N4 biður enn um styrki frá sveitarfélögum til að gera jákvæða þætti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. janúar 2019 06:30 Merki sjónvarpsstöðvarinnnar N4. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra fá nú bréf frá sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri þar sem óskað er eftir fjárframlögum til að halda úti þáttaröðinni Að norðan sem fjallar um menningu og mannlíf á Norðurlandi. „N4 Sjónvarp nýtur engra opinberra styrkja og því er nauðsynlegt að hver þáttaröð standi undir sér, sérstaklega þegar um er að ræða stærri verkefni sem vikulegir þættir á borð við Að norðan eru,“ segir í bréfi sem meðal annars var sent til Langanesbyggðar þar sem sveitarstjóranum var falið að grennslast fyrir um hugmyndir N4. Í bréfi N4 segir að árlega séu frumsýndir um fimmtíu þættir með um 200 innslögum úr heimsóknum í öll sveitarfélög á Norðurlandi. Áður hefur komið fram að N4 leggur áherslu á að gefa jákvæða mynd af því efni sem fjallað er um. „Án fjárhagslegrar aðkomu þeirra sem um er rætt er mjög flókið að láta dæmið ganga upp. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa lengi komið að þessu verkefni og munu gera áfram. Sömu sögu er að segja af sveitarfélögum á Vesturlandi og Austurlandi með sambærilega þætti. En aðra sögu er því miður að segja um sveitarfélög á Norðurlandi eystra.“ N4 vísar í niðurstöður könnunar og árangursmats sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra létu gera vegna samstarfs við N4 um sjónvarps- og kynningarefni. Þar komi fram að allir teldu að umfjöllun stöðvarinnar hefði haft „mjög jákvæð“ eða „frekar jákvæð“ áhrif. „Það er mat okkar að til þess að hægt sé að halda áfram þáttaröðinni „Að norðan“ á N4 með þeim hætti sem gert hefur verið síðustu ár, þurfi sveitarfélögin á Norðurlandi eystra, einnig að koma að borðinu. Hagurinn er allra,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Maríu Björk Ingvadóttur, framkvæmdastjóra N4. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Langanesbyggð Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Sveitarfélög á Norðurlandi eystra fá nú bréf frá sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri þar sem óskað er eftir fjárframlögum til að halda úti þáttaröðinni Að norðan sem fjallar um menningu og mannlíf á Norðurlandi. „N4 Sjónvarp nýtur engra opinberra styrkja og því er nauðsynlegt að hver þáttaröð standi undir sér, sérstaklega þegar um er að ræða stærri verkefni sem vikulegir þættir á borð við Að norðan eru,“ segir í bréfi sem meðal annars var sent til Langanesbyggðar þar sem sveitarstjóranum var falið að grennslast fyrir um hugmyndir N4. Í bréfi N4 segir að árlega séu frumsýndir um fimmtíu þættir með um 200 innslögum úr heimsóknum í öll sveitarfélög á Norðurlandi. Áður hefur komið fram að N4 leggur áherslu á að gefa jákvæða mynd af því efni sem fjallað er um. „Án fjárhagslegrar aðkomu þeirra sem um er rætt er mjög flókið að láta dæmið ganga upp. Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa lengi komið að þessu verkefni og munu gera áfram. Sömu sögu er að segja af sveitarfélögum á Vesturlandi og Austurlandi með sambærilega þætti. En aðra sögu er því miður að segja um sveitarfélög á Norðurlandi eystra.“ N4 vísar í niðurstöður könnunar og árangursmats sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra létu gera vegna samstarfs við N4 um sjónvarps- og kynningarefni. Þar komi fram að allir teldu að umfjöllun stöðvarinnar hefði haft „mjög jákvæð“ eða „frekar jákvæð“ áhrif. „Það er mat okkar að til þess að hægt sé að halda áfram þáttaröðinni „Að norðan“ á N4 með þeim hætti sem gert hefur verið síðustu ár, þurfi sveitarfélögin á Norðurlandi eystra, einnig að koma að borðinu. Hagurinn er allra,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Maríu Björk Ingvadóttur, framkvæmdastjóra N4.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Langanesbyggð Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira