
Er verkalýðsforystan blind fyrir stærsta hagsmunamálinu?
Sér þetta ágæta fólk ekki beint samband krónu og okurvaxta? Skilur þetta fólk ekki, að orsakavaldur hárra vaxta er fyrst og fremst veik, sveiflukennd og óútreiknanleg króna, og, að ekki verður komizt fyrir rætur vaxtavandans, nema með því að skipta um gjaldmiðil; fara yfir í evruna, sem reyndar er stöðugasti og sterkasti gjaldmiðill heims.
Forysta launþega virðist halda, að Seðlabanki og ríkisstjórn beri aðalábyrgð á þeim yfirkeyrðu vöxtum, sem í gangi eru. Að nokkru er þetta rétt. Stefna Seðlabanka í vaxtamálum er með öllu úrelt, og samræmist engan veginn þeirri lágvaxtastefnu, sem aðrir vestrænir seðlabankar hafa fylgt síðustu 10 árin.
Enginn nema íslenzkur Seðlabankastjóri hefur lagt raunvexti til grundvallar sinni vaxtastefnu, auk þess, sem þessir raunvextir hafa verið reiknaðir út á mjög vafasaman hátt; með því að taka húsnæðiskostnað inn í vísitöluútreikning og reikna síðan raunvexti ofan á þá vísitölu.
Ef húsnæðiskostnaður hefði ekki verið inn í íslenzkri framfærsluvísitölu, hefði verðbólga hér síðustu 4 árin verið lítil eða engin, oft í mínus. Svo, þó að Seðlabankastjóri hefði viljað halda sínu úrelta raunvaxtastriki, þá hefðu stýrivextir ekki þurft að vera nema 1-2%.
Að þessu leyti má réttilega sakast við Seðlabanka um þá miklu vaxtabyrði, sem skuldarar landsins hafa mátt bera, margfalt það, sem gerist í nágrannalöndunum, en, þó að forsætisráðherra sé yfir Seðlabanka og geti haft þar áhrif á ákveðna þætti, getur hann ekki hlutast mikið til um vaxtastefnuna, vegna sjálfstæðis Seðlabanka. Ríkisstjórnin getur þó haft óbein áhrif á vaxtastefnuna með vali manna í Peningastefnunefnd.
Hinn stórfelldi vaxtavandi er því fyrst og fremst afleiðing af handónýtum gjaldmiðli, krónunni, sem hoppar upp og niður, oft án nokkurra réttra ástæðna, og enginn veit, hvert fer eða hvar endar.
Sjá forustumenn launþega og verkalýðshreyfingarinnar þetta virkilega ekki!? Og, ef þeir sjá það, af hverju í ósköpunum setja þeir þá nýjan og traustan lágvaxtagjaldmiðil, evruna, ekki efst á sinn baráttulista? Treystir þetta fólk sér ekki í stóra slaginn?
Það þarf ekki mikla reiknimeistara til að sjá, hverjar klyfjar hávextir krónunnar leggja á herðar skuldara landsins. Nú síðustu mánuði hefur krónan fallið um 10%. Reynslan sýnir, að um helmingur slíks gengisfalls fer fljótlega út í verðlagið; 5%. Það blessaða fólk, sem álpaðist til að taka verðtryggt lán, og skuldar, kannski, 40 milljónir, er nú í einu vetfangi orðið 2 milljónum króna fátækara.
Venjulegt fólk, sem kaupir sér íbúð á 50 milljónir, tekur lán upp á 40 milljónir og þarf að borga af því 6,5% vexti, er með vaxtabyrði upp á 2,6 milljónir á ári; 217 þúsund á mánuði.
Í evrulandi mætti fá svona lán með 1,5% vöxtum, sem þýðir vaxtabyrði upp á 600 þúsund á ári af 40 milljóna króna láni; 50 þúsund á mánuði. Umframgreiðsla Íslendingsins kr. 167 þúsund á mánuði.
Hvar annars staðar finnur forusta launþega annan eins ávinning fyrir sína umbjóðendur, svo að ekki sé nú talað um þann stöðugleika og það öryggi, sem evru myndi fylgja?
Öryggi og vissa um það, hvar maður stendur, er auðvitað stórfellt velferðarmál.
Á sama hátt og hávextir kýla upp kostnað húsnæðiskaupenda, heldur það auðvitað uppi leiguverði, en húsbyggjendur og þeir, sem fjárfesta í húsnæði, leigusalarnir, verða líka að borga okurvexti krónunnar.
Það sama gildir um vaxtabyrði verzlunar- og þjónustufyrirtækja, sem að sjálfsögðu verða að hækka sitt vöru- eða þjónustuverð til samræmis. Vaxtaokrið gegnumsýrir allt þjóðfélagið, en í lok dags eru það launþegar og neytendur, almenningur í landinu, sem verða að greiða þennan kostnað.
Skuldsetning Íslendinga mun vera um 6.000 milljarðar. Ef meðalvextir, sem almenningur, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkissjóður þurfa að greiða af þessari skuld er 6%, þá eru vextir einir 300 milljarðar á ári. Á evrusvæðinu gætu þessir vextir verið 2%. Sparnaður 4%, sem jafngildir 240 milljörðum á ári.
Fyrir það fé mætti endurbyggja allt vegakerfi landins, árlega, eða byggja 3 nýja Landspítala, líka árlega, svo dæmi séu nefnd.
Drífa, Ragnar Þór og Sólveig Anna; í guðanna bænum opnið þið augun!
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun

Vetrarvirkjanir
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði
Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough
Kjartan Sveinsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum
Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar

Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur
Davíð Routley skrifar

Börn innan seilingar
Árni Guðmundsson skrifar

Hallarekstur í Hafnarfirði
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hvers konar Evrópuríki viljum við vera?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu
Ólafur Adolfsson skrifar

Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana?
Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur
Hannes Örn Blandon skrifar

Palestína er að verja sig, ekki öfugt
Stefán Guðbrandsson skrifar

Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza
Birgir Finnsson skrifar

Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins?
Jonas Hammer skrifar

Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna?
Eiríkur Búi Halldórsson skrifar

Litlu ljósin á Gaza
Guðbrandur Einarsson skrifar

Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Staðreyndir eða „mér finnst“
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Fjármagna áfram hernað Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Frídagar í klemmu
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar?
Hlynur Júlísson skrifar

Í skugga kerfis sem brást!
Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar

Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni
Gunnar Hersveinn skrifar

Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek?
Ólafur Ingólfsson skrifar

Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands
Ragnar Rögnvaldsson skrifar

Hverju hef ég stjórn á?
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Metnaður eða metnaðarleysi?
Sumarrós Sigurðardóttir skrifar

„Þetta er allt í vinnslu“
María Pétursdóttir skrifar

Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað
Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar