Fara fram á að frestað verði að tilkynna um lokatölur í Austur-Kongó Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2019 11:51 Búist er við að landskjörstjórn tilkynni um lokatölur í dag. Getty Afríkusambandið hefur farið fram á það við yfirvöld í Lýðveldinu Kongó, eða Austur-Kongó, að þau fresti því að gefa út formlegar niðurstöður í forsetakosningunum sem þar fóru fram á dögunum. Kosningarnar hafa reynst afar umdeildar. Stjórnarandstöðuframbjóðandinn Felix Tshisekedi fór með sigur af hólmi samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum en annar stjórnarandstöðuframbjóðandi, Martin Fayulu, fullyrðir að hann hafi fengið flest atkvæði. Búist er við að formlegar niðurstöður verði gefnar út í dag, nema ríkið hlýði umleitunum Afríkusambandsins. Martin Fayulu fullyrðir að Tshisekedi sé í raun leppur fyrir núverandi forseta, Joseph Kabila, sem þurfti að láta af embætti samkvæmt stjórnarskrá. Kabila hefur stýrt landinu í átján ár og hafði dregið það í nokkur ár að halda kosningar. Talsmenn Tshisekedi hafa hafnað ásökununum. Samkvæmt bráðabirgðatölum fékk Tshisekedi 38,5 prósent atkvæða en Fayulu 34,7 prósent. Emmanuel Shadary, frambjóðandi ríkjandi stjórnarbandalags, hlaut 23,8 prósent atkvæða. Stjórnarskrárdómstóll í landinu mun um helgina úrskurða hvort staðfesta eigi niðurstöðu landskjörstjórnar, telja skuli atkvæðin að nýju, eða ógilda kosningarnar og boða til nýrra. Austur-Kongó Tengdar fréttir Næsti forseti Austur-Kongó sagður hafa stolið sigrinum Tshisekedi óvænt lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Sá sem varð í öðru sæti segir kjörstjórn hafa birt falskar niðurstöður. Tshisekedi sagður hafa gert samkomulag við fráfarandi forseta um að stela kosningunum. 11. janúar 2019 08:00 Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Afríkusambandið hefur farið fram á það við yfirvöld í Lýðveldinu Kongó, eða Austur-Kongó, að þau fresti því að gefa út formlegar niðurstöður í forsetakosningunum sem þar fóru fram á dögunum. Kosningarnar hafa reynst afar umdeildar. Stjórnarandstöðuframbjóðandinn Felix Tshisekedi fór með sigur af hólmi samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum en annar stjórnarandstöðuframbjóðandi, Martin Fayulu, fullyrðir að hann hafi fengið flest atkvæði. Búist er við að formlegar niðurstöður verði gefnar út í dag, nema ríkið hlýði umleitunum Afríkusambandsins. Martin Fayulu fullyrðir að Tshisekedi sé í raun leppur fyrir núverandi forseta, Joseph Kabila, sem þurfti að láta af embætti samkvæmt stjórnarskrá. Kabila hefur stýrt landinu í átján ár og hafði dregið það í nokkur ár að halda kosningar. Talsmenn Tshisekedi hafa hafnað ásökununum. Samkvæmt bráðabirgðatölum fékk Tshisekedi 38,5 prósent atkvæða en Fayulu 34,7 prósent. Emmanuel Shadary, frambjóðandi ríkjandi stjórnarbandalags, hlaut 23,8 prósent atkvæða. Stjórnarskrárdómstóll í landinu mun um helgina úrskurða hvort staðfesta eigi niðurstöðu landskjörstjórnar, telja skuli atkvæðin að nýju, eða ógilda kosningarnar og boða til nýrra.
Austur-Kongó Tengdar fréttir Næsti forseti Austur-Kongó sagður hafa stolið sigrinum Tshisekedi óvænt lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Sá sem varð í öðru sæti segir kjörstjórn hafa birt falskar niðurstöður. Tshisekedi sagður hafa gert samkomulag við fráfarandi forseta um að stela kosningunum. 11. janúar 2019 08:00 Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Næsti forseti Austur-Kongó sagður hafa stolið sigrinum Tshisekedi óvænt lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Sá sem varð í öðru sæti segir kjörstjórn hafa birt falskar niðurstöður. Tshisekedi sagður hafa gert samkomulag við fráfarandi forseta um að stela kosningunum. 11. janúar 2019 08:00
Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24