Fréttu bara úti í bæ af brotthvarfi sjúkrabíla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. janúar 2019 08:00 Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, við hús Rauða krossins á Hvolsvelli þar sem engan sjúkrabíl er að finna lengur þrátt fyrir meira fé í málaflokkinn. "Okkur finnst þetta galið,“ segir hann. Mynd/Margrét Jóna Ísólfsdóttir „Við sjáum þetta kerfi ekki virka,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þar sem mikil ónægja er með breytt fyrirkomulag á sjúkraflutningum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Að sögn sveitarstjórans hefur bækistöð sjúkraflutninga verið í húsi Rauða krossins á Hvolsvelli og þar hafi verið mönnuð vakt. Nú séu sjúkraflutningamenn aðeins á bakvakt eftir klukkan sjö á kvöldin og eru þá sérstaklega ræstir út í útköll. „Síðan á að fara að keyra bakvaktir með starfsmönnum sem eru ekki fullmenntaðir,“ segir Anton Kári. Hann sé ekki að gagnrýna það fólk sem sinni bakvöktunum. „En þarna fáum við ekki sömu fagmenntunina á bílana. Þetta er ekki eins reynslumikið fólk.“ Anton Kári segir að í fyrra hafi verið áætlaðar 300 milljónir króna í sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu og á Selfosssvæðinu. Kostnaðurinn hafi hins vegar orðið 380 milljónir. Framlagið fyrir þetta ár hafi síðan verið aukið um 68 milljónir til sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu einni. „Þess vegna finnst okkur á allan máta óeðlilegt að það sé skorin niður þjónusta hér í Rangárþingi en hvergi annars staðar innan umdæmisins. Það eru bara teknir þessir peningar úr Rangárvallasýslu og þeir renna inn í hítina,“ segir Anton Kári. Skerðingin sé fólki í Rangárþingi óskiljanleg og menn harmi hana. Anton segir sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi einnig ósátta við samskiptaleysi HSU við sveitarstjórnina og stjórnsýsluna. „Fyrstu fréttirnar sem við fengum af þessum breytingum var þegar fréttamaður hringdi í mig á gamlársdag til að óska eftir upplýsingum,“ lýsir hann. Ekkert breyttist, að sögn Antons Kára, með fundi sveitarstjórnarmanna með Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra HSU, á þriðjudag. „Hún leggur þetta upp allt öðru vísi og segir að þessir peningar séu vissulega notaðir en að það vanti bara meira. En við teljum að það eigi ekki að bitna á öryggi íbúa og ferðamanna hér í sýslunni,“ segir hann. Þá segir Anton Kári Rauða krossinn hafa boðist til að gera breytingar á húsnæðinu á Hvolsvelli eftir forskrift frá HSU og sveitarfélagið boðið fram heilt íbúðarhús sem aðstöðu fyrir þá sem eru á vakt. „Það var ekkert haft samband við okkur meira, en svo fréttum við af því bara úti í bæ fyrir nokkrum dögum að það sé búið að færa sjúkrabílana út á Hellu,“ segir sveitarstjórinn. Um þetta muni mikið í viðbragðstíma. „Bílarnir hér voru náttúrlega mikill stuðningur við þá fyrir austan, við Vík og Klaustur þar sem alvarlegustu slysin hafa orðið undanfarið. Okkur finnst þetta galið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Sjúkraflutningar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Við sjáum þetta kerfi ekki virka,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þar sem mikil ónægja er með breytt fyrirkomulag á sjúkraflutningum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Að sögn sveitarstjórans hefur bækistöð sjúkraflutninga verið í húsi Rauða krossins á Hvolsvelli og þar hafi verið mönnuð vakt. Nú séu sjúkraflutningamenn aðeins á bakvakt eftir klukkan sjö á kvöldin og eru þá sérstaklega ræstir út í útköll. „Síðan á að fara að keyra bakvaktir með starfsmönnum sem eru ekki fullmenntaðir,“ segir Anton Kári. Hann sé ekki að gagnrýna það fólk sem sinni bakvöktunum. „En þarna fáum við ekki sömu fagmenntunina á bílana. Þetta er ekki eins reynslumikið fólk.“ Anton Kári segir að í fyrra hafi verið áætlaðar 300 milljónir króna í sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu og á Selfosssvæðinu. Kostnaðurinn hafi hins vegar orðið 380 milljónir. Framlagið fyrir þetta ár hafi síðan verið aukið um 68 milljónir til sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu einni. „Þess vegna finnst okkur á allan máta óeðlilegt að það sé skorin niður þjónusta hér í Rangárþingi en hvergi annars staðar innan umdæmisins. Það eru bara teknir þessir peningar úr Rangárvallasýslu og þeir renna inn í hítina,“ segir Anton Kári. Skerðingin sé fólki í Rangárþingi óskiljanleg og menn harmi hana. Anton segir sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi einnig ósátta við samskiptaleysi HSU við sveitarstjórnina og stjórnsýsluna. „Fyrstu fréttirnar sem við fengum af þessum breytingum var þegar fréttamaður hringdi í mig á gamlársdag til að óska eftir upplýsingum,“ lýsir hann. Ekkert breyttist, að sögn Antons Kára, með fundi sveitarstjórnarmanna með Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra HSU, á þriðjudag. „Hún leggur þetta upp allt öðru vísi og segir að þessir peningar séu vissulega notaðir en að það vanti bara meira. En við teljum að það eigi ekki að bitna á öryggi íbúa og ferðamanna hér í sýslunni,“ segir hann. Þá segir Anton Kári Rauða krossinn hafa boðist til að gera breytingar á húsnæðinu á Hvolsvelli eftir forskrift frá HSU og sveitarfélagið boðið fram heilt íbúðarhús sem aðstöðu fyrir þá sem eru á vakt. „Það var ekkert haft samband við okkur meira, en svo fréttum við af því bara úti í bæ fyrir nokkrum dögum að það sé búið að færa sjúkrabílana út á Hellu,“ segir sveitarstjórinn. Um þetta muni mikið í viðbragðstíma. „Bílarnir hér voru náttúrlega mikill stuðningur við þá fyrir austan, við Vík og Klaustur þar sem alvarlegustu slysin hafa orðið undanfarið. Okkur finnst þetta galið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Sjúkraflutningar Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira