Eldur kom upp í yfirgefnum bíl við Rafstöðvarveg í Reykjavík á áttunda tímanum í kvöld. Búið er að ráða niðurlögum eldsins. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er bíllinn búinn að standa við veginn í nokkrar vikur.
Aðspurður um eldstupptök, og þá hvort um íkveikju hafi verið að ræða, sagði varðstjóri að enn væri ómögulegt að segja til um slíkt. Bíllinn var mannlaus þegar eldurinn kviknaði en gert er ráð fyrir að hann verði dreginn af vettvangi innan skamms. Vinnu viðbragðsaðila á vettvangi lauk nú skömmu fyrir átta.
