Litla stúlkan með eldvörpuna Sverrir Björnsson skrifar 3. janúar 2019 07:30 Þá eru hátíðarnar að baki þá við kepptumst við að Baggalútast í nýju náttfötunum með konfekt og huggulegheit og reyndum af fremsta megni að njóta stundarinnar, vera dálítið í núinu. Konunni minni finnst svo yndislegt á jólum og áramótum að það eru allir að gera það sama. Er það ekki bara? Hafið þið heyrt áramótasögu H.C. Andersen, Litla stúlkan með eldspýturnar? Það er saga sem enginn gleymir sem heyrt hefur. Sagan segir í stuttu máli frá lítilli fátækri stúlku sem ráfar um göturnar á gamlárskvöld. Hún er að selja eldspýtnabúnt en enginn hefur keypt neitt af henni svo hún þorir ekki heim, því þá mun pabbi hennar misþyrma henni. Og það er svo sem ekki mikið hlýrra heima en í snjóbylnum á götunni. Örmagna af kulda sest litla stúlkan í skot við götuna. Henni er svo kalt að hún freistast til að kveikja á einni eldspýtu og svo enn einni og svo annarri. Í logunum sér hún í gegnum veggina inná fallega skreytt heimili efnafólks þar sem borðin svigna undan gæsasteikum og öðru góðgæti. Að lokum kveikir hún í heilu eldspýtnabúnti, þá birtist amma hennar af himnum og sækir hana. Um morguninn sjá vegfarendur litla stúlku í keng á skreyttu strætinu, hún er króknuð úr kulda. Þannig lýkur þessari nístandi fallegu sögu en ef ég man rétt var það síðasta sem litla stúlkan sagði: „I will be back.“ Kannski var það í einhverri annarri sögu en allavega nú 173 árum síðar er hún komin aftur. Og henni er ekki hlátur í huga. Hún er foxill, skiljanlega í ljósi sögunnar. Hún er búin að fá nóg af fátækt, kúgun og ofbeldi. Hún er steinhissa á að þrátt fyrir tæknibyltingar og samfélagsframfarir eru ennþá þúsundir barna fátæk á Íslandi og fjöldi fullvinnandi kvenna. Hún er hundleið á að horfa inná heimili efnafólks, hvort sem það er tertubakstur í Garðabænum eða kampavíns- og humarveislur úti á Seltjarnarnesi. Endalausar skjámyndir af hliðarveruleika þess lífs sem hún lifir. Hennar veruleiki er ennþá strit og kynbundið ofbeldi, í launaumslögum, orðum og verkum. Nú ætlar hún ekki að koðna niður og deyja útí horni. Hún er mætt og berst fyrir sínu af miklu afli. Þú þekkir hana. Þú hittir hana á netinu, sérð hana í fréttunum, hittir hana á mótmælum og mætir henni á götu á hverjum degi. Hún heitir Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún heitir Stephanie Rósa Bosma. Hún heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hún heitir Lára Hanna Einarsdóttir og óteljandi öðrum nöfnum baráttukvenna fyrir betra lífi. Af einni eldspýtu er lítill logi en af þúsundum verður mikið bál.Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þá eru hátíðarnar að baki þá við kepptumst við að Baggalútast í nýju náttfötunum með konfekt og huggulegheit og reyndum af fremsta megni að njóta stundarinnar, vera dálítið í núinu. Konunni minni finnst svo yndislegt á jólum og áramótum að það eru allir að gera það sama. Er það ekki bara? Hafið þið heyrt áramótasögu H.C. Andersen, Litla stúlkan með eldspýturnar? Það er saga sem enginn gleymir sem heyrt hefur. Sagan segir í stuttu máli frá lítilli fátækri stúlku sem ráfar um göturnar á gamlárskvöld. Hún er að selja eldspýtnabúnt en enginn hefur keypt neitt af henni svo hún þorir ekki heim, því þá mun pabbi hennar misþyrma henni. Og það er svo sem ekki mikið hlýrra heima en í snjóbylnum á götunni. Örmagna af kulda sest litla stúlkan í skot við götuna. Henni er svo kalt að hún freistast til að kveikja á einni eldspýtu og svo enn einni og svo annarri. Í logunum sér hún í gegnum veggina inná fallega skreytt heimili efnafólks þar sem borðin svigna undan gæsasteikum og öðru góðgæti. Að lokum kveikir hún í heilu eldspýtnabúnti, þá birtist amma hennar af himnum og sækir hana. Um morguninn sjá vegfarendur litla stúlku í keng á skreyttu strætinu, hún er króknuð úr kulda. Þannig lýkur þessari nístandi fallegu sögu en ef ég man rétt var það síðasta sem litla stúlkan sagði: „I will be back.“ Kannski var það í einhverri annarri sögu en allavega nú 173 árum síðar er hún komin aftur. Og henni er ekki hlátur í huga. Hún er foxill, skiljanlega í ljósi sögunnar. Hún er búin að fá nóg af fátækt, kúgun og ofbeldi. Hún er steinhissa á að þrátt fyrir tæknibyltingar og samfélagsframfarir eru ennþá þúsundir barna fátæk á Íslandi og fjöldi fullvinnandi kvenna. Hún er hundleið á að horfa inná heimili efnafólks, hvort sem það er tertubakstur í Garðabænum eða kampavíns- og humarveislur úti á Seltjarnarnesi. Endalausar skjámyndir af hliðarveruleika þess lífs sem hún lifir. Hennar veruleiki er ennþá strit og kynbundið ofbeldi, í launaumslögum, orðum og verkum. Nú ætlar hún ekki að koðna niður og deyja útí horni. Hún er mætt og berst fyrir sínu af miklu afli. Þú þekkir hana. Þú hittir hana á netinu, sérð hana í fréttunum, hittir hana á mótmælum og mætir henni á götu á hverjum degi. Hún heitir Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún heitir Stephanie Rósa Bosma. Hún heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hún heitir Lára Hanna Einarsdóttir og óteljandi öðrum nöfnum baráttukvenna fyrir betra lífi. Af einni eldspýtu er lítill logi en af þúsundum verður mikið bál.Höfundur er hönnuður.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun