Falsfréttum dreift í Washington D.C. Andri Eysteinsson skrifar 16. janúar 2019 21:46 Falska blaðið er nauðalíkt hinni sönnu útgáfu Washington Post. Twitter/Ian Kullgren Falskri útgáfu Washington Post var í dag dreift víða um Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Blaðið var dagsett 1. maí 2019 og var forsíðufrétt blaðsins sú að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefði sagt af sér embætti forseta og hafi yfirgefið Hvíta húsið. Blaðið sem var nauðalíkt ósviknu Washington Post blaði var fullt af fréttum sem gagnrýndu forsetann. Washington Post greinir frá þessu í dag. Falsfréttirnar birtust ekki bara á blaði heldur líka á vefsíðu sem átti að líkjast vefsíðu Washington Post. Hið sanna Washington Post birti yfirlýsingu á Twitter síðu sinni þar sem greint var frá því að blaðið sem væri í dreifingu væri falskt. Hópur aktívista sem kallar sig Yes Men hafa stigið fram og sagt verknaðinn vera á þeirra vegum.There are fake print editions of The Washington Post being distributed around downtown DC, and we are aware of a website attempting to mimic The Post’s. They are not Post products, and we are looking into this. — Washington Post PR (@WashPostPR) January 16, 2019 Aðalfréttin í fölsku útgáfu Washington Post fjallaði, eins og áður sagði, um afsögn og flótta Donald Trump úr forsetaembættinu. Trump átti að hafa skilið eftir afsagnarbréf á servíettu í skrifstofu forsetans. Samkvæmt fréttinni hélt Trump því næst rakleitt til borgarinnar Yalta á Krímskaga. Samkvæmt Yes Men hópnum kostaði aðgerðin um 40.000 dali, 25.000 eintök voru prentuð en eingöngu var um 10.000 eintökum dreift. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fölskum dagblöðum er dreift af hópnum en sama var upp á teningunum árið 2008, skömmu eftir að Barack Obama var kosinn forseti. Þá var fölskum New York Times blöðum dreift. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Falskri útgáfu Washington Post var í dag dreift víða um Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Blaðið var dagsett 1. maí 2019 og var forsíðufrétt blaðsins sú að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefði sagt af sér embætti forseta og hafi yfirgefið Hvíta húsið. Blaðið sem var nauðalíkt ósviknu Washington Post blaði var fullt af fréttum sem gagnrýndu forsetann. Washington Post greinir frá þessu í dag. Falsfréttirnar birtust ekki bara á blaði heldur líka á vefsíðu sem átti að líkjast vefsíðu Washington Post. Hið sanna Washington Post birti yfirlýsingu á Twitter síðu sinni þar sem greint var frá því að blaðið sem væri í dreifingu væri falskt. Hópur aktívista sem kallar sig Yes Men hafa stigið fram og sagt verknaðinn vera á þeirra vegum.There are fake print editions of The Washington Post being distributed around downtown DC, and we are aware of a website attempting to mimic The Post’s. They are not Post products, and we are looking into this. — Washington Post PR (@WashPostPR) January 16, 2019 Aðalfréttin í fölsku útgáfu Washington Post fjallaði, eins og áður sagði, um afsögn og flótta Donald Trump úr forsetaembættinu. Trump átti að hafa skilið eftir afsagnarbréf á servíettu í skrifstofu forsetans. Samkvæmt fréttinni hélt Trump því næst rakleitt til borgarinnar Yalta á Krímskaga. Samkvæmt Yes Men hópnum kostaði aðgerðin um 40.000 dali, 25.000 eintök voru prentuð en eingöngu var um 10.000 eintökum dreift. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fölskum dagblöðum er dreift af hópnum en sama var upp á teningunum árið 2008, skömmu eftir að Barack Obama var kosinn forseti. Þá var fölskum New York Times blöðum dreift.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira