Fækkaði um 1.400 hjá VLFA Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. janúar 2019 08:15 Frá samningafundi hjá ríkissáttasemjara. Vilhjálmur er fyrir miðri mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Þetta er algjört aukaatriði og skiptir engu máli en það virðist hafa verið ógurlegur titringur hjá SA út af þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), um fjölda félagsmanna sinna sem heyri undir kjaraviðræðurnar við SA. Ríkissáttasemjari kallaði eftir fjölda félagsmanna sem samningarnir ná til frá stéttarfélögunum. Samkvæmt upphaflegu svari VLFA voru félagsmenn alls 2.509 en samkvæmt leiðréttu svari eru þeir 1.102. „Ég sendi tölvupóst á SA og sagði að ef þetta væri nú það sem SA hefðu mestar áhyggjur af þá væru áhyggjurnar sem við þyrftum að hafa ekki miklar.“ Vilhjálmur segir að vegna misskilnings hafi verið tekinn saman listi þar sem einnig var að finna félagsmenn sem heyra undir sérkjarasamninga. Stærstur hluti þeirra starfar í stóriðju á Grundartanga. „Það fór vitlaus tala til Ríkissáttasemjara en ég er búinn að leiðrétta það. Við erum aldrei að spá í þetta fyrr en við þurfum að láta kjósa um verkfall eða samning. Þetta hefur aldrei verið gert á meðan viðræður eru í gangi þannig að þetta eru ný vinnubrögð hjá sáttasemjara.“ Vilhjálmur vill á móti vita hversu mörg fyrirtæki eigi aðild að SA. „Ég ætla að senda erindi og spyrja að því hvað það séu mörg fyrirtæki sem tengjast SA á mínu félagssvæði. Við höfum ekki hugmynd um það hvort fyrirtæki sem félagsmenn okkar vinna hjá tilheyra SA eða ekki. Ég kalla eftir þessum upplýsingum og að þetta verði greint niður á félagssvæði.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Þetta er algjört aukaatriði og skiptir engu máli en það virðist hafa verið ógurlegur titringur hjá SA út af þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), um fjölda félagsmanna sinna sem heyri undir kjaraviðræðurnar við SA. Ríkissáttasemjari kallaði eftir fjölda félagsmanna sem samningarnir ná til frá stéttarfélögunum. Samkvæmt upphaflegu svari VLFA voru félagsmenn alls 2.509 en samkvæmt leiðréttu svari eru þeir 1.102. „Ég sendi tölvupóst á SA og sagði að ef þetta væri nú það sem SA hefðu mestar áhyggjur af þá væru áhyggjurnar sem við þyrftum að hafa ekki miklar.“ Vilhjálmur segir að vegna misskilnings hafi verið tekinn saman listi þar sem einnig var að finna félagsmenn sem heyra undir sérkjarasamninga. Stærstur hluti þeirra starfar í stóriðju á Grundartanga. „Það fór vitlaus tala til Ríkissáttasemjara en ég er búinn að leiðrétta það. Við erum aldrei að spá í þetta fyrr en við þurfum að láta kjósa um verkfall eða samning. Þetta hefur aldrei verið gert á meðan viðræður eru í gangi þannig að þetta eru ný vinnubrögð hjá sáttasemjara.“ Vilhjálmur vill á móti vita hversu mörg fyrirtæki eigi aðild að SA. „Ég ætla að senda erindi og spyrja að því hvað það séu mörg fyrirtæki sem tengjast SA á mínu félagssvæði. Við höfum ekki hugmynd um það hvort fyrirtæki sem félagsmenn okkar vinna hjá tilheyra SA eða ekki. Ég kalla eftir þessum upplýsingum og að þetta verði greint niður á félagssvæði.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira