Trump lýsti stuðningi við innrás Sovétríkjanna í Afganistan Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2019 09:57 Trump lét móðan mása um allt milli himins og jarðar á hátt í tveggja tíma löngum fundi í gær. Vísir/EPA Sovétmenn gerðu rétt með því að ráðast inn í Afganistan árið 1979 að mati Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Á furðulegum ríkisstjórnarfundi fyrir framan fréttamenn reyndi Trump að nota stríðsrekstur Sovétríkjanna í Afganistan sem réttlætingu til að draga herlið Bandaríkjanna frá landinu. Ummæli Trump og söguskýring um innrás Sovétmanna í Afganistan í gær hefur vakið furðu, ekki síst þau að Sovétríkin hafi haft réttmæta ástæðu fyrir henni. Bandaríkjastjórn í forsetatíð Ronalds Reagan studdi íslamska uppreisnarmenn sem Rauði herinn reyndi að hjálpa marxískum bandamönnum sínum í Afganistan að berja niður. „Ástæðan fyrir því að Rússland var í Afganistan var sú að hryðjuverkamenn voru að fara til Rússlands. Það var rétt hjá þeim að vera þarna. Vandamálið var að þetta var erfið barátta og þau fóru bókstaflega á hausinn, þau fóru út í að vera kölluð Rússland aftur í staðinn fyrir Sovétríkin,“ sagði Trump sem virtist með samanburðinum reyna að færa rök fyrir ákvörðun sinni um að fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan.Trump: "Russia used to be the Soviet Union. Afghanistan made it Russia because they went bankrupt fighting in Afghanistan. Russia."Trump then goes on to endorse the Soviet invasion of Afghanistan. Via Fox. pic.twitter.com/oE0fuDLXyz— Kyle Griffin (@kylegriffin1) January 2, 2019 Washington Post bendir á að sú söguskýring að stríðsreksturinn í Afganistan hafi valdið falli Sovétríkjanna sé meira en lítið vafasöm. Þó að sagnfræðingar telji stríðið hafa átt þátt í að Sovétríkin liðu undir lok tveimur árum eftir að því lauk þá fari því fjarri að það hafi verið aðalorsökin. Aðrir efnahagslegir þættir, þar á meðal lækkandi olíuverð á 9. áratugnum og pólitískar og efnahagslegar umbætur, hafi haft mun meiri áhrif á fjárhag Sovétríkjanna en Afganistanstríðið. Fullyrðing Trump um að ástæðan fyrir því að Sovétmenn réðust inn í Afganistan hafi verið að stöðva för hryðjuverkamanna þaðan til Rússlands er heldur ekki sögð standast skoðun. „Óforskömmuðustu áróðursmeistarar Sovétríkjanna héldu því aldrei fram að afganskir hryðjuverkamenn réðust á Rússland. Maður getur lesið alla sovéska fjölmiðla frá 9. áratugnum og aldrei fundið neitt svona fáránlegt,“ segir Barnett Rubin, sérfræðingur í málefnum Afganistans við Háskólann í New York. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Segist í raun hafa rekið Mattis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist í raun hafa rekið James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis sagði að af sér í síðasta mánuði vegna þess hann deildi ekki sömu heimsmynd og forsetinn. 2. janúar 2019 22:28 Talið að Bandaríkjamenn muni kalla þúsundir hermanna frá Afganistan Þetta herma heimildir Reuters fréttastofunnar. 21. desember 2018 07:51 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Sovétmenn gerðu rétt með því að ráðast inn í Afganistan árið 1979 að mati Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Á furðulegum ríkisstjórnarfundi fyrir framan fréttamenn reyndi Trump að nota stríðsrekstur Sovétríkjanna í Afganistan sem réttlætingu til að draga herlið Bandaríkjanna frá landinu. Ummæli Trump og söguskýring um innrás Sovétmanna í Afganistan í gær hefur vakið furðu, ekki síst þau að Sovétríkin hafi haft réttmæta ástæðu fyrir henni. Bandaríkjastjórn í forsetatíð Ronalds Reagan studdi íslamska uppreisnarmenn sem Rauði herinn reyndi að hjálpa marxískum bandamönnum sínum í Afganistan að berja niður. „Ástæðan fyrir því að Rússland var í Afganistan var sú að hryðjuverkamenn voru að fara til Rússlands. Það var rétt hjá þeim að vera þarna. Vandamálið var að þetta var erfið barátta og þau fóru bókstaflega á hausinn, þau fóru út í að vera kölluð Rússland aftur í staðinn fyrir Sovétríkin,“ sagði Trump sem virtist með samanburðinum reyna að færa rök fyrir ákvörðun sinni um að fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan.Trump: "Russia used to be the Soviet Union. Afghanistan made it Russia because they went bankrupt fighting in Afghanistan. Russia."Trump then goes on to endorse the Soviet invasion of Afghanistan. Via Fox. pic.twitter.com/oE0fuDLXyz— Kyle Griffin (@kylegriffin1) January 2, 2019 Washington Post bendir á að sú söguskýring að stríðsreksturinn í Afganistan hafi valdið falli Sovétríkjanna sé meira en lítið vafasöm. Þó að sagnfræðingar telji stríðið hafa átt þátt í að Sovétríkin liðu undir lok tveimur árum eftir að því lauk þá fari því fjarri að það hafi verið aðalorsökin. Aðrir efnahagslegir þættir, þar á meðal lækkandi olíuverð á 9. áratugnum og pólitískar og efnahagslegar umbætur, hafi haft mun meiri áhrif á fjárhag Sovétríkjanna en Afganistanstríðið. Fullyrðing Trump um að ástæðan fyrir því að Sovétmenn réðust inn í Afganistan hafi verið að stöðva för hryðjuverkamanna þaðan til Rússlands er heldur ekki sögð standast skoðun. „Óforskömmuðustu áróðursmeistarar Sovétríkjanna héldu því aldrei fram að afganskir hryðjuverkamenn réðust á Rússland. Maður getur lesið alla sovéska fjölmiðla frá 9. áratugnum og aldrei fundið neitt svona fáránlegt,“ segir Barnett Rubin, sérfræðingur í málefnum Afganistans við Háskólann í New York.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Segist í raun hafa rekið Mattis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist í raun hafa rekið James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis sagði að af sér í síðasta mánuði vegna þess hann deildi ekki sömu heimsmynd og forsetinn. 2. janúar 2019 22:28 Talið að Bandaríkjamenn muni kalla þúsundir hermanna frá Afganistan Þetta herma heimildir Reuters fréttastofunnar. 21. desember 2018 07:51 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Segist í raun hafa rekið Mattis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist í raun hafa rekið James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis sagði að af sér í síðasta mánuði vegna þess hann deildi ekki sömu heimsmynd og forsetinn. 2. janúar 2019 22:28
Talið að Bandaríkjamenn muni kalla þúsundir hermanna frá Afganistan Þetta herma heimildir Reuters fréttastofunnar. 21. desember 2018 07:51
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03