Veðurstofan hefur gefið úr gula viðvörun á svæðinu í kringum Breiðafjörð þar sem mun hvessa í kvöld og hlána.
Vegagerðin varar við að flughált gæti orðið um tíma. „Ekki síst á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem gera má ráð fyrir hviðum 30-35 m/s þvert á veg þegar frá um kl. 16 og fram á kvöld,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Reiknað er með að lausamunir gætu fokið og þá hafa ferðalangar verið hvattir til að sýna aðgát.
Gul viðvörun: Gæti orðið flughált um tíma

Tengdar fréttir

2019 heilsar með léttskýjuðu og köldu veðri
Það þykknar upp um vestanvert landið með deginum og um hádegi fer að bæta í vind úr suðaustri.