Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands: „Illa rökstudd áróðursskýrsla“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. janúar 2019 22:54 Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands er verulega gagnrýnin á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Vísir/vilhelm Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagslega hagkvæmni hvalveiða við Ísland er „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum,“ og svarar ekki því sem henni er ætlað að svara að mati stjórnar Hvalaskoðunarsamtaka Íslands sem birti í kvöld harðorða yfirlýsingu vegna skýrslunnar. Stjórnin segir að engin tilraun hafi verið gerð til að útskýra hvernig stórauknar hvalveiðar geti verið efnahagslega sjálfbærar fyrir Ísland. Þá sé heldur ekki útskýrt hvaða hliðaráhrif veiðarnar kynnu að hafa á aðrar útflutningsgreinar þjóðarinnar. Stjórnin segir að það hljóti að teljast forkastanleg vinnubrögð að við gagnaöflun hafi ekki verið haft samband við Hvalaskoðunarsamtök Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar eða Íslandsstofu. Skýrslan getur að mati stjórnarinnar ekki nýst til ákvarðanatöku um áframhaldandi hvalveiðar við Ísland. „Forsendur um þjóðhagslegan ávinning af auknum hvalveiðum eru rangar eins og staðfest er af sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar. Það verður ekki betur séð en að skýrsluhöfundur hafi lagt af stað með fyrir fram gefna niðurstöðu og kappkostað að tína einkum til það sem þjónaði þeirri niðurstöðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þetta hafi mistekist og niðurstaðan „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum sem tekur ekki raunverulegt tillit til hvalaskoðunar, ferðaþjónustu að öðru leyti, alþjóðlegra hagsmuna Íslands né dýravelferðarsjónarmiða.“ Stjórnin fer fram á að „raunverulegt hagsmunamat“ fari fram þar sem tekið sé tillit til framangreindra þátta. Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagslega hagkvæmni hvalveiða við Ísland er „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum,“ og svarar ekki því sem henni er ætlað að svara að mati stjórnar Hvalaskoðunarsamtaka Íslands sem birti í kvöld harðorða yfirlýsingu vegna skýrslunnar. Stjórnin segir að engin tilraun hafi verið gerð til að útskýra hvernig stórauknar hvalveiðar geti verið efnahagslega sjálfbærar fyrir Ísland. Þá sé heldur ekki útskýrt hvaða hliðaráhrif veiðarnar kynnu að hafa á aðrar útflutningsgreinar þjóðarinnar. Stjórnin segir að það hljóti að teljast forkastanleg vinnubrögð að við gagnaöflun hafi ekki verið haft samband við Hvalaskoðunarsamtök Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar eða Íslandsstofu. Skýrslan getur að mati stjórnarinnar ekki nýst til ákvarðanatöku um áframhaldandi hvalveiðar við Ísland. „Forsendur um þjóðhagslegan ávinning af auknum hvalveiðum eru rangar eins og staðfest er af sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar. Það verður ekki betur séð en að skýrsluhöfundur hafi lagt af stað með fyrir fram gefna niðurstöðu og kappkostað að tína einkum til það sem þjónaði þeirri niðurstöðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þetta hafi mistekist og niðurstaðan „illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum sem tekur ekki raunverulegt tillit til hvalaskoðunar, ferðaþjónustu að öðru leyti, alþjóðlegra hagsmuna Íslands né dýravelferðarsjónarmiða.“ Stjórnin fer fram á að „raunverulegt hagsmunamat“ fari fram þar sem tekið sé tillit til framangreindra þátta.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32 Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. 17. janúar 2019 21:32
Ráðherra furðar sig á innihaldi hvalveiðiskýrslu Mótmælir því harðlega að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 18. janúar 2019 12:04