Handbolti

Guðmundur: Menn halda að ég sé að bulla einhverja vitleysu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var frekar þungur á brún eftir leikinn gegn Japan enda var það alls ekki auðvelt hjá hans mönnum að landa sigri.

„Þetta var mjög erfitt eins og ég var búinn að ræða nokkrum sinnum en menn halda að ég sé að bulla einhverja vitleysu,“ sagði Guðmundur alvarlegur á svip.

„Það er enginn leikur auðveldur. Þegar menn eru komnir á HM er allt erfitt. Við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þetta. Við byrjum vel og ég er mjög ánægður með vörnina allan tímann.

„Við gerðum áherslubreytingar á vörninni og góð hjálparvörn frá hornunum. Það sem var erfiðast eftir góða sóknarbyrjun var að við byrjum að taka skot upp úr engu. Fjórum sinnum hittum við ekki markið í fyrri hálfleik. Það gaf þeim ákveðna von og ég var óhress með sóknarleikinn síðan.

„Það vantaði flæði og við vorum hægir og fyrirsjáanlegir. Er við létum boltann loksins vinna sköpuðum við okkur færi.“

Tómas Þór Þórðarson áttaði sig ekki alveg á því hvort Guðmundur var kátur eða reiður eftir leikinn.

„Ég er mjög glaður þó svo ég sýni það ekki. Ég er glaður með sigur enda einn af úrslitaleikjunum okkar. Mér fannst við halda haus í lokin og landa þessu. Það var mjög ánægjulegt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×