Funda í dag um öryggi á Hringbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2019 11:46 Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir slysið. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi. Vísir/Kolbeinn Tumi Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. Á dagskrá er umferð um Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur sem töluvert hefur verið rætt um eftir að ekið var á þrettán ára stúlku á leið til skóla að morgni dags í síðustu viku. Fundurinn fer fram klukkan þrjú í húsakynnum borgarinnar við Borgartún og verða þrír fulltrúar frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar auk þess sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur situr fundinn. Fundurinn er ekki opinn almenningi en íbúar í vesturbænum hafa kallað eftir opnum íbúafundi um málið. Vegagerðin er veghaldari Hringbrautar en álitaefni er meðal íbúa í vesturbænum og víðar hvernig sé best að auka öryggi við Hringbrautina. Í skýrslu starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs frá 2017 um hraðaminnkandi aðgerðir á svæðinu var lagt til að lækka hraðamörk um 10 km/klst víða, þar með talið á Hringbraut, og auk þess fjölga svæðum með 30 km/klst hámarkshraða. Sex þveranir eru á Hringbraut frá hringtorginu við Þjóðminjasafnið að JL-húsinu. Þrenn gatnamót og þrjú gangbrautarljós. Eftir slysið í liðinni viku ákvað borgin að veita Vesturbæjarskóla fjármagn til að standa að gangbrautarvörslu við gönguljós á Hringbraut við Meistaravelli. Þá standa foreldrar vaktina á gatnamótum Hringbautar og Framnesvegar á morgnana og fylgja börnum yfir götuna. Samgöngur Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. Á dagskrá er umferð um Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur sem töluvert hefur verið rætt um eftir að ekið var á þrettán ára stúlku á leið til skóla að morgni dags í síðustu viku. Fundurinn fer fram klukkan þrjú í húsakynnum borgarinnar við Borgartún og verða þrír fulltrúar frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar auk þess sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur situr fundinn. Fundurinn er ekki opinn almenningi en íbúar í vesturbænum hafa kallað eftir opnum íbúafundi um málið. Vegagerðin er veghaldari Hringbrautar en álitaefni er meðal íbúa í vesturbænum og víðar hvernig sé best að auka öryggi við Hringbrautina. Í skýrslu starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs frá 2017 um hraðaminnkandi aðgerðir á svæðinu var lagt til að lækka hraðamörk um 10 km/klst víða, þar með talið á Hringbraut, og auk þess fjölga svæðum með 30 km/klst hámarkshraða. Sex þveranir eru á Hringbraut frá hringtorginu við Þjóðminjasafnið að JL-húsinu. Þrenn gatnamót og þrjú gangbrautarljós. Eftir slysið í liðinni viku ákvað borgin að veita Vesturbæjarskóla fjármagn til að standa að gangbrautarvörslu við gönguljós á Hringbraut við Meistaravelli. Þá standa foreldrar vaktina á gatnamótum Hringbautar og Framnesvegar á morgnana og fylgja börnum yfir götuna.
Samgöngur Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42
Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. 10. janúar 2019 14:38