Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 09:17 Erfitt hefur reynst fyrir björgunarlið að komast að lestinni á Stórabeltisbrúnni í morgun. Vísir/Getty Sex eru sagðir látnir og sextán slasaðir eftir lestarslys á Stórabeltisbrúnni sem tengir dönsku eyjarnar Sjáland og Fjón í morgun. Mikið óveður gerir nú í Danmörku og víðar á Norðurlöndunum. Lokað hefur verið fyrir umferð um Stórabeltisbrúna og ekki liggur fyrir hvenær hún opnar aftur, að sögn danska ríkisútvarpsins. Slysið er sagt hafa átt sér stað þegar hluti af þaki flutningalestar rifnaði af og skall á hraðlest þegar þær mættust á neðri hluta brúarinnar um klukkan hálf átta í morgun. Berlingske segir að allir þeir sem létust hafi verið farþegar og hefur eftir DSB, rekstrarfyrirtæki lestanna. Alls var 131 farþegi og þrír starfsmenn um borð í hraðlestinni. Flutningalestin flutti bjór fyrir Carlsberg-ölgerðina. Lokað hafði verið fyrir bílaumferð um brúna vegna veðurs frá því í nótt. „Það heyrðist hvellur og svo byrjuðu rúðurnar að springa yfir höfðinu á okkur. Við flugum niður á gólfið og lestin stöðvaðist svo,“ segir Heidi Langberg Zumbusch, einn farþeganna um borð, við danska ríkisútvarpið. Reuters-fréttastofan segir að óveður hafi torveldað björgunarstarf og erfitt sé að komast að lestinni. Farþegalestin var á leiðinni frá Óðinsvéum til Kaupmannahafnar. Fjöldahjálparmiðstöð hefur verið komið upp í íþróttahöll í borginni Nyborg á Fjóni.Fréttin verður uppfærð.Hliðin á flutningalestinni virðist hafa rifnað af og brakið rekist á farþegalestina.Vísir/EPA Danmörk Norðurlönd Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Sex eru sagðir látnir og sextán slasaðir eftir lestarslys á Stórabeltisbrúnni sem tengir dönsku eyjarnar Sjáland og Fjón í morgun. Mikið óveður gerir nú í Danmörku og víðar á Norðurlöndunum. Lokað hefur verið fyrir umferð um Stórabeltisbrúna og ekki liggur fyrir hvenær hún opnar aftur, að sögn danska ríkisútvarpsins. Slysið er sagt hafa átt sér stað þegar hluti af þaki flutningalestar rifnaði af og skall á hraðlest þegar þær mættust á neðri hluta brúarinnar um klukkan hálf átta í morgun. Berlingske segir að allir þeir sem létust hafi verið farþegar og hefur eftir DSB, rekstrarfyrirtæki lestanna. Alls var 131 farþegi og þrír starfsmenn um borð í hraðlestinni. Flutningalestin flutti bjór fyrir Carlsberg-ölgerðina. Lokað hafði verið fyrir bílaumferð um brúna vegna veðurs frá því í nótt. „Það heyrðist hvellur og svo byrjuðu rúðurnar að springa yfir höfðinu á okkur. Við flugum niður á gólfið og lestin stöðvaðist svo,“ segir Heidi Langberg Zumbusch, einn farþeganna um borð, við danska ríkisútvarpið. Reuters-fréttastofan segir að óveður hafi torveldað björgunarstarf og erfitt sé að komast að lestinni. Farþegalestin var á leiðinni frá Óðinsvéum til Kaupmannahafnar. Fjöldahjálparmiðstöð hefur verið komið upp í íþróttahöll í borginni Nyborg á Fjóni.Fréttin verður uppfærð.Hliðin á flutningalestinni virðist hafa rifnað af og brakið rekist á farþegalestina.Vísir/EPA
Danmörk Norðurlönd Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira