Lélegar jólagjafir verði gefnar Góða hirðinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. janúar 2019 06:15 Jólaösin í Sorpu eykst áfram eins og annað hjá fyrirtækinu. Fréttablaðið/Ernir Fyrir jólin gaf Sorpa út leiðbeiningar um það hvernig eigi að flokka það sem til fellur um hátíðarnar. Þar kemur meðal annars fram að notaðir flugeldar fara í almennt sorp en ónotaðir séu þeir spilliefni. Lélegar jólagjafir fara í Góða hirðinn. „Ég heyri ekki annað en að fólk standi sig alveg ágætlega í að flokka það sem til fellur um hátíðarnar, segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu. Guðmundur segir sama takt og undanfarin ár halda sér í jólasorpinu eins og sorpi almennt. „Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg aukning á öllu og er ekkert lát á. Það er góðæri,“ segir hann. Flugeldaafgangar streyma nú inn á endurvinnslustöðvarnar í stórum stíl. Guðmundur segir umbúðir utan af flugeldum sumar vera pappa en aðrar plast og fari þær þá eðlilega í plast- og pappírsflokkana. „Aftur á móti skotkökurnar sem búið er að skjóta og flugeldar sem koma niður aftur eru að jafnaði blanda af efnum; í kökunum er pappi, leir og brunnar púðurleifar. Það er ekki endurvinnsluefni heldur úrgangur til urðunar sem við tökum í blönduðu gámana.“ Á heimasíðu Sorpu er nú að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að flokka jóla- og áramótaruslið. Þar er meðal annars að finna efnisflokkinn „lélegar gjafir“ sem Guðmundur viðurkennir að sé fyrst og fremst á listanum til að létta yfirbragðið. Öllu gamni fylgir þó alvara því þótt það sé undantekning berast stundum nýir hlutir á endurvinnslustöðvarnar. „Ég hef ekki heyrt að það sé meira af því en venjulega en við vitum að það hitta ekki allar gjafir í mark,“ bendir Guðmundur á. Eins og aðrir nytjahlutir fari þessir hlutir í Góða hirðinn og verða þar á boðstólum. Þá segir á listanum að jólapeysur flokkist sem föt og klæði – eðlilega. Guðmundur segir peysurnar geta farið í fatagáma frá Rauða krossinum. „En það er náttúrlega tilvalið, og ég mæli eindregið með því, að ef jólapeysurnar eru heilar að setja þær upp í skáp og nota næstu jól. Það koma alltaf jól aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Fyrir jólin gaf Sorpa út leiðbeiningar um það hvernig eigi að flokka það sem til fellur um hátíðarnar. Þar kemur meðal annars fram að notaðir flugeldar fara í almennt sorp en ónotaðir séu þeir spilliefni. Lélegar jólagjafir fara í Góða hirðinn. „Ég heyri ekki annað en að fólk standi sig alveg ágætlega í að flokka það sem til fellur um hátíðarnar, segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu. Guðmundur segir sama takt og undanfarin ár halda sér í jólasorpinu eins og sorpi almennt. „Það er náttúrlega búin að vera gríðarleg aukning á öllu og er ekkert lát á. Það er góðæri,“ segir hann. Flugeldaafgangar streyma nú inn á endurvinnslustöðvarnar í stórum stíl. Guðmundur segir umbúðir utan af flugeldum sumar vera pappa en aðrar plast og fari þær þá eðlilega í plast- og pappírsflokkana. „Aftur á móti skotkökurnar sem búið er að skjóta og flugeldar sem koma niður aftur eru að jafnaði blanda af efnum; í kökunum er pappi, leir og brunnar púðurleifar. Það er ekki endurvinnsluefni heldur úrgangur til urðunar sem við tökum í blönduðu gámana.“ Á heimasíðu Sorpu er nú að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að flokka jóla- og áramótaruslið. Þar er meðal annars að finna efnisflokkinn „lélegar gjafir“ sem Guðmundur viðurkennir að sé fyrst og fremst á listanum til að létta yfirbragðið. Öllu gamni fylgir þó alvara því þótt það sé undantekning berast stundum nýir hlutir á endurvinnslustöðvarnar. „Ég hef ekki heyrt að það sé meira af því en venjulega en við vitum að það hitta ekki allar gjafir í mark,“ bendir Guðmundur á. Eins og aðrir nytjahlutir fari þessir hlutir í Góða hirðinn og verða þar á boðstólum. Þá segir á listanum að jólapeysur flokkist sem föt og klæði – eðlilega. Guðmundur segir peysurnar geta farið í fatagáma frá Rauða krossinum. „En það er náttúrlega tilvalið, og ég mæli eindregið með því, að ef jólapeysurnar eru heilar að setja þær upp í skáp og nota næstu jól. Það koma alltaf jól aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira