Aðjúnkt í líffræði segir staðhæfingar í skýrslu rangar Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2019 18:11 Staðhæfingar í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um að vöxtur hvalastofna komi niður á fæðuöflun mikilvægra fisktegunda eru beinlínis rangar og þá skauta skýrsluhöfundar fram hjá margþættum áhrifum hvala á vistkerfi sjávar. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í vistkerfi sjávar. Skýrsla Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða þykir umdeild. Ein af umdeildustu staðhæfingum skýrslunnar lýtur að áhrifum afráns hvala á fiskistofna en í skýrslunni segir: „Má á þessum grunni leiða líkum að því að fækkun hvala um 40% myndi leiða til tugmilljarða aukningar í útflutningsverðmæti Íslendinga á loðnu og þorski á ári.“ Þarna er beinlínis verið að segja að auka þurfi hvalveiðar til að minnka afránið. Edda Elísabet Magnúsdóttir aðjúnkt í líffræði við HÍ og sérfræðingur í vistkerfi sjávar segir að þessi staðhæfing í skýrslunni sé órökstudd og beinlínis röng „Samspil lífvera í hafinu er mun flóknari en svo að ef þú tekur einn afræningja í burtu að það muni hafa bein áhrif á þá lífveru sem viðkomandi afræningi nærist á, í þessu tilfelli hvalirnir. Það er ekki með nokkru móti hægt að fullyrða á svo einfaldan hátt að ef þú tekur út 40% af hvölum muni það auka afla þessara fiskitegunda,“ sagði Edda.Hún segir að skýrsluhöfundar skauti alveg fram hjá því að hvalir hafi margþætt áhrif á vistkerfi sjávar. Með skítnum sínum dreifi þeir til dæmis mikilvægri næringu um höfin. „Þó svo að hvalur sé aðal afræningi loðnu eða átu, étur hann annað líka. Hann heldur átunni í ákveðnum skefjum og svo framvegis. Ef hvalurinn færi út úr vistkerfinu þá væri það ekki hrein línuleg hækkun af þessum átustofnum eða loðnustofnum eða þess háttar,“ segir Edda. Hvalveiðar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Staðhæfingar í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um að vöxtur hvalastofna komi niður á fæðuöflun mikilvægra fisktegunda eru beinlínis rangar og þá skauta skýrsluhöfundar fram hjá margþættum áhrifum hvala á vistkerfi sjávar. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í vistkerfi sjávar. Skýrsla Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða þykir umdeild. Ein af umdeildustu staðhæfingum skýrslunnar lýtur að áhrifum afráns hvala á fiskistofna en í skýrslunni segir: „Má á þessum grunni leiða líkum að því að fækkun hvala um 40% myndi leiða til tugmilljarða aukningar í útflutningsverðmæti Íslendinga á loðnu og þorski á ári.“ Þarna er beinlínis verið að segja að auka þurfi hvalveiðar til að minnka afránið. Edda Elísabet Magnúsdóttir aðjúnkt í líffræði við HÍ og sérfræðingur í vistkerfi sjávar segir að þessi staðhæfing í skýrslunni sé órökstudd og beinlínis röng „Samspil lífvera í hafinu er mun flóknari en svo að ef þú tekur einn afræningja í burtu að það muni hafa bein áhrif á þá lífveru sem viðkomandi afræningi nærist á, í þessu tilfelli hvalirnir. Það er ekki með nokkru móti hægt að fullyrða á svo einfaldan hátt að ef þú tekur út 40% af hvölum muni það auka afla þessara fiskitegunda,“ sagði Edda.Hún segir að skýrsluhöfundar skauti alveg fram hjá því að hvalir hafi margþætt áhrif á vistkerfi sjávar. Með skítnum sínum dreifi þeir til dæmis mikilvægri næringu um höfin. „Þó svo að hvalur sé aðal afræningi loðnu eða átu, étur hann annað líka. Hann heldur átunni í ákveðnum skefjum og svo framvegis. Ef hvalurinn færi út úr vistkerfinu þá væri það ekki hrein línuleg hækkun af þessum átustofnum eða loðnustofnum eða þess háttar,“ segir Edda.
Hvalveiðar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira