Katrín: „Við verðum ekki öll friðarverðlaunahafar Nóbels“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 1. janúar 2019 12:15 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Allir geta lagt sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra og heiminn aðeins fallegri að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hún gerði horfur á vinnumarkaði, loftslagsmál og tæknibreytingar einnig að umræðuefni í áramótaávarpi sínu í gær. Katrín ræddi í ávarpi sínu um nauðsyn þess að tryggja almenningi lífskjarabata með því að auka jöfnuð og hagsæld. „Fullveldissagan er saga framfara, raunar er allt svo gjörbreytt að stundum er eins og 19. öldin hafi aldrei verið. En íslenska samfélagið hefur þó aldrei aðeins snúist um efnahagslega velferð eingöngu heldur almenna velferð og jöfnuð.”Áskoranir framundan Katrín gerði þær áskoranir sem eru framundan eru á sviði loftslagsmála og tæknibreytinga einnig að umræðuefni sem og ferðaþjónustuna, eina stærstu atvinnugrein og tekjulind þjóðarinnar. „Hingað kemur fólk til að berja einstaka náttúru augum. Hluti af sjálfbærri ferðaþjónustu er að vernda þessa sömu náttúru fyrir utan þá skyldu sem á okkur hvílir að vernda náttúruna og víðernin þeirra fyrir komandi kynslóðir. Vegna þess að sala náttúruauðlinda er og verður hverful atvinnugrein hefur aldrei verið mikilvægara að við Íslendingar horfum til hugvits og nýsköpunar til lengri tíma.” Þá minnti hún á það fólk og sjálfboðaliða sem eru reiðubúnir að koma öðrum til bjargar á nóttu sem degi en það sýni hvernig allir geti haft áhrif, samfélaginu til góða. Gerum samfélagið betra „Við verðum ekki öll friðarverðlaunahafar Nóbels en við, sem eigum því láni að fagna að búa í einu friðsælasta landi heims, getum öll lagt okkar af mörkum, munað hvert eftir öðru, hlúð hvert að öðru og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að gera samfélagið aðeins betra; heiminn aðeins fallegri,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu í gær.Lesa má ávarpið í heild sinni hér. Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Allir geta lagt sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra og heiminn aðeins fallegri að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hún gerði horfur á vinnumarkaði, loftslagsmál og tæknibreytingar einnig að umræðuefni í áramótaávarpi sínu í gær. Katrín ræddi í ávarpi sínu um nauðsyn þess að tryggja almenningi lífskjarabata með því að auka jöfnuð og hagsæld. „Fullveldissagan er saga framfara, raunar er allt svo gjörbreytt að stundum er eins og 19. öldin hafi aldrei verið. En íslenska samfélagið hefur þó aldrei aðeins snúist um efnahagslega velferð eingöngu heldur almenna velferð og jöfnuð.”Áskoranir framundan Katrín gerði þær áskoranir sem eru framundan eru á sviði loftslagsmála og tæknibreytinga einnig að umræðuefni sem og ferðaþjónustuna, eina stærstu atvinnugrein og tekjulind þjóðarinnar. „Hingað kemur fólk til að berja einstaka náttúru augum. Hluti af sjálfbærri ferðaþjónustu er að vernda þessa sömu náttúru fyrir utan þá skyldu sem á okkur hvílir að vernda náttúruna og víðernin þeirra fyrir komandi kynslóðir. Vegna þess að sala náttúruauðlinda er og verður hverful atvinnugrein hefur aldrei verið mikilvægara að við Íslendingar horfum til hugvits og nýsköpunar til lengri tíma.” Þá minnti hún á það fólk og sjálfboðaliða sem eru reiðubúnir að koma öðrum til bjargar á nóttu sem degi en það sýni hvernig allir geti haft áhrif, samfélaginu til góða. Gerum samfélagið betra „Við verðum ekki öll friðarverðlaunahafar Nóbels en við, sem eigum því láni að fagna að búa í einu friðsælasta landi heims, getum öll lagt okkar af mörkum, munað hvert eftir öðru, hlúð hvert að öðru og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að gera samfélagið aðeins betra; heiminn aðeins fallegri,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu í gær.Lesa má ávarpið í heild sinni hér.
Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira