í knattspyrnulögin f.o.m. keppnistímabilinu 2019-20. Ástæðan mun vera sú að niðurstöður tilrauna sem gerðar hafa verið með þetta fyrirkomulag hjá mörgum aðildarþjóða FIFA (þ.m.t. á Íslandi á síðasta ári) hafa nær einróma verið neikvæðar og það jafnframt hlotið lélegan hljómgrunn hjá knattspyrnuaðdáendum sem fundist hefur það bæði flókið og torskiljanlegt. Í þessu sambandi hafa verið gerðar viðeigandi breytingar á íslenska texta knattspyrnulaganna. Mjólkurbikarinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
ABBA spyrnuröð í vítaspyrnukeppnum heyrir nú sögunni til í íslenska fótboltanum eftir ákvörðun hjá dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands. Dómaranefnd KSÍ hefur ákveðið að ekki verði notast við ABBA-spyrnuröðina í öllum mótum frá og með 1. janúar 2019. Í stað þess verður notast við hið gamla hefðbundna fyrirkomulag við framkvæmd vítaspyrnukeppna. Þetta kemur fram á heimasíðu knattspyrnusambandsins. Einn bikarúrslitaleikur réðst eftir ABBA spyrnuröð en Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðasta sumar eftir 4-1 sigur á Breiðabliki í vítakeppni. Blikar tóku aðra og þriðju spyrnu sína hvora á fætur annarri og klikkuðu á þeim báðum. Önnur fór yfir en hin var varin. Blikar fóru líka í ABBA vítakeppni í undanúrslitaleiknum á móti Víkingi Ólafsvík og unnu hana 4-2.Hætt við ABBA spyrnuröð í vítaspyrnukeppnum.https://t.co/iPxoGCkqCX — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 3, 2019Alls fóru fram þrjár ABBA vítakeppnir í úrslitakeppni Mjólkurbikars karla sumarið 2018, ein í sextán liða úrslitum, ein í undanúrslitum og ein í bikarúrslitaleiknum. Ein ABBA vítakeppni fór fram í Mjólkurbikar kvenna og var hún í átta liða úrslitum keppninnar. IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) hefur hætt við fyrirætlan sína um að innleiða svokallaða ABBA-spyrnuröð í vítaspyrnukeppnum í knattspyrnulögin f.o.m. keppnistímabilinu 2019-20. Ástæðan mun vera sú að niðurstöður tilrauna sem gerðar hafa verið með þetta fyrirkomulag hjá mörgum aðildarþjóða FIFA (þ.m.t. á Íslandi á síðasta ári) hafa nær einróma verið neikvæðar og það jafnframt hlotið lélegan hljómgrunn hjá knattspyrnuaðdáendum sem fundist hefur það bæði flókið og torskiljanlegt. Í þessu sambandi hafa verið gerðar viðeigandi breytingar á íslenska texta knattspyrnulaganna.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira