Allt flóttafólk fær sömu móttökur við komuna til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2019 16:55 Bæjarstjórinn á Akureyri tók á móti þremur fjölskyldum frá Sýrlandi í janúar 2016. Um var að ræða kvótaflóttamenn sem komu til landsins í boði íslenskra stjórnvalda. FBL/Auðunn Ekki mun lengur skipta máli hvort flóttafólk komi til landsins sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur íslenskra yfirvalda munu vera þær sömu. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í dag á fundi í Þróunarsetri Vestfjarða að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Breytingin þýðir að flóttamenn sem koma til landsins á eigin vegum - þar með talið fólk sem hefur flúið heimaland sitt, sumir á bátumyfir Miðjarðarhaf, og komist til Íslands með einhverju móti og fengið dvalarleyfi hér - munu í fyrsta sinn fá aðstoð við að komast í húsnæði og ýmsa aðra aðstoð stjórnvalda til að koma undir sig fótunum. Kerfið fyrir þá verður sumsé eins eða mjög svipað og fyrir hópana sem er boðið til landsins, sem oft hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Tillögur að samræmdri móttöku fyrir flóttafólk eru byggðar á skýrslu nefndar sem ráðherra skipaði til að kortleggja stöðu þessara mála og gera tillögur að samræmdu móttökukerfi. Nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni nýverið en í henni er lögð áhersla á að flóttafólk njóti þjónustu við komuna til landsins í samræmi við þær áherslur sem koma fram í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda og í samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem lagt er til er að öllu flóttafólki sem fær alþjóðlega vernd hér á landi standi til boða að fara til móttökusveitarfélags en það sé jafnframt frjálst val hvers einstaklings hvort hann þiggur slíkt boð. Félagsmálaráðuneytið mun strax hefja undirbúning að innleiðingu samræmdrar móttöku flóttafólks. Meðal annars verður auglýst eftir sveitarfélögum sem vilja taka að sér móttöku flóttafólks og gera við þau samninga þar að lútandi. Hlutverk sveitarfélaganna verður að tryggja samfellda og sveigjanlega þjónustu með einstaklingsmiðaðri áætlun og tryggja meðal annars að flóttafólki standi til boða húsnæði til leigu. Fjölmenningarsetrið verður eflt og einnig verður sett á fót staða starfsmanns á þess vegum á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk Fjölmenningarsetursins verður meðal annars að tengja saman flóttafólk og móttökusveitarfélög og veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf. Vinnumálstofnun mun fá aukið hlutverk þar sem hún mun m.a. annast íslenskukennslu og samfélagsfræðslu auk aðstoðar við atvinnuleit og aðra virkni, svo sem nám, atvinnu með stuðningi og starfsþjálfun. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ekki mun lengur skipta máli hvort flóttafólk komi til landsins sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur íslenskra yfirvalda munu vera þær sömu. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í dag á fundi í Þróunarsetri Vestfjarða að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Breytingin þýðir að flóttamenn sem koma til landsins á eigin vegum - þar með talið fólk sem hefur flúið heimaland sitt, sumir á bátumyfir Miðjarðarhaf, og komist til Íslands með einhverju móti og fengið dvalarleyfi hér - munu í fyrsta sinn fá aðstoð við að komast í húsnæði og ýmsa aðra aðstoð stjórnvalda til að koma undir sig fótunum. Kerfið fyrir þá verður sumsé eins eða mjög svipað og fyrir hópana sem er boðið til landsins, sem oft hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Tillögur að samræmdri móttöku fyrir flóttafólk eru byggðar á skýrslu nefndar sem ráðherra skipaði til að kortleggja stöðu þessara mála og gera tillögur að samræmdu móttökukerfi. Nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni nýverið en í henni er lögð áhersla á að flóttafólk njóti þjónustu við komuna til landsins í samræmi við þær áherslur sem koma fram í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda og í samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Meðal þess sem lagt er til er að öllu flóttafólki sem fær alþjóðlega vernd hér á landi standi til boða að fara til móttökusveitarfélags en það sé jafnframt frjálst val hvers einstaklings hvort hann þiggur slíkt boð. Félagsmálaráðuneytið mun strax hefja undirbúning að innleiðingu samræmdrar móttöku flóttafólks. Meðal annars verður auglýst eftir sveitarfélögum sem vilja taka að sér móttöku flóttafólks og gera við þau samninga þar að lútandi. Hlutverk sveitarfélaganna verður að tryggja samfellda og sveigjanlega þjónustu með einstaklingsmiðaðri áætlun og tryggja meðal annars að flóttafólki standi til boða húsnæði til leigu. Fjölmenningarsetrið verður eflt og einnig verður sett á fót staða starfsmanns á þess vegum á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk Fjölmenningarsetursins verður meðal annars að tengja saman flóttafólk og móttökusveitarfélög og veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf. Vinnumálstofnun mun fá aukið hlutverk þar sem hún mun m.a. annast íslenskukennslu og samfélagsfræðslu auk aðstoðar við atvinnuleit og aðra virkni, svo sem nám, atvinnu með stuðningi og starfsþjálfun.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira