Húsnæði í snotrum sikileyskum smábæ til sölu fyrir slikk Andri Eysteinsson skrifar 16. janúar 2019 23:33 Sambuca liggur í fallegum Sikileyskum hæðum. Skjáskot/ Google Maps Húsnæðisverð í ítalska smábænum Sambuca á Sikiley hefur líkast til aldrei verið lægra. Bærinn býður nú húsnæði til sölu á eina evru, um 140 krónur. Sambuca er lítill strandbær á vesturhluta Sikileyjar. Um 6000 manns búa í bænum og njóta þeir fallegs útsýnis yfir Miðjarðarhafið. Vegna smæðar samfélagsins í Sambuca, hefur bæjarstjórnin ákveðið að selja húsnæði úr hennar eigu. Nokkrar tylftir híbýla eru til sölu og verðið er eins og áður sagði ein evra. Að búa í fallegum rólegum smábæ í ítölskum hlíðum gæti verið draumur margra og því eflaust fjölmargir sem stökkva á tilboð bæjaryfirvalda Sambuca. En gæti tilboðið verið of gott til að vera satt? Verðandi eigendur húsnæðisins í Sambuca þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að bjóða húsnæðið á spottprís gegn því að eigendur skuldbindi sig til að gera húsið upp á næstu árum fyrir hið minnsta 15.000 evrur og leggja þarf fram 5000 evru tryggingafé sem fæst endurgreitt við verklok. Bæjarstjóri Sambuca, Giuseppe Cacioppo, segir að kaupendur muni ekki verða fyrir vonbrigðum. Landið sem Sambuca stendur á sé kallað paradís á jörð. Gullfallegar strendur, skógar og fjöll umlykja bæinn sem sé friðsamlegur með eindæmum. Caccioppo segir að vegna fólksfækkunar í bænum neyðist Sambuca til að grípa til aðgerða til að fá nýtt fólk inn í bæinn. Framtak bæjaryfirvalda í Sambuca hefur komist í heimspressuna og hafa stórir fréttamiðlar á borð við CNN greint frá. Því er ljóst að dreymi einhvern um sældarlíf á Sikiley þarf sá hinn sami að hafa hraðar hendur á. Ítalía Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Húsnæðisverð í ítalska smábænum Sambuca á Sikiley hefur líkast til aldrei verið lægra. Bærinn býður nú húsnæði til sölu á eina evru, um 140 krónur. Sambuca er lítill strandbær á vesturhluta Sikileyjar. Um 6000 manns búa í bænum og njóta þeir fallegs útsýnis yfir Miðjarðarhafið. Vegna smæðar samfélagsins í Sambuca, hefur bæjarstjórnin ákveðið að selja húsnæði úr hennar eigu. Nokkrar tylftir híbýla eru til sölu og verðið er eins og áður sagði ein evra. Að búa í fallegum rólegum smábæ í ítölskum hlíðum gæti verið draumur margra og því eflaust fjölmargir sem stökkva á tilboð bæjaryfirvalda Sambuca. En gæti tilboðið verið of gott til að vera satt? Verðandi eigendur húsnæðisins í Sambuca þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að bjóða húsnæðið á spottprís gegn því að eigendur skuldbindi sig til að gera húsið upp á næstu árum fyrir hið minnsta 15.000 evrur og leggja þarf fram 5000 evru tryggingafé sem fæst endurgreitt við verklok. Bæjarstjóri Sambuca, Giuseppe Cacioppo, segir að kaupendur muni ekki verða fyrir vonbrigðum. Landið sem Sambuca stendur á sé kallað paradís á jörð. Gullfallegar strendur, skógar og fjöll umlykja bæinn sem sé friðsamlegur með eindæmum. Caccioppo segir að vegna fólksfækkunar í bænum neyðist Sambuca til að grípa til aðgerða til að fá nýtt fólk inn í bæinn. Framtak bæjaryfirvalda í Sambuca hefur komist í heimspressuna og hafa stórir fréttamiðlar á borð við CNN greint frá. Því er ljóst að dreymi einhvern um sældarlíf á Sikiley þarf sá hinn sami að hafa hraðar hendur á.
Ítalía Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila