Allt rafrænt yfir milljón? Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. janúar 2019 11:22 Hvernig væru viðbrögðin hérlendis ef fjármálaráðherra tilkynnti landsmönnum að nú yrði bannað að eiga viðskipti með reiðufé umfram milljón krónur? Hætt er við að umræðan myndi einkennast af upphrópunum ef eitthvað er að marka reynsluna. Þegar rætt var á sínum tíma um að 5.000 og 10.000 kr. seðlar yrðu teknir úr umferð fór allt í háa loft. Ekkert rúm var fyrir málefnalega umræðu og lítill áhugi. Það kemur þó að því að við komumst ekki hjá því að ræða um framtíð reiðufjár af fullri alvöru. Þegar fjárlög Ástralíu voru kynnt síðla síðasta árs ræddi fjármálaráðherrann Scott Morrison um mikilvægi þess að ráðast gegn svarta hagkerfinu og fjármögnun glæpastarfsemi. Að því tilefni verði allar peningagreiðslur í reiðufé umfram 10.000 Ástralíudali, eða 869.000 kr., bannaðar frá og með 1. júlí. Þessu verði fylgt eftir af nýjum starfshópi, sem hafi um 26 milljarða króna til umráða í eftirliti sínu næstu fjögur árin. Með þessu er reiknað með að skatttekjur ríkisins á tímabilinu aukist um tífalda þá upphæð. Ef við heimfærum þessa tölu á okkur Íslendinga, með tilliti til skatttekna ríkjanna, jafngildir aukningin um 4,6 milljörðum króna á fjögurra ára tímabili. Í rökstuðningi sínum sagði Morrison þetta vera slæm tíðindi fyrir glæpamenn og þá sem reyna að svíkja undan skatti eða greiða lægra verð fyrir vörur og þjónustu með því að aðstoða aðra við að svindla. Hann bætti við að aðgerðin væri liður í þeirri viðleitni að gera Ástralíu að reiðufjárlausu hagkerfi. Fleiri lönd stefna hraðbyr í þá áttina, hvort sem er vegna opinberrar stefnu eða aukinnar notkunar almennings á öðrum greiðslumiðlum. Sá kostur rafrænna viðskipta að hægt sé að fylgjast með skattsvikum er einnig einn helsti gallinn. Með takmörkun reiðufjárviðskipta skiljum við eftir okkur rafrænt fótspor í öllum okkar viðskiptum. Þó hið opinbera kunni að fullyrða að slíkar upplýsingar séu öruggar er ekki víst að allir treysti því. Því er nauðsynlegt að hefja hér málefnalega og yfirvegaða umræðu um notkun reiðufjár og hvert sé best fyrir okkur að stefna í þeim málum.Björn Berg Gunnarsson er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig væru viðbrögðin hérlendis ef fjármálaráðherra tilkynnti landsmönnum að nú yrði bannað að eiga viðskipti með reiðufé umfram milljón krónur? Hætt er við að umræðan myndi einkennast af upphrópunum ef eitthvað er að marka reynsluna. Þegar rætt var á sínum tíma um að 5.000 og 10.000 kr. seðlar yrðu teknir úr umferð fór allt í háa loft. Ekkert rúm var fyrir málefnalega umræðu og lítill áhugi. Það kemur þó að því að við komumst ekki hjá því að ræða um framtíð reiðufjár af fullri alvöru. Þegar fjárlög Ástralíu voru kynnt síðla síðasta árs ræddi fjármálaráðherrann Scott Morrison um mikilvægi þess að ráðast gegn svarta hagkerfinu og fjármögnun glæpastarfsemi. Að því tilefni verði allar peningagreiðslur í reiðufé umfram 10.000 Ástralíudali, eða 869.000 kr., bannaðar frá og með 1. júlí. Þessu verði fylgt eftir af nýjum starfshópi, sem hafi um 26 milljarða króna til umráða í eftirliti sínu næstu fjögur árin. Með þessu er reiknað með að skatttekjur ríkisins á tímabilinu aukist um tífalda þá upphæð. Ef við heimfærum þessa tölu á okkur Íslendinga, með tilliti til skatttekna ríkjanna, jafngildir aukningin um 4,6 milljörðum króna á fjögurra ára tímabili. Í rökstuðningi sínum sagði Morrison þetta vera slæm tíðindi fyrir glæpamenn og þá sem reyna að svíkja undan skatti eða greiða lægra verð fyrir vörur og þjónustu með því að aðstoða aðra við að svindla. Hann bætti við að aðgerðin væri liður í þeirri viðleitni að gera Ástralíu að reiðufjárlausu hagkerfi. Fleiri lönd stefna hraðbyr í þá áttina, hvort sem er vegna opinberrar stefnu eða aukinnar notkunar almennings á öðrum greiðslumiðlum. Sá kostur rafrænna viðskipta að hægt sé að fylgjast með skattsvikum er einnig einn helsti gallinn. Með takmörkun reiðufjárviðskipta skiljum við eftir okkur rafrænt fótspor í öllum okkar viðskiptum. Þó hið opinbera kunni að fullyrða að slíkar upplýsingar séu öruggar er ekki víst að allir treysti því. Því er nauðsynlegt að hefja hér málefnalega og yfirvegaða umræðu um notkun reiðufjár og hvert sé best fyrir okkur að stefna í þeim málum.Björn Berg Gunnarsson er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar