Klukkan tvö Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. janúar 2019 07:15 Á ári hverju mætir forsætisráðherra rúmlega hálftíma of seint í beina útsendingu Kryddsíldarinnar, þar sem árið er gert upp með forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Stöð 2. Ástæðan er sú að á sama tíma í Efstaleiti er ávarp forsætisráðherra tekið upp. Hvort tveggja er ómissandi liður hátíðarhaldanna á fjölda íslenskra heimila. Óskiljanlegt er hins vegar af hverju þetta tvennt þarf endilega að skarast. Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir af hálfu einkamiðilsins sér Ríkisútvarpið sér ekki fært að taka upp ávarpið, sem ekki er sýnt í beinni útsendingu, á neinum öðrum tíma en þeim tveimur klukkustundum sem Kryddsíldin er í loftinu. Þetta er einungis lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði, en segir hins vegar heilmikla sögu. Kryddsíldin er skrautfjöður Stöðvar 2, einkamiðils sem keppir á ósanngjörnum og rammskökkum fjölmiðlamarkaði, þar sem Ríkisútvarpið er alltumlykjandi. Á meðan einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum, geta stjórnendur í Efstaleiti ekki hugsað sér að láta Stöð 2 eftir eitt dagskrárbil á milli tvö og fjögur, einu sinni á ári. Þrátt fyrir skýrt og afmarkað hlutverk stofnunarinnar hefur hún á nánast öllum sviðum flækst inn á umráðasvæði einkamiðla. Mýmörg dæmi eru til dæmis um að opinberu fé sé ráðstafað í yfirboð á sápuóperum og erlendum íþróttaviðburðum. Tæplega eru lýðræðisleg rök fyrir slíkri sóun á skattfé. Ákall um að ríkið tryggi öllum aðgang að bandarísku læknadrama hefur að minnsta kosti ekki farið hátt. Til þess að einkareknir fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði þarf að ríkja jafnvægi á markaðnum. Ríkisútvarpið, sem sækir árlega milljarða í vasa skattgreiðenda og fær einnig að athafna sig óáreitt á auglýsingamarkaði, má ekki vísvitandi leggja stein í götu einkamiðlanna líkt og raunin er alltof oft. Til að mynda þegar stofnunin batt auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti með auglýsingapökkum sínum í kringum HM í knattspyrnu í fyrra, á kostnað þeirra sjálfstætt starfandi miðla sem eiga allt sitt undir auglýsingatekjum. Ríkisútvarpið ætti auðvitað að rifja upp sína sérstöðu og lögbundið hlutverk sitt í almannaþágu. Til eru ágætis rök fyrir því að hið opinbera tryggi öllum aðgang að fréttum, fræðslu og lýðræðislegri umræðu. Ríkisútvarpið hefur einfaldlega villst af leið og er í bullandi samkeppni á öllum vígstöðvum við einkamiðlana í ójöfnum leik. Ekkert bendir þó til þess að stjórnendur Ríkisútvarpsins líti þetta sömu augum, enda virðast þeir fyrir löngu hafa gleymt til hvers stofnuninni er haldið úti. Hér er hins vegar lagt til að forsætisráðherra sýni það í verki að henni sé umhugað um að hér geti þrifist eðlileg flóra fjölmiðla í lýðræðisríki. Hún biðji um að tökum sé einfaldlega flýtt um rúman hálftíma. Klukkan tvö þurfi hún að vera mætt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á ári hverju mætir forsætisráðherra rúmlega hálftíma of seint í beina útsendingu Kryddsíldarinnar, þar sem árið er gert upp með forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Stöð 2. Ástæðan er sú að á sama tíma í Efstaleiti er ávarp forsætisráðherra tekið upp. Hvort tveggja er ómissandi liður hátíðarhaldanna á fjölda íslenskra heimila. Óskiljanlegt er hins vegar af hverju þetta tvennt þarf endilega að skarast. Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir af hálfu einkamiðilsins sér Ríkisútvarpið sér ekki fært að taka upp ávarpið, sem ekki er sýnt í beinni útsendingu, á neinum öðrum tíma en þeim tveimur klukkustundum sem Kryddsíldin er í loftinu. Þetta er einungis lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði, en segir hins vegar heilmikla sögu. Kryddsíldin er skrautfjöður Stöðvar 2, einkamiðils sem keppir á ósanngjörnum og rammskökkum fjölmiðlamarkaði, þar sem Ríkisútvarpið er alltumlykjandi. Á meðan einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum, geta stjórnendur í Efstaleiti ekki hugsað sér að láta Stöð 2 eftir eitt dagskrárbil á milli tvö og fjögur, einu sinni á ári. Þrátt fyrir skýrt og afmarkað hlutverk stofnunarinnar hefur hún á nánast öllum sviðum flækst inn á umráðasvæði einkamiðla. Mýmörg dæmi eru til dæmis um að opinberu fé sé ráðstafað í yfirboð á sápuóperum og erlendum íþróttaviðburðum. Tæplega eru lýðræðisleg rök fyrir slíkri sóun á skattfé. Ákall um að ríkið tryggi öllum aðgang að bandarísku læknadrama hefur að minnsta kosti ekki farið hátt. Til þess að einkareknir fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði þarf að ríkja jafnvægi á markaðnum. Ríkisútvarpið, sem sækir árlega milljarða í vasa skattgreiðenda og fær einnig að athafna sig óáreitt á auglýsingamarkaði, má ekki vísvitandi leggja stein í götu einkamiðlanna líkt og raunin er alltof oft. Til að mynda þegar stofnunin batt auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti með auglýsingapökkum sínum í kringum HM í knattspyrnu í fyrra, á kostnað þeirra sjálfstætt starfandi miðla sem eiga allt sitt undir auglýsingatekjum. Ríkisútvarpið ætti auðvitað að rifja upp sína sérstöðu og lögbundið hlutverk sitt í almannaþágu. Til eru ágætis rök fyrir því að hið opinbera tryggi öllum aðgang að fréttum, fræðslu og lýðræðislegri umræðu. Ríkisútvarpið hefur einfaldlega villst af leið og er í bullandi samkeppni á öllum vígstöðvum við einkamiðlana í ójöfnum leik. Ekkert bendir þó til þess að stjórnendur Ríkisútvarpsins líti þetta sömu augum, enda virðast þeir fyrir löngu hafa gleymt til hvers stofnuninni er haldið úti. Hér er hins vegar lagt til að forsætisráðherra sýni það í verki að henni sé umhugað um að hér geti þrifist eðlileg flóra fjölmiðla í lýðræðisríki. Hún biðji um að tökum sé einfaldlega flýtt um rúman hálftíma. Klukkan tvö þurfi hún að vera mætt annað.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun