Viðskipti innlent

Krist­rún Birgis­dóttir nýr að­stoðar­skóla­meistari FÁ

Atli Ísleifsson skrifar
Kristrún Birgisdóttir.
Kristrún Birgisdóttir. Mynd/FÁ
Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar, hefur verið ráðin nýr aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. Kristrún hóf störf í skólanum í gær.

Í tilkynningu frá FÁ segir að Kristrún hafi starfað sem sérfræðingur í framhaldsskóladeild Menntamálaráðuneytisins frá árinu 2010 til 2015 og frá árinu 2015 hafi hún starfað sem sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar.

„Kristrún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum árið 2006, BA í uppeldis- og menntunarfræðum við HÍ árið 2009 , framhaldsnámi í náms- og starfsráðgjöf árið 2010 og diplómanámi til kennsluréttinda í grunn- framhaldsskólum árið 2011.  Ennfremur lauk Kristrún viðbótarnámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri í júní 2018,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×