May reynir að ná þverpólitískri sátt um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 10:41 Búast má við því að gestkvæmt verði í Downing-stræti 10 í dag. Vísir/EPA Búist er við því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundi með hörðustu stuðningsmönnum Brexit í þingflokki Íhaldsflokksins og flokki norðurírskra sambandssinna í dag. Ríkisstjórn May stóð af sér vantrauststillögu í þinginu í gær. Verkamannaflokkurinn ætlar ekki að ræða við May fyrr en hún útilokar útgöngu án samnings um framtíðarsamskipti við Evrópu. Útgöngusamningi May var hafnað með miklum meirihluta í þinginu á þriðjudagskvöld. Rær hún nú öllum árum að því að ná sátt um hvernig staðið verður að útgöngunni sem áformað er að eigi sér stað 29. mars. „Ég býð þingmönnum úr öllum flokkum að koma saman og finna leið áfram. Nú er tíminn til að leggja eiginhagsmuni á hilluna,“ sagði May eftir að hún stóð af sér vantraustið í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafnaði því boði hins vegar og sagði flokkinn ekki tilbúinn í viðræður nema May útilokaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Það vildi May ekki gera í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fleiri ráðherrar í ríkisstjórn hennar muni funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar um framhaldið í dag. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar eru einnig mótfallnir útgöngu án samnings. Þannig sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að frestur á útgöngudagsetningunni, útilokun á útgöngu án samnings og möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu væru forsendur viðræðna um framhaldið. Í svipaðan streng tekur leiðtogi velskra sjálfstæðisinna á breska þinginu. Frjálslyndir demókratar vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 May stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. 16. janúar 2019 19:15 Útilokaði ekki Brexit án samnings Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki hafa viljað taka þátt í viðræðum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þess að þingið hafnaði samningi May í gær en felldi vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar nú í kvöld. 16. janúar 2019 22:20 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Búist er við því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundi með hörðustu stuðningsmönnum Brexit í þingflokki Íhaldsflokksins og flokki norðurírskra sambandssinna í dag. Ríkisstjórn May stóð af sér vantrauststillögu í þinginu í gær. Verkamannaflokkurinn ætlar ekki að ræða við May fyrr en hún útilokar útgöngu án samnings um framtíðarsamskipti við Evrópu. Útgöngusamningi May var hafnað með miklum meirihluta í þinginu á þriðjudagskvöld. Rær hún nú öllum árum að því að ná sátt um hvernig staðið verður að útgöngunni sem áformað er að eigi sér stað 29. mars. „Ég býð þingmönnum úr öllum flokkum að koma saman og finna leið áfram. Nú er tíminn til að leggja eiginhagsmuni á hilluna,“ sagði May eftir að hún stóð af sér vantraustið í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafnaði því boði hins vegar og sagði flokkinn ekki tilbúinn í viðræður nema May útilokaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Það vildi May ekki gera í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fleiri ráðherrar í ríkisstjórn hennar muni funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar um framhaldið í dag. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar eru einnig mótfallnir útgöngu án samnings. Þannig sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að frestur á útgöngudagsetningunni, útilokun á útgöngu án samnings og möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu væru forsendur viðræðna um framhaldið. Í svipaðan streng tekur leiðtogi velskra sjálfstæðisinna á breska þinginu. Frjálslyndir demókratar vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 May stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. 16. janúar 2019 19:15 Útilokaði ekki Brexit án samnings Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki hafa viljað taka þátt í viðræðum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þess að þingið hafnaði samningi May í gær en felldi vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar nú í kvöld. 16. janúar 2019 22:20 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00
May stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. 16. janúar 2019 19:15
Útilokaði ekki Brexit án samnings Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, ekki hafa viljað taka þátt í viðræðum um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í kjölfar þess að þingið hafnaði samningi May í gær en felldi vantrauststillögu gegn ríkisstjórn hennar nú í kvöld. 16. janúar 2019 22:20