Myrtu foreldra sína og fundust óvænt á körfuboltaspjaldi 29 árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 23:30 Körfuboltaspjaldið með Mark Jackson og Menendez bræðrunum. Mynd/Twitter/@JohnJohnPhenom Menendez bræðurnir komust aftur í fréttirnar á dögunum 29 árum eftir að þeir myrtu foreldra sína til að komast yfir peningana þeirra. Bræðurnir komust aftur í sviðsljósið eftir að mynd af þeim fannst á körfuboltaspjaldi frá tímabilinu 1990-91 en þar voru þeir að lifa ljúfa lífinu á fremsta bekk á NBA-leik. Nokkrum vikum áður höfðu þeir myrt foreldra sína. Bræðurnir heita Lyle og Erik Menendez og eru fæddir árin 1968 og 1970. Þeir myrtu foreldra sína á heimili þeirra í Kaliforníu 20. ágúst 1989. Þeir hringdu síðan í lögregluna og sögðu að einhver annar hefði myrt foreldra þeirra. Á næstu mánuðum lifðu þeir ljúfa lífinu og eyddu peningum foreldra sinna. Þar á meðal í miða á fremsta bekk á NBA-leikjum. Það komst ekki upp um morðin fyrr en að yngri bróðirinn sagði sálfræðingi sínum frá hvað þeir höfðu gert. Þá fór í gang atburðarrás sem endaði með að þeir voru handteknir og seinna dæmdir í lífstíðarfangelsi.The Menendez brothers sat courtside at a Knicks game after murdering their parents in 1989. They were found in the background of a Mark Jackson trading card—29 years later. Then another mystery: no one could figure out who spotted them. So I found him.https://t.co/jSZDbDIEeV — Ben Collins (@oneunderscore__) January 16, 2019Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en síðan liðu næstum því þrír áratugir og á meðan dúsuðu bræðurnir í fangelsi. Þeir voru hins vegar aðskildir og hittust ekki aftur fyrr en í febrúar 2018 þegar annar bróðurinn var fluttur í fangelsi hins. Nokkrum mánuðum síðar, nánar tilgetið í ágúst 2018, var áhugasamur maður að nafni Stephen Zerance að rannsaka betur mál bræðranna og það hvernig þeim tókst að eyða 700 þúsund dollurum á aðeins nokkrum mánuðum eftir morðin. 700 þúsund dollarar eru 85 milljónir íslenskra króna í dag. Ben Collins, blaðamaður á Slam blaðinu, fann umræddan Stephen Zerance og forvitnaðist meira um málið. „Ég og vinur minn sem hefur mikinn áhuga á glæpum, vissum að þeir fór á mikið kaupæði eftir að þeir fengu tryggingapeningana í kjölfar dauða foreldranna. Þeir keyptu fullt af hlutum, eins og tennistíma, Rolex-úr, föt, fyrirtæki, veitingastaði og bíla,“ sagði Stephen Zerance en bætti svo við: „Svo tókum við eftir því að þeir höfðu keypt sæti á fremsta bekk á leik með Knicks í Madison Square Garden,“ sagði Zerance og þeir félagar fóru að leita að myndum af þeim í myndabönkum eins og Getty. „Þegar við fundum ekkert á Getty þá kviknaði allt í einu sinni ljós hjá mér. Það er svo mikið til af gömlum körfuboltaspjöldum á eBay,“ sagði Stephen Zerance. Stephen Zerance leitaði uppi körfuboltaspjöld frá 1989-90 og 1990-91 tímabilunum og endaði á því að finna körfuboltaspjaldið með Mark Jackson.Mood: my Mark Jackson basketball card with cameos from the Menendez brothers in the background pic.twitter.com/kqmLag0uze — STEPHEN ZERANCE (@stephnz) August 12, 2018Mark Jackson var þá leikstjórnandi New York Knicks liðsins en hann þjálfaði seinna Golden State Warriors liðið á undan Steve Kerr og hefur síðustu ár verið mikið í að lýsa NBA-leikjum fyrir ESPN. Það þarf ekki að spyrja að því að eftir uppgötvun Stephen Zerance þá margfaldaðist verðgildi þessa körfuboltaspjalds. Það fór úr því að vera 20 dollara virði í að seljast fyrir 1500 dollara í topp ásigkomulagi. Það má lesa meira um þetta með því að smella hér.This checks out. Menendez murder happened Aug. 20, 1989. Brothers were apprehended March 1990. Photo was taken at MSG in 1989-90 season and set came out before 1990-91 season. https://t.co/n2vzRBA6Sg — Darren Rovell (@darrenrovell) December 8, 2018 NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Menendez bræðurnir komust aftur í fréttirnar á dögunum 29 árum eftir að þeir myrtu foreldra sína til að komast yfir peningana þeirra. Bræðurnir komust aftur í sviðsljósið eftir að mynd af þeim fannst á körfuboltaspjaldi frá tímabilinu 1990-91 en þar voru þeir að lifa ljúfa lífinu á fremsta bekk á NBA-leik. Nokkrum vikum áður höfðu þeir myrt foreldra sína. Bræðurnir heita Lyle og Erik Menendez og eru fæddir árin 1968 og 1970. Þeir myrtu foreldra sína á heimili þeirra í Kaliforníu 20. ágúst 1989. Þeir hringdu síðan í lögregluna og sögðu að einhver annar hefði myrt foreldra þeirra. Á næstu mánuðum lifðu þeir ljúfa lífinu og eyddu peningum foreldra sinna. Þar á meðal í miða á fremsta bekk á NBA-leikjum. Það komst ekki upp um morðin fyrr en að yngri bróðirinn sagði sálfræðingi sínum frá hvað þeir höfðu gert. Þá fór í gang atburðarrás sem endaði með að þeir voru handteknir og seinna dæmdir í lífstíðarfangelsi.The Menendez brothers sat courtside at a Knicks game after murdering their parents in 1989. They were found in the background of a Mark Jackson trading card—29 years later. Then another mystery: no one could figure out who spotted them. So I found him.https://t.co/jSZDbDIEeV — Ben Collins (@oneunderscore__) January 16, 2019Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en síðan liðu næstum því þrír áratugir og á meðan dúsuðu bræðurnir í fangelsi. Þeir voru hins vegar aðskildir og hittust ekki aftur fyrr en í febrúar 2018 þegar annar bróðurinn var fluttur í fangelsi hins. Nokkrum mánuðum síðar, nánar tilgetið í ágúst 2018, var áhugasamur maður að nafni Stephen Zerance að rannsaka betur mál bræðranna og það hvernig þeim tókst að eyða 700 þúsund dollurum á aðeins nokkrum mánuðum eftir morðin. 700 þúsund dollarar eru 85 milljónir íslenskra króna í dag. Ben Collins, blaðamaður á Slam blaðinu, fann umræddan Stephen Zerance og forvitnaðist meira um málið. „Ég og vinur minn sem hefur mikinn áhuga á glæpum, vissum að þeir fór á mikið kaupæði eftir að þeir fengu tryggingapeningana í kjölfar dauða foreldranna. Þeir keyptu fullt af hlutum, eins og tennistíma, Rolex-úr, föt, fyrirtæki, veitingastaði og bíla,“ sagði Stephen Zerance en bætti svo við: „Svo tókum við eftir því að þeir höfðu keypt sæti á fremsta bekk á leik með Knicks í Madison Square Garden,“ sagði Zerance og þeir félagar fóru að leita að myndum af þeim í myndabönkum eins og Getty. „Þegar við fundum ekkert á Getty þá kviknaði allt í einu sinni ljós hjá mér. Það er svo mikið til af gömlum körfuboltaspjöldum á eBay,“ sagði Stephen Zerance. Stephen Zerance leitaði uppi körfuboltaspjöld frá 1989-90 og 1990-91 tímabilunum og endaði á því að finna körfuboltaspjaldið með Mark Jackson.Mood: my Mark Jackson basketball card with cameos from the Menendez brothers in the background pic.twitter.com/kqmLag0uze — STEPHEN ZERANCE (@stephnz) August 12, 2018Mark Jackson var þá leikstjórnandi New York Knicks liðsins en hann þjálfaði seinna Golden State Warriors liðið á undan Steve Kerr og hefur síðustu ár verið mikið í að lýsa NBA-leikjum fyrir ESPN. Það þarf ekki að spyrja að því að eftir uppgötvun Stephen Zerance þá margfaldaðist verðgildi þessa körfuboltaspjalds. Það fór úr því að vera 20 dollara virði í að seljast fyrir 1500 dollara í topp ásigkomulagi. Það má lesa meira um þetta með því að smella hér.This checks out. Menendez murder happened Aug. 20, 1989. Brothers were apprehended March 1990. Photo was taken at MSG in 1989-90 season and set came out before 1990-91 season. https://t.co/n2vzRBA6Sg — Darren Rovell (@darrenrovell) December 8, 2018
NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira