Fyrrverandi forsetaframbjóðandi vefengir siðferðisþrek Trump Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 07:53 Romney tekur sæti í öldungadeildinni fyrir Utah á morgun. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseta skorti siðferðisþrek til þess að veita bandarísku þjóðinni forystu. Þetta skrifar Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og verðandi öldungadeildarþingmaður, sem heitir því að andæfa forsetanum fari hann út af sporinu. Romney tekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah á morgun. Í skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag segir Romney að forsetatíð Trump hafi tekið djúpa dýfu í síðasta mánuði. Trump hafi yfirgefið bandamenn sem berjast með Bandaríkjunum og skipt út Jim Mattis, varnarmálaráðherra, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, út fyrir síðri kosti. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump. Hann segist hafa vonast til þess að Trump léti af uppnefnum og birturð eftir að hann varð forseti. Sú hafi hins vegar ekki orðið raunin. Framferði hans síðustu tvö árin sýni að hann hafi ekki vaxið í embætti. Lofar Romney þó mörg stefnumála Trump eins og afnám reglna, skattalækkanir á fyrirtæki, skipun íhaldssamra dómara og fleira. Stefnumál og skipanir í embætti séu hins vegar aðeins hluti verksviðs forsetans. Forsetinn móti að miklu leyti siðferðisþrek þjóðar sinnar. Hann ætti að sameina landsmenn og hvetja þá til að fylgja sínum betri hvötum, sýna eiginleika heiðarleika og heilinda og lyfta þjóðfélagsumræðunni upp á stall kurteisi og gagnkvæmrar virðingar. „Þegar þjóðin er svo klofin, bitur og reið er forysta forsetans í skapgerð ómissandi. Það er á þessu sviði sem ljóður sitjandi forseta blasir hvað mest við,“ skrifar Romney sem tapaði gegn Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012.Í ljósi framferðis Trump fram að þessu ætti Mitt Romney að hafa nóg að gera við að gagnrýna forsetann miðað við þær forsendur sem hann nefnir í grein sinni.AP/Evan VucciÆtlar að mótmæla þegar við á Fullyrðir Romney að orð og gjörðir Trump forseta hafi valdið skelfingu um allan heim. Þetta gerist á óheppilegum tíma þar sem pólitískt umrót eigi sér stað í nokkrum evrópskum bandalagsríkjum og nokkur fyrrverandi Sovétlýðveldi endurskoði skuldbindingu sína við lýðræðið. Sumar Asíuþjóðir halli sér nú frekar að Kína en Bandaríkjunum. Forystan sem Kína og Rússlandi bjóði upp á sé alræðisleg, spillt og hrottafengin. Bandaríkin séu sterkust í bandalagi við aðrar þjóðir. Þau vilji sameinaða og sterka Evrópu og stöðugt samband við Asíuríki sem styrki efnahag og öryggi beggja. „Heimurinn þarfnast forystu Bandaríkjanna og það eru hagsmunir Bandaríkjanna að veita hana. Heimur sem alræðisríki leiða er heimur, og Bandaríki, með minni velmegun, minna frelsi og minni friði,“ segir Romney. Nýtt þing kemur saman á morgun. Í greininni segist Romney ekki endilega ætla að bregðast við hverju tísti eða bresti forsetans heldur styðja stefnumál sem hann telji gagnast þjóð og ríki og leggjast gegn þeim sem geri það ekki. „Ég mun gagnrýna þýðingamiklum yfirlýsingum eða aðgerðum sem ala á sundrungu, sem sýna kynþáttahyggju, karlrembu, andúð á innflytjendum, eru óheiðarlegar eða skaðlegar lýðræðislegum stofnunum,“ skrifar Romney. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42 Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta skorti siðferðisþrek til þess að veita bandarísku þjóðinni forystu. Þetta skrifar Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og verðandi öldungadeildarþingmaður, sem heitir því að andæfa forsetanum fari hann út af sporinu. Romney tekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah á morgun. Í skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag segir Romney að forsetatíð Trump hafi tekið djúpa dýfu í síðasta mánuði. Trump hafi yfirgefið bandamenn sem berjast með Bandaríkjunum og skipt út Jim Mattis, varnarmálaráðherra, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, út fyrir síðri kosti. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump. Hann segist hafa vonast til þess að Trump léti af uppnefnum og birturð eftir að hann varð forseti. Sú hafi hins vegar ekki orðið raunin. Framferði hans síðustu tvö árin sýni að hann hafi ekki vaxið í embætti. Lofar Romney þó mörg stefnumála Trump eins og afnám reglna, skattalækkanir á fyrirtæki, skipun íhaldssamra dómara og fleira. Stefnumál og skipanir í embætti séu hins vegar aðeins hluti verksviðs forsetans. Forsetinn móti að miklu leyti siðferðisþrek þjóðar sinnar. Hann ætti að sameina landsmenn og hvetja þá til að fylgja sínum betri hvötum, sýna eiginleika heiðarleika og heilinda og lyfta þjóðfélagsumræðunni upp á stall kurteisi og gagnkvæmrar virðingar. „Þegar þjóðin er svo klofin, bitur og reið er forysta forsetans í skapgerð ómissandi. Það er á þessu sviði sem ljóður sitjandi forseta blasir hvað mest við,“ skrifar Romney sem tapaði gegn Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012.Í ljósi framferðis Trump fram að þessu ætti Mitt Romney að hafa nóg að gera við að gagnrýna forsetann miðað við þær forsendur sem hann nefnir í grein sinni.AP/Evan VucciÆtlar að mótmæla þegar við á Fullyrðir Romney að orð og gjörðir Trump forseta hafi valdið skelfingu um allan heim. Þetta gerist á óheppilegum tíma þar sem pólitískt umrót eigi sér stað í nokkrum evrópskum bandalagsríkjum og nokkur fyrrverandi Sovétlýðveldi endurskoði skuldbindingu sína við lýðræðið. Sumar Asíuþjóðir halli sér nú frekar að Kína en Bandaríkjunum. Forystan sem Kína og Rússlandi bjóði upp á sé alræðisleg, spillt og hrottafengin. Bandaríkin séu sterkust í bandalagi við aðrar þjóðir. Þau vilji sameinaða og sterka Evrópu og stöðugt samband við Asíuríki sem styrki efnahag og öryggi beggja. „Heimurinn þarfnast forystu Bandaríkjanna og það eru hagsmunir Bandaríkjanna að veita hana. Heimur sem alræðisríki leiða er heimur, og Bandaríki, með minni velmegun, minna frelsi og minni friði,“ segir Romney. Nýtt þing kemur saman á morgun. Í greininni segist Romney ekki endilega ætla að bregðast við hverju tísti eða bresti forsetans heldur styðja stefnumál sem hann telji gagnast þjóð og ríki og leggjast gegn þeim sem geri það ekki. „Ég mun gagnrýna þýðingamiklum yfirlýsingum eða aðgerðum sem ala á sundrungu, sem sýna kynþáttahyggju, karlrembu, andúð á innflytjendum, eru óheiðarlegar eða skaðlegar lýðræðislegum stofnunum,“ skrifar Romney.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42 Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Romney sækist eftir sæti á Bandaríkjaþingi Repúblikaninn Mitt Romney hefur tilkynnt að hann sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki. 16. febrúar 2018 13:42
Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent