Trump hefnir sín á Pelosi Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 20:38 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar. AP/J. Scott Applewhite Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. Það gerði hann degi eftir að hún sendi honum bréf og meinaði honum að flytja ræðu á þinginu og sagði það vegna lokunnarinnar.Sem forseti hefur Trump í raun stjórn yfir opinberum flugvélum Bandaríkjanna, þar sem þær eru á vegum hersins og forseti Bandaríkjanna er æðsti stjórnandi hersins. Í bréfinu segir Trump að Pelosi fái afnot af flugvél þegar lokuninni lýkur. Hann tók þó fram að hún gæti ferðast á eigin vegum, ef hún kysi það. Hins vegar vildi hann hafa hana í höfuðborginni svo þau gætu samið um fjármögnun múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna hefur verið lokað í 27 daga vegna deilna um áðurnefnda fjármögnun. Trump vill tæpa sex milljarða dala til verksins en Demókratar, sem stjórna nú fulltrúadeild þingsins, segja það ekki koma til greina.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðinguTrump sendi bréfið frá sér nú í kvöld og segja fjölmiðlar úti að það hafi komið Pelosi á óvart. Það hafi jafnvel komið starfsmönnum Trump á óvart og fáir hafi vitað af því. Þá hefur vakið athygli að Trump tók fram í bréfinu hvert Pelosi væri að fara. Það hafði ekki verið opinberað vegna öryggisráðstafna. Hún var, samkvæmt Trump, að fara til Brussel, Egyptalands og til Afganistan, þar sem hún ætlaði að heimsækja bandaríska hermenn, yfirmenn hersins í Afganistan og aðra hershöfðingja frá Atlantshafsbandalaginu. Aðstoðarmaður Pelosi og aðrir þingmenn hafi ætlað til Egyptalands. Þá hafi eingöngu átt að stoppa í Brussel svo flugmennirnir gætu hvílt sig og um helgarferð væri að ræða. Ekki sjö daga ferð eins og Trump heldur fram í bréfi sínu.Minnst tveir aðrir þingmenn ætluðu með Pelosi og stóð til að leggja af stað núna í kvöld. New York Times segir einhverja þingmannanna hafa verið komna upp í rútu, sem átti að nota til að ferja þá á flugvöllinn, þegar bréfið barst.Einn þeirra, Stephen Lynch, sagði blaðamönnum að réttast væri að leyfa þeim að fara til Afganistan og sinna eftirlitsskyldu þeirra. Sendinefndir þingmanna fá reglulega afnot af flugvélum hersins og má þar nefna þingmenn Repúblikanaflokksins sem fóru til Írak, skömmu eftir að stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna var lokað.President @realDonaldTrump's letter to @SpeakerPelosi concerning her upcoming travel pic.twitter.com/TtBCvwp080— Sarah Sanders (@PressSec) January 17, 2019 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. Það gerði hann degi eftir að hún sendi honum bréf og meinaði honum að flytja ræðu á þinginu og sagði það vegna lokunnarinnar.Sem forseti hefur Trump í raun stjórn yfir opinberum flugvélum Bandaríkjanna, þar sem þær eru á vegum hersins og forseti Bandaríkjanna er æðsti stjórnandi hersins. Í bréfinu segir Trump að Pelosi fái afnot af flugvél þegar lokuninni lýkur. Hann tók þó fram að hún gæti ferðast á eigin vegum, ef hún kysi það. Hins vegar vildi hann hafa hana í höfuðborginni svo þau gætu samið um fjármögnun múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna hefur verið lokað í 27 daga vegna deilna um áðurnefnda fjármögnun. Trump vill tæpa sex milljarða dala til verksins en Demókratar, sem stjórna nú fulltrúadeild þingsins, segja það ekki koma til greina.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðinguTrump sendi bréfið frá sér nú í kvöld og segja fjölmiðlar úti að það hafi komið Pelosi á óvart. Það hafi jafnvel komið starfsmönnum Trump á óvart og fáir hafi vitað af því. Þá hefur vakið athygli að Trump tók fram í bréfinu hvert Pelosi væri að fara. Það hafði ekki verið opinberað vegna öryggisráðstafna. Hún var, samkvæmt Trump, að fara til Brussel, Egyptalands og til Afganistan, þar sem hún ætlaði að heimsækja bandaríska hermenn, yfirmenn hersins í Afganistan og aðra hershöfðingja frá Atlantshafsbandalaginu. Aðstoðarmaður Pelosi og aðrir þingmenn hafi ætlað til Egyptalands. Þá hafi eingöngu átt að stoppa í Brussel svo flugmennirnir gætu hvílt sig og um helgarferð væri að ræða. Ekki sjö daga ferð eins og Trump heldur fram í bréfi sínu.Minnst tveir aðrir þingmenn ætluðu með Pelosi og stóð til að leggja af stað núna í kvöld. New York Times segir einhverja þingmannanna hafa verið komna upp í rútu, sem átti að nota til að ferja þá á flugvöllinn, þegar bréfið barst.Einn þeirra, Stephen Lynch, sagði blaðamönnum að réttast væri að leyfa þeim að fara til Afganistan og sinna eftirlitsskyldu þeirra. Sendinefndir þingmanna fá reglulega afnot af flugvélum hersins og má þar nefna þingmenn Repúblikanaflokksins sem fóru til Írak, skömmu eftir að stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna var lokað.President @realDonaldTrump's letter to @SpeakerPelosi concerning her upcoming travel pic.twitter.com/TtBCvwp080— Sarah Sanders (@PressSec) January 17, 2019
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira